Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir var í kvöld kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttamanna en niðurstöður kosningarinnar voru kynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu.
Sjá einnig: Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins | Heimir þjálfari ársins
Þetta er í fyrsta sinn sem Eygló fær þessa viðurkenningu en hún náði frábærum árangri á árinu og vann m.a. til tveggja bronsverðlauna á EM í 25 metra laug í Ísrael fyrr í þessum mánuði.
Sjá einnig: Íþróttamaður ársins 2015 | Heildarniðurstöður kjörsins
Fótboltamaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson lenti í 2. sæti í kjörinu og sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir í því þriðja.
Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Silfurbergi í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum sem fylgja fréttinni.
Íþróttamaður ársins 2015 | Myndir
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn

Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir
Íslenski boltinn




Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn



„Skandall“ í gær en uppselt í dag
Fótbolti