Innlent

Skiptinemar AFS í Ekvador allir óhultir

Bjarki Ármannsson skrifar
Skemmdir eftir jarðskjálftann eru miklar.
Skemmdir eftir jarðskjálftann eru miklar. Vísir/EPA
Fjórir íslenskir skiptinemar eru staddir í Ekvador, þar sem öflugur jarðskjálfti reið yfir í nótt, á vegum AFS-samtakanna. Samtökin hafa fengið það staðfest að öll fjögur eru óhult.

„Þegar svona gerist fer viðbragðsáætlun í gang hjá viðkