Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari fer mikinn í nýjustu stiklunni úr Marvel ofurhetjumyndinni Captain America: Brave New World. Þar er persóna hans í slagsmálum við engan annan en aðalsögupersónu og hetju myndarinnar, Kaptein Ameríku sem leikinn er af Anthony Mackie. Bíó og sjónvarp 4.2.2025 15:58
Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Sigurvilji, ný íslensk heimildamynd um Sigurbjörn Bárðarson tamningameistara og landsliðsþjálfara, verður frumsýnd laugardaginn 8. febrúar í Laugarásbíói. Myndin fer í kjölfarið í almennar sýningar í Laugarásbíói og í Bíóhúsinu á Selfossi. Lífið 3.2.2025 14:00
Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ólafur Darri Ólafsson leikari er fyrir löngu orðinn einn allra þekktasti leikari sem Ísland hefur alið af sér. Það skal því engan undra að hann fer með stærðarinnar hlutverk í annarri seríu af sjónvarpsþáttunum Severance sem eru í leikstjórn Ben Stiller. Ólafur segir að vinátta þeirra frá fornu fari, Walter Mitty dögunum á Íslandi, hafi orðið til þess að leikstjórinn hafi hóað í hann vegna hlutverksins. Bíó og sjónvarp 3.2.2025 07:00
Snerting ekki tilnefnd til Óskars Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna, kvikmyndin Snerting eftir Baltasar Kormák hlaut ekki náð fyrir augum Akademíunnar í ár. Myndin var á stuttlista og var meðal fimmtán bestu erlenda mynda sem eftir voru á lista en fyrir skemmstu var tilkynnt hvaða fimm myndir í flokknum verða tilnefndar til Óskarsins. Lífið 23. janúar 2025 13:44
Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Sigurjón Birgir Sigurðsson, betur þekktur sem Sjón, og leikstjórinn Robert Eggers leiða saman hesta sína á nýjan leik og hafa skrifað nýjan varúlfahrylling. Bíó og sjónvarp 22. janúar 2025 22:32
Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Baráttan í Hollywood er hörð í aðdraganda Óskarsverðlaunanna. Á fimmtudaginn verða tilnefningar til verðlaunanna kynntar, en núna í undanfaranum hefur mikil umræða farið fram um notkun gervigreindar í kvikmyndum, þar á meðal í tveimur kvikmyndum sem þykja líklegar til að verða tilnefndar. Bíó og sjónvarp 21. janúar 2025 15:38
Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Fjórði og síðasti þáttur af Vigdísi, sjónvarpsþáttum Vesturports um líf og störf Vigdísar Finnbogadóttur fór í loftið í gær. Það fór líklega ekki framhjá neinum enda lögðu margir orð í belg á samfélagsmiðlum og kepptist fólk við að lýsa skoðunum sínum á þáttunum og rifja upp minningar frá þessum tíma. Lífið 20. janúar 2025 14:02
Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Sigurjón Sighvatsson minnist vinar síns, David Lynch, sem eins áhrifamesta kvikmyndaleikstjóra sögunnar. Lynch hafi verið prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og var alltaf langt á undan sinni samtíð. Bíó og sjónvarp 19. janúar 2025 09:02
Illa bruggaðar Guðaveigar Fjórir íslenskir prestar fara til Spánar í leit að nýju messuvíni fyrir þjóðkirkjuna. Bílstjórinn forfallast og barnabarn hans, ung kona með drykkjuvandamál, kemur í ferðina í hans stað. Prestarnir sötra mikið vín, lenda í ýmsum hremmingum og komast í kast við lögin. Gagnrýni 17. janúar 2025 07:30
Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Vísir hefur tekið saman lista yfir 34 kvikmyndir sem koma út á árinu og er beðið eftir með eftirvæntingu. Ofurhetjumyndir, leiknar endurgerðir af teiknimyndum, hrollvekjur og íþróttamyndir eru áberandi en þar fyrir utan er von á alls konar góðgæti. Bíó og sjónvarp 16. janúar 2025 07:02
Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Hallgrímur Helgi Helgason, þýðandi, handritahöfundur og sonur Helga Skúlasonar leikara og leikstjóra, segir furðulegu ljósi brugðið upp af föður sínum í annars rómuðum þáttum um Vigdísi Finnbogadóttur. Menning 15. janúar 2025 13:49
Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Íslenska TikTok stjarnan Embla Wigum átti ævintýralegt kvöld í gær þegar hún skellti sér á forsýningu kvikmyndarinnar A Complete Unknown í London. Þar var hún í félagsskap stórstjarna á borð við Timothée Chalamet. Bíó og sjónvarp 15. janúar 2025 13:02
