Sjaldan snjóað jafn mikið á höfuðborgarsvæðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2015 11:35 Aðeins fimmtán sinnum frá árinu 1949 hefur mælst meiri snjókoma á einum sólahring. Vísir/Pjetur Það snjóaði gríðarlega á höfuðborgarsvæðinu í nótt en aðeins fimmtán sinnum frá árinu 1949 hefur mælst meiri snjókoma á einum sólahring. Snjódýpt í Reykjavík mældist í morgun 32 sentimetrar. Er það mesta snjódýpt í Reykjavík í nóvember síðan 1979 og sú fjórða mesta í Reykjavík frá stofnun Veðurstofu Íslands samkvæmt Sigurði Þór Guðjónssyni veðursagnfræðingi. Upp úr ellefu í gærkvöldi tók að snjóa í borginni en samkvæmt upplýsingum frá Birtu Líf Kristinsdóttir, vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands, snjóaði nær linnulaust til klukkan sex í morgun. Ekki gert var ráð fyrir svo mikilli ofankomu en síðdegis í gær var þó ljóst að nokkuð myndi snjóa um nóttina. Ástæðan fyrir að það snjóaði svo mikið og svo lengi var sú að éljabakkinn færðist mjög hægt yfir höfuðborgarsvæðið. Að sögn Birtu snjóaði mest á höfuðborgarsvæðinu sé litið til alls landsins en næst mesta snjódýptin mældist á Hólmavík, 24 sentimetrar. Snjómokstursmenn hafa staðið í ströngu við að moka götur en klukkan fjögur í nótt voru allar snjómoksturvélar ræstar út. Höfuðborgarbúum sem er illa við snjóinn geta þó huggað sig við það að ekki er útlit fyrir viðlíka snjókomu næstu dagana. „Það eru einhverjar líkur á éljum en ekkert í líkingu við það sem var í gærkvöldi og í nótt,“ segir Birta. „En það þarf líklega ekkert að segja Íslendingum það að spár geta breyst.“ Veður Tengdar fréttir Þungfært í íbúðargötum: Lögreglan varar fólk við að vera á ferðinni "Fólk er víða í basli,“ segir varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 28. nóvember 2015 10:57 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Það snjóaði gríðarlega á höfuðborgarsvæðinu í nótt en aðeins fimmtán sinnum frá árinu 1949 hefur mælst meiri snjókoma á einum sólahring. Snjódýpt í Reykjavík mældist í morgun 32 sentimetrar. Er það mesta snjódýpt í Reykjavík í nóvember síðan 1979 og sú fjórða mesta í Reykjavík frá stofnun Veðurstofu Íslands samkvæmt Sigurði Þór Guðjónssyni veðursagnfræðingi. Upp úr ellefu í gærkvöldi tók að snjóa í borginni en samkvæmt upplýsingum frá Birtu Líf Kristinsdóttir, vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands, snjóaði nær linnulaust til klukkan sex í morgun. Ekki gert var ráð fyrir svo mikilli ofankomu en síðdegis í gær var þó ljóst að nokkuð myndi snjóa um nóttina. Ástæðan fyrir að það snjóaði svo mikið og svo lengi var sú að éljabakkinn færðist mjög hægt yfir höfuðborgarsvæðið. Að sögn Birtu snjóaði mest á höfuðborgarsvæðinu sé litið til alls landsins en næst mesta snjódýptin mældist á Hólmavík, 24 sentimetrar. Snjómokstursmenn hafa staðið í ströngu við að moka götur en klukkan fjögur í nótt voru allar snjómoksturvélar ræstar út. Höfuðborgarbúum sem er illa við snjóinn geta þó huggað sig við það að ekki er útlit fyrir viðlíka snjókomu næstu dagana. „Það eru einhverjar líkur á éljum en ekkert í líkingu við það sem var í gærkvöldi og í nótt,“ segir Birta. „En það þarf líklega ekkert að segja Íslendingum það að spár geta breyst.“
Veður Tengdar fréttir Þungfært í íbúðargötum: Lögreglan varar fólk við að vera á ferðinni "Fólk er víða í basli,“ segir varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 28. nóvember 2015 10:57 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Þungfært í íbúðargötum: Lögreglan varar fólk við að vera á ferðinni "Fólk er víða í basli,“ segir varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 28. nóvember 2015 10:57