Innlent

Einn fórst þegar bátur sökk á Ísafjarðardjúpi

Gissur Sigurðsson skrifar
Slysið varð á áttunda tímanum í morgun út af Rit við Aðalvík á utanverðu Ísafjarðardjúpi.
Slysið varð á áttunda tímanum í morgun út af Rit við Aðalvík á utanverðu Ísafjarðardjúpi. Kort/Loftmyndir.is
Þremur mönnum var bjargað en einn fórst þegar fiskibátur sökk út af Rit, við utanvert Ísafjarðardjúp snemma í morgun. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bað skip og báta að fara að svipast um eftir bátnum á áttunda tímanum í morgun þegar hann hvarf út úr sjálfvirku tilkynningaskyldunni.

Mönnunum þremur var bjargað um borð í lítinn strandveiðibát og svo fluttir í land á stórum hraðfiskibáti. Þeir voru lagðir inn á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar en munu ná sér. Ekkert liggur fyrir um tildrög slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×