Krefur Disney um tíu milljarða dala Teiknarinn Buck Woodall segir Disney hafa stolið hugmyndum úr verkum hans og notað í tveimur teiknimyndum. Woodall óskar eftir skaðabótum upp á tíu milljarða Bandaríkjadala eða 2,5 prósentum af tekjum Moana. Bíó og sjónvarp 14. janúar 2025 15:18
Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Aðsóknarmet var slegið í Bíó Paradís í fyrra en sextíu þúsund manns lögðu leið sína í bíóið á Hverfisgötu. Framkvæmdastjóri er í skýjunum og segir að með fjölda gesta séu rekstraraðilar að ná langþráðu markmiði. Fleira hafi spilað inn í en ótrúlegar vinsældir hryllingsmyndar Demi Moore, The Substance. Bíó og sjónvarp 9. janúar 2025 20:02
Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Gagnrýnendur eru hrifnir af verstfirska hryllingstryllinum The Damned eftir Þórð Pálsson. Myndin var á dögunum frumsýnd í Bandaríkjunum þar sem hún var tekjuhæsta nýja myndin á opnunarhelginni. Bíó og sjónvarp 9. janúar 2025 11:53
„Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Aldís Amah Hamilton leikkona er nýtekin við sem formaður Samtaka grænkera á Íslandi. Hún segist spennt að taka við þessu nýja hlutverki og á ekki von á því að það hafi áhrif á starf hennar í leiklistinni. Hún segist hafa hafnað hlutverkum eftir að hún gerðist grænkeri en oftast hafi þetta val ekki mikil áhrif á starfið hennar. Lífið 9. janúar 2025 09:57
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Kristinn Hrafnsson lýsir í grein sinni áhyggjum af því að stór verkefni, eins og tökur á True Detective: Night Country á Íslandi, hafi tæmt sjóði Kvikmyndamiðstöðvarinnar. Það virðist hins vegar vera misskilningur hvernig endurgreiðslukerfið virkar og hvaða ávinningur fylgir því að fá svona stór verkefni til landsins. Skoðun 8. janúar 2025 16:30
Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Tekjuhæsta mynd ársins 2024 í íslenskum kvikmyndahúsum var íslenska kvikmyndin Snerting í leikstjórn Baltasars Kormáks. Næst tekjuhæsta myndin var Hollywood ofurhetjumyndin Deadpool & Wolverine. Bíó og sjónvarp 7. janúar 2025 15:21
„Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið „Það var eiginlega eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað á ferlinum mínum,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir leikkona um daginn sem Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands heimsótti settið við tökur á þáttaröðinni Vigdísi sem nú er í sýningu. Lífið 4. janúar 2025 11:28
Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Stuttmyndin Fár sem var seld til Disney+ á dögunum og er fyrsta íslenska stuttmyndin sem fer þangað inn. Stuttmyndin hefur síðan hún var frumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni, þar sem hún hlaut sérstaka viðurkenningu [e. Special mention] dómnefndar á Gullpálmanum, ferðast á yfir 130 kvikmyndahátíðir. Lífið 2. janúar 2025 14:31
Angus MacInnes er látinn Kanadíski leikarinn Angus MacInnes er látinn 77 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Jon Vander eða „Gullni leiðtogi“ í fyrstu Stjörnustríðsmyndinni. Lífið 31. desember 2024 10:20
RÚV og litla vandamálið Ég man þegar að það var eftirvænting eftir því að sjónvarpsefni kæmi út, ég er ekki að segja að þessi eftirvænting sé ekki til staðar lengur en það er langt síðan að jafn lítið hefur verið talað um íslenskt sjónvarp og innlenda þáttagerð, hvað þá sérstaklega leikið efni. Skoðun 30. desember 2024 08:00
Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson fer með hlutverk rússnesks fangavarðar í bandarísku ofurhetjumyndinni Kraven the Hunter. Lífið 27. desember 2024 10:37
Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Kvikmyndaárið 2024 er ekki að slá nein met, þó góðar og vel heppnaðar myndir hafi litið dagsins ljós. Leiðtogar Hollywood reiða sig enn á framhaldsmyndir og endurgerðir og virðast forðast að taka mikla sénsa og er mikið kvartað yfir því í heiminum þessa dagana. Lífið 26. desember 2024 09:00