Umfjöllun og viðtöl: FSu - Grindavík 84-85 | Ómar tryggði Grindavík sigurinn í Iðu Bjarmi Skarphéðinsson í Iðu skrifar 15. október 2015 22:00 Jóhann Árni Ólafsson og félagar í Grindavík unnu í spennandi leik í kvöld. vísir/ernir FSu og Grindavík mættust í Iðu á Selfossi í kvöld í 1.umferð Dominos deildar karla í körfubolta. Grindavík vann leikinn með naumindum eftir dramatík undir lokin, 85-84. FSu eru nýliðar í deildinni en Grindvíkingar öllu vanir í þeim vígvelli. Heimamenn í FSu byrjuðu leikinn mun betur eftir stífar og erfiðar upphafsmínútur beggja liða. Heimamenn fóru að hitta úr skotum fyrir utan og leiddu leikinn eftir 1.leikhluta, 25-20. Leikurinn var hraður og skemmtilegur í fyrri hálfleik og áfram héldu FSu að hitta fyrir utan þriggja stiga línuna í 2.leikhuta. Reynsluboltarnir í Grindavík þeir Páll Axel, Jóhann Árni og Þorleifur Ólafsson héldu leiknum svona nokkuð jöfnum fram að hálflei. Þó að FSu næði mest 14 stiga forystu þá héldu gestirnir ró sinni og komu sér í þolanlega stöðu fyrir hálfleik en FSu leiddi leikinn 51-45 eftir tvo leikhluta. Seinni hálfleikur byrjaði með látum og Grindavík jafnaði leikinn með tveim körfum frá Páli Axel Vilbergssyni og komust yfir í fyrsta skiptið í leiknum í kjölfarið. FSu komu þó til baka og voru enn í forystu fyrir lokahlutann 72-67. Fjórði leikhluti var æsispennandi og skiptust liðin á að hafa nauma forystu en FSu virtist þó ætla að landa sigrinum og voru með yfirhöndina í raun alveg þangað til á lokametrunum. Ómar Örn Sævarsson setti niður tvö vítaskot og FSu var yfir 84-83. Heimamenn héldu í sókn en misstu boltann klaufalega á miðjum vellinum og Ómar Örn fékk auðvelt sniðskot sem kom Grindavík yfir 84-85. FSu tók leikhlé en á þeim fjórum sekúndum sem eftir lifðu af leiknum náðu þeir ekki góðu skoti á körfuna og Grindavík landaði sigrinum með góðum varnarleik. Jón Axel Guðmundsson splæsti í þrefalda tvennu með 16 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar. Annars var framlag nokkuð jafnt og gott hjá Grindavík. Ari Gylfason var atkvæðamestur hjá FSu með 23 stig og 5 fráköst.FSu-Grindavík 84-85 (25-20, 26-25, 21-22, 12-18)FSu: Ari Gylfason 23/5 fráköst, Christopher Anderson 17/4 fráköst, Cristopher Caird 16/10 fráköst/8 stoðsendingar, Gunnar Ingi Harðarson 13/4 fráköst, Hlynur Hreinsson 9, Maciej Klimaszewski 4, Arnþór Tryggvason 2/9 fráköst.Grindavík: Jón Axel Guðmundsson 16/10 fráköst/10 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 13/5 fráköst, Hilmir Kristjánsson 13/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 13/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 12/7 fráköst/7 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 10, Jens Valgeir Óskarsson 8/5 fráköst.Jóhann: Þessir menn eiga að taka fráköst Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var eðlilega kátur þegar Vísir ræddi við hann eftir sigurinn í kvöld í þessum mikla spennuleik. „Vörnin í seinni hálfleik var einna helst það sem skóp þennan sigur,“ sagði Jóhann. Nýliðar FSu gáfu ekkert eftir í kvöld og voru klaufar að landa ekki sigri. „Við bjuggumst ekki við neinu öðru en erfiðum leik, FSu er að reyna að sanna sig í þessari deild,“ sagði Jóhann. Fráköstin voru dýrmæt í lok leiksins en þar voru Grindvíkingar mun sterkari. „Við erum með menn sem eiga að taka fráköst" sagði Jóhann Þór Ólafsson.Erik Olson: HJálpar ekki til að missa boltann 15 sinnum Erik Olson, þjálfari FSu, var svekktur í leikslok enda hans menn hársbreidd frá því að vinna flottan sigur í fyrstu umferðinni í kvöld. „Við vorum ekki nógu beittir í seinni hálfleik" sagði Erik Olson við Vísi eftir leikinn, en hvernig fóru skólastrákarnir að því að klúðra þessu? „Við missum boltann klaufalega of oft í leiknum og oftar en ekki gáfum við þeim auðveld skot í kjölfarið,“ sagði þjálfarinn. Grindavík tók 14 sókarfráköst i leiknum sem skipti sköpum og þá sérstaklega í lokin. „Þess utan missum við boltann 15 sinnum í leiknum og það hjálpar ekki til,“ sagði Erik Olson.Tweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Sjá meira
