Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. febrúar 2016 22:00 Allt niður í 9 ára gömul börn voru á ísnum í fylgd foreldra sinna. Mynd/Ingólfur Bruun „Þetta er bara tifandi tímasprengja og við þurfum að átta okkur á breyttum veruleika,“ segir leiðsögumaðurinn Ingólfur Bruun sem varð vitni að því þegar tugir ferðamanna hættu sér út á ísjaka í Jökulsárlóni í dag. Ingólfur tók meðfylgjandi myndir og myndskeið sem sýna hversu langt ferðamennirnir voru komnir út á ísilagt lónið. Reyndi Ingólfur að kalla til þeirra en ferðamennirnir voru komnir svo langt út að það reyndist ekki hægt að ná til þeirra. „Þau voru 200-300 metra frá landi. Þarna eru tveir stórir flekar og á milli þeirra, svona 150 metra frá landi er ísinn brotinn. Þar var fólkið, svona 30-40 manns, að tipla yfir,“ segir Ingólfur. Líkt og kom fram á Vísi fyrr í dag vakti selahópur forvitni ferðamannanna sem komu sér í land þegar þeim var bent á hættuna sem því fylgdi að ganga á ísilögðu lóninu.Sjá einnig: Ferðamennirnir ætluðu að skoða selaþyrpingu í bongóblíðuEkki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef einhver hefði fallið í lónið eða í gegnum ísinn svo langt frá landi en á meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig ferðamennirnir tipla á ísjökum til þess að komast í land. Ingólfur er leiðsögumaður og tíður gestur á Jökulsárlóni og segir það ljóst að gríðarleg sprenging hafi orðið í ferðamannastraumi til landsins. „Fyrir þremur árum voru kannski að koma sjö eða átta manns þarna á dag á þessum árstíma. Nú eru þarna mörg hundruð manns á hverjum degi.“ Myndskeiðið hér að neðan sýnir hversu langt hópurinn var kominn út á lóniðMyndskeiðið hér að neðan sýnir hvernig tipla þurfti á ísjökum til þess að komast í land.Meðfylgjandi myndir tók Ingólfur Bruun.Mynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur Bruun Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kenna ferðamönnum ábyrga hegðun Ný markaðsherferð Íslandsstofu miðar að því að kenna ferðamönnum ábyrga hegðun. 18. febrúar 2016 07:00 Ferðamennirnir ætluðu að skoða selaþyrpingu í bongóblíðu "Að mörgu leyti skil ég túristana eins og veðrið er,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson hjá Björgunarsveit Hornafjarðar. 18. febrúar 2016 16:23 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
„Þetta er bara tifandi tímasprengja og við þurfum að átta okkur á breyttum veruleika,“ segir leiðsögumaðurinn Ingólfur Bruun sem varð vitni að því þegar tugir ferðamanna hættu sér út á ísjaka í Jökulsárlóni í dag. Ingólfur tók meðfylgjandi myndir og myndskeið sem sýna hversu langt ferðamennirnir voru komnir út á ísilagt lónið. Reyndi Ingólfur að kalla til þeirra en ferðamennirnir voru komnir svo langt út að það reyndist ekki hægt að ná til þeirra. „Þau voru 200-300 metra frá landi. Þarna eru tveir stórir flekar og á milli þeirra, svona 150 metra frá landi er ísinn brotinn. Þar var fólkið, svona 30-40 manns, að tipla yfir,“ segir Ingólfur. Líkt og kom fram á Vísi fyrr í dag vakti selahópur forvitni ferðamannanna sem komu sér í land þegar þeim var bent á hættuna sem því fylgdi að ganga á ísilögðu lóninu.Sjá einnig: Ferðamennirnir ætluðu að skoða selaþyrpingu í bongóblíðuEkki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef einhver hefði fallið í lónið eða í gegnum ísinn svo langt frá landi en á meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig ferðamennirnir tipla á ísjökum til þess að komast í land. Ingólfur er leiðsögumaður og tíður gestur á Jökulsárlóni og segir það ljóst að gríðarleg sprenging hafi orðið í ferðamannastraumi til landsins. „Fyrir þremur árum voru kannski að koma sjö eða átta manns þarna á dag á þessum árstíma. Nú eru þarna mörg hundruð manns á hverjum degi.“ Myndskeiðið hér að neðan sýnir hversu langt hópurinn var kominn út á lóniðMyndskeiðið hér að neðan sýnir hvernig tipla þurfti á ísjökum til þess að komast í land.Meðfylgjandi myndir tók Ingólfur Bruun.Mynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur Bruun
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kenna ferðamönnum ábyrga hegðun Ný markaðsherferð Íslandsstofu miðar að því að kenna ferðamönnum ábyrga hegðun. 18. febrúar 2016 07:00 Ferðamennirnir ætluðu að skoða selaþyrpingu í bongóblíðu "Að mörgu leyti skil ég túristana eins og veðrið er,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson hjá Björgunarsveit Hornafjarðar. 18. febrúar 2016 16:23 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Kenna ferðamönnum ábyrga hegðun Ný markaðsherferð Íslandsstofu miðar að því að kenna ferðamönnum ábyrga hegðun. 18. febrúar 2016 07:00
Ferðamennirnir ætluðu að skoða selaþyrpingu í bongóblíðu "Að mörgu leyti skil ég túristana eins og veðrið er,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson hjá Björgunarsveit Hornafjarðar. 18. febrúar 2016 16:23