
Hrútar tilnefnd sem besta kvikmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum

Myndin hefur síðastliðna mánuði notið mikillar velgengni á hinum ýmsu kvikmyndahátíðum heimsins. Hún hefur nú keppt til verðlauna á níu alþjóðlegum kvikmyndahátíðum, unnið aðalverðlaunin á sjö þeirra og alls unnið til þrettán verðlauna.
Aðeins sex myndir eru tilnefndar til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Þau eru á vegum Evrópsku kvikmyndaakademíunnar og munu fara fram í Berlín í Þýskalandi þann 12. desember næstkomandi.
Íslenskar kvikmyndir hafa í gegnum tíðina hlotið nokkrar tilnefningar í hinum ýmsu flokkum á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum en aðeins tveir Íslendingar hafa hreppt verðlaun.
Árið 1991 hlaut Hilmar Örn Hilmarsson verðlaun fyrir bestu tónlist í Börnum náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson og árið 2000 var Björk valin besta leikkonan fyrir aðalhlutverk sitt í Dancer in the Dark eftir Lars von Trier.
Tengdar fréttir

Hrútar er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna
Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, völdu kvikmyndina Hrúta sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna á næsta ári.

Margir telja að Hrútar fái Óskarstilnefningu
Fáar myndir hafa notið jafn mikila vinsælda eins og hin umtalaða íslenska verðlaunamynd Hrútar en vísa þurfti rúmlega 100 manns frá við frumsýningu myndarinnar í Telluride.

Hrútar unnu aðalverðlaunin í Zürich
Kvikmyndin Hrútar vann um helgina "Gullna augað“ á kvikmyndahátíðinni í Zürich í Sviss. Þetta eru aðalverðlaunin í flokki alþjóðlegra kvikmynda í fullri lengd en alls tóku fimmtán myndir þátt í keppninni.

Hrútar unnu þrenn stór verðlaun á Spáni um helgina
Aðstandendur kvikmyndarinnar Hrúta hlutu alls þrenn verðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á laugardagskvöldið og var því sigursælust af miklum fjölda kvikmynda.

Hrútar vinna til tvennra verðlauna til viðbótar
Myndin hefur unnið alls til átta verðlauna.

Frá Cannes til Hólmavíkur
Hrútaþuklseinvígi á milli leikaranna Sigga Sigurjóns og Theodórs Júlíussonar.