FSu og Grindavík mættust í Iðu á Selfossi í kvöld í 1.umferð Dominos deildar karla í körfubolta. Grindavík vann leikinn með naumindum eftir dramatík undir lokin, 85-84. FSu eru nýliðar í deildinni en Grindvíkingar öllu vanir í þeim vígvelli. Heimamenn í FSu byrjuðu leikinn mun betur eftir stífar og erfiðar upphafsmínútur beggja liða. Heimamenn fóru að hitta úr skotum fyrir utan og leiddu leikinn eftir 1.leikhluta, 25-20. Leikurinn var hraður og skemmtilegur í fyrri hálfleik og áfram héldu FSu að hitta fyrir utan þriggja stiga línuna í 2.leikhuta. Reynsluboltarnir í Grindavík þeir Páll Axel, Jóhann Árni og Þorleifur Ólafsson héldu leiknum svona nokkuð jöfnum fram að hálflei. Þó að FSu næði mest 14 stiga forystu þá héldu gestirnir ró sinni og komu sér í þolanlega stöðu fyrir hálfleik en FSu leiddi leikinn 51-45 eftir tvo leikhluta. Seinni hálfleikur byrjaði með látum og Grindavík jafnaði leikinn með tveim körfum frá Páli Axel Vilbergssyni og komust yfir í fyrsta skiptið í leiknum í kjölfarið. FSu komu þó til baka og voru enn í forystu fyrir lokahlutann 72-67. Fjórði leikhluti var æsispennandi og skiptust liðin á að hafa nauma forystu en FSu virtist þó ætla að landa sigrinum og voru með yfirhöndina í raun alveg þangað til á lokametrunum. Ómar Örn Sævarsson setti niður tvö vítaskot og FSu var yfir 84-83. Heimamenn héldu í sókn en misstu boltann klaufalega á miðjum vellinum og Ómar Örn fékk auðvelt sniðskot sem kom Grindavík yfir 84-85. FSu tók leikhlé en á þeim fjórum sekúndum sem eftir lifðu af leiknum náðu þeir ekki góðu skoti á körfuna og Grindavík landaði sigrinum með góðum varnarleik. Jón Axel Guðmundsson splæsti í þrefalda tvennu með 16 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar. Annars var framlag nokkuð jafnt og gott hjá Grindavík. Ari Gylfason var atkvæðamestur hjá FSu með 23 stig og 5 fráköst.FSu-Grindavík 84-85 (25-20, 26-25, 21-22, 12-18)FSu: Ari Gylfason 23/5 fráköst, Christopher Anderson 17/4 fráköst, Cristopher Caird 16/10 fráköst/8 stoðsendingar, Gunnar Ingi Harðarson 13/4 fráköst, Hlynur Hreinsson 9, Maciej Klimaszewski 4, Arnþór Tryggvason 2/9 fráköst.Grindavík: Jón Axel Guðmundsson 16/10 fráköst/10 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 13/5 fráköst, Hilmir Kristjánsson 13/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 13/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 12/7 fráköst/7 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 10, Jens Valgeir Óskarsson 8/5 fráköst.Jóhann: Þessir menn eiga að taka fráköst Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var eðlilega kátur þegar Vísir ræddi við hann eftir sigurinn í kvöld í þessum mikla spennuleik. „Vörnin í seinni hálfleik var einna helst það sem skóp þennan sigur,“ sagði Jóhann. Nýliðar FSu gáfu ekkert eftir í kvöld og voru klaufar að landa ekki sigri. „Við bjuggumst ekki við neinu öðru en erfiðum leik, FSu er að reyna að sanna sig í þessari deild,“ sagði Jóhann. Fráköstin voru dýrmæt í lok leiksins en þar voru Grindvíkingar mun sterkari. „Við erum með menn sem eiga að taka fráköst" sagði Jóhann Þór Ólafsson.Erik Olson: HJálpar ekki til að missa boltann 15 sinnum Erik Olson, þjálfari FSu, var svekktur í leikslok enda hans menn hársbreidd frá því að vinna flottan sigur í fyrstu umferðinni í kvöld. „Við vorum ekki nógu beittir í seinni hálfleik" sagði Erik Olson við Vísi eftir leikinn, en hvernig fóru skólastrákarnir að því að klúðra þessu? „Við missum boltann klaufalega of oft í leiknum og oftar en ekki gáfum við þeim auðveld skot í kjölfarið,“ sagði þjálfarinn. Grindavík tók 14 sókarfráköst i leiknum sem skipti sköpum og þá sérstaklega í lokin. „Þess utan missum við boltann 15 sinnum í leiknum og það hjálpar ekki til,“ sagði Erik Olson.Tweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga