Körfubolti

Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Durant hefur ekki gert stóra hluti með liði Phoenix Suns þrátt fyrir að spila þar með öðrum stórstjörnum.
Kevin Durant hefur ekki gert stóra hluti með liði Phoenix Suns þrátt fyrir að spila þar með öðrum stórstjörnum. Getty/Chris Coduto

NBA körfuboltafélagið Phoenix Suns ákvað í gær að reka þjálfara sinn Mike Budenholzer eftir að liðinu mistókst að komast í úrslitakeppnina þrátt fyrir að vera með stórstjörnulið.

Þetta eru enn ein vonbrigðin á ferli Kevin Durant síðan að hann ákvað að yfirgefa meistaralið Golden State Warriors á sínum tíma.

Durant kom til Phoenix Suns árið 2023 en félagið hefur þegar rekið þrjá þjálfara sína síðan þá.

Budenholzer tók pokann sinn í gær, Monty Williams í maí 2023 og Frank Vogel í maí 2024.

Þetta var vissulega mikið hörmungartímabil fyrir Suns sem vann bara 36 af 82 leikjum (44%) og endaði í ellefta sæti í Vesturdeildinni.

Durant er orðinn 36 ára gamall en var með 26,6 stig og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik á tímabilinu.

Hann varð meistari tvö ár í röð með Golden State frá 2017 til 2018 en yfirgaf félagið eftir tap í lokaúrslitum 2019.

Á þeim sex árum sem eru liðin síðan þá hefur hann spilað með Brooklyn Nets og Phoenix Suns og aðeins náð að vinna tvö einvígi af sex í úrslitakeppni.

Núverandi samningur hans er út næsta tímabil þar sem hann mun fá 54,7 milljónir dala í laun eða sjö milljarða króna. Það er þó almennt búist við því að honum verði skipti til annars liðs í sumar en það á þó eftir að koma í ljós.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×