Enski boltinn

Enn fatast City flugið í titilbaráttunni | Sjáðu mörkin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jason Puncheon fagnar marki sínu í dag.
Jason Puncheon fagnar marki sínu í dag. Vísir/Getty
Chelsea er með sjö stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki helgarinnar og á þar að auki leik til góða. Þetta varð ljóst eftir tap Englandsmeistara Manchester City gegn Crystal Palace á útivelli í kvöld, 2-1.

Glenn Murray kom Crystal Palace yfir á 34. mínútu en markið var dæmt gilt þrátt fyrir kröftug mótmæli varnarmanna City sem vildu fá rangstöðu dæmda á Scott Dann sem lagði upp mark Murray.

Jason Puncheon skoraði svo magnað mark beint úr aukaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks og var útlitið orðið dökkt fyrir City þá.

Yaya Toure minnkaði muninn fyrir gestina á 78. mínútu með góðu skoti. Gestirnir frá Manchester sóttu stíft á lokakaflanum en Julian Speroni, markvörður, og hans menn vörðust fimlega.

City vildi líka fá vítaspyrna þegar Glenn Murray handlék knöttinn í eigin vítateig en umdeildur dómari leiksins, Michael Oliver, dæmdi ekkert.

Niðurstaðan 2-1 sigur Crystal Palace sem er í ellefta sæti deildarinnar með 39 stig. City er nú í fjórða sæti með 61 stig, stigi á eftir United og tveimur á eftir Arsenal. Chelsea er á toppnum með 70 stig og á leik til góða, sem fyrr segir, gegn botnliði Leicester.

City hefur nú tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni en liðið mætir Manchester United í grannaslag á sunnudag.

Glenn Murray kom Crystal Palace yfir: Jason Puncheon skoraði annað mark heimamanna: Yaya Toure minnkaði muninn fyrir City:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×