Nú fannst sjöfætt stórvaxin könguló í austurhluta borgarinnar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 29. ágúst 2014 14:24 Hér má sjá köngulóna sem fannst í austurhluta borgarinnar í gær. Vísir/Anton Vísir sagði frá því í gær að sjöfættr risakönguló gengi laus í vesturbæ Reykjavíkur. Í gær fannst svo svipuð könguló á vinnustað í austurhluta borgarinnar og töldu einhverjir starfsmenn að þarna væri sama köngulóin á ferðinni. En Erlingur Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að af myndum að dæma séu þetta tvær mismunandi tegundir af köngulóm. Hann treysti sér ekki til þess að dæma um hverrar tegundar sé sem fannst í vesturbænum var en sagði þá sem fannst í austurhluta borgarinnar í gær væri „sennilega skemmukönguló eða önnur stór tegund henni náskyld“.Drapst af slysförum Kristín Sævarsdóttir varð vitni að dauða köngulóarinnar sem fannst í gær. Köngulóin drapst þegar samstarfskona Kristínar steig óvart ofan á hana. „Ein hérna var að stíga niður fæti þegar önnur sem starfar með mér sá köngulóna og æpti. Þá var það orðið of seint. Köngulóin drapst af slysförum; þetta var ekki morð af yfirlögðu ráði.“ Kristín og samstarfskonur hennar töldu að kannski væri þetta sama köngulóin og átti að ganga laus í vesturbænum. Báðar voru sjöfættar, loðnar og nokkuð stórar. „Við vorum með ákveðna kenningu um að þetta væri sama köngulóin og fannst í vesturbænum. Þá hefði hún þurft að hafa ferðast ansi hratt reyndar. En hún var helvíti loðin og ógeðsleg,“ útskýrir Kristín.Hér má sjá köngulóna sem fannst í austurhluta borgarinnar í gær. Taka þarf tillit til þess að hún er nokkuð samankurmpuð eftir að stigið var á hana.Vísir/AntonEin fjögurra stórvaxinna köngulóategundaÁ vef Náttúrfræðistofnunar kemur fram að Skemmuköngulóin finnist helst á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur fram að tegundin sé lík fjórum öðrum stórvöxnum köngulóategundum.„Skemmukönguló er ein fjögurra stórvaxinna köngulóa sem er náskyld húsaköngulónni okkar sem er miklum mun minni. Þessar stóru tegundir eru hver annarri líkar og áttuðu menn sig því lengi vel ekki á því að um fleiri en eina stórvaxna tegund af þessu tagi væri að ræða. Löngum var talið að einungis væri um að ræða tegundina fragtkönguló (Tegenaria saeva). Elsta eintak skemmuköngulóar sem varðveitt er í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands fannst í verslun í Reykjavík 1980,“ segir á vef Náttúrufræðistofnunar. Þar segir einnig: „Skemmukönguló finnst einungis innanhúss hér á landi eins og í nágrannalöndunum, en hún lifir utanhúss á suðlægari slóðum. Hana er einna helst að finna í vöruskemmum og á vörulagerum og í tengslum við innflutning á varningi. Hefur einnig fundist í kjöllurum og utan við gróðurhús. Skemmuköngulær finnast við þessar aðstæður allt árið um kring en flestar þó síðla sumars og að haustlagi. Á þeim tíma finnast kynþroska karldýr í mestum mæli en kynþroska kvendýr sjást hins vegar allt árið. Skemmukönguló gerir sér trektlaga vef í skúmaskotum sem er ekki límborinn. Ef bráð þvælist inn á vefinn er hún gripin með áhlaupi.“ Á vefnum er einnig sagt frá elsta varðveitta eintakinu af skemmuköngulónni:„Elsta eintak skemmuköngulóar sem varðveitt er í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands fannst í verslun í Reykjavík 1980.“Hér er köngulóin sem fannst í vesturbænum í fyrradag. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Vísir sagði frá því í gær að sjöfættr risakönguló gengi laus í vesturbæ Reykjavíkur. Í gær fannst svo svipuð könguló á vinnustað í austurhluta borgarinnar og töldu einhverjir starfsmenn að þarna væri sama köngulóin á ferðinni. En Erlingur Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að af myndum að dæma séu þetta tvær mismunandi tegundir af köngulóm. Hann treysti sér ekki til þess að dæma um hverrar tegundar sé sem fannst í vesturbænum var en sagði þá sem fannst í austurhluta borgarinnar í gær væri „sennilega skemmukönguló eða önnur stór tegund henni náskyld“.Drapst af slysförum Kristín Sævarsdóttir varð vitni að dauða köngulóarinnar sem fannst í gær. Köngulóin drapst þegar samstarfskona Kristínar steig óvart ofan á hana. „Ein hérna var að stíga niður fæti þegar önnur sem starfar með mér sá köngulóna og æpti. Þá var það orðið of seint. Köngulóin drapst af slysförum; þetta var ekki morð af yfirlögðu ráði.“ Kristín og samstarfskonur hennar töldu að kannski væri þetta sama köngulóin og átti að ganga laus í vesturbænum. Báðar voru sjöfættar, loðnar og nokkuð stórar. „Við vorum með ákveðna kenningu um að þetta væri sama köngulóin og fannst í vesturbænum. Þá hefði hún þurft að hafa ferðast ansi hratt reyndar. En hún var helvíti loðin og ógeðsleg,“ útskýrir Kristín.Hér má sjá köngulóna sem fannst í austurhluta borgarinnar í gær. Taka þarf tillit til þess að hún er nokkuð samankurmpuð eftir að stigið var á hana.Vísir/AntonEin fjögurra stórvaxinna köngulóategundaÁ vef Náttúrfræðistofnunar kemur fram að Skemmuköngulóin finnist helst á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur fram að tegundin sé lík fjórum öðrum stórvöxnum köngulóategundum.„Skemmukönguló er ein fjögurra stórvaxinna köngulóa sem er náskyld húsaköngulónni okkar sem er miklum mun minni. Þessar stóru tegundir eru hver annarri líkar og áttuðu menn sig því lengi vel ekki á því að um fleiri en eina stórvaxna tegund af þessu tagi væri að ræða. Löngum var talið að einungis væri um að ræða tegundina fragtkönguló (Tegenaria saeva). Elsta eintak skemmuköngulóar sem varðveitt er í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands fannst í verslun í Reykjavík 1980,“ segir á vef Náttúrufræðistofnunar. Þar segir einnig: „Skemmukönguló finnst einungis innanhúss hér á landi eins og í nágrannalöndunum, en hún lifir utanhúss á suðlægari slóðum. Hana er einna helst að finna í vöruskemmum og á vörulagerum og í tengslum við innflutning á varningi. Hefur einnig fundist í kjöllurum og utan við gróðurhús. Skemmuköngulær finnast við þessar aðstæður allt árið um kring en flestar þó síðla sumars og að haustlagi. Á þeim tíma finnast kynþroska karldýr í mestum mæli en kynþroska kvendýr sjást hins vegar allt árið. Skemmukönguló gerir sér trektlaga vef í skúmaskotum sem er ekki límborinn. Ef bráð þvælist inn á vefinn er hún gripin með áhlaupi.“ Á vefnum er einnig sagt frá elsta varðveitta eintakinu af skemmuköngulónni:„Elsta eintak skemmuköngulóar sem varðveitt er í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands fannst í verslun í Reykjavík 1980.“Hér er köngulóin sem fannst í vesturbænum í fyrradag.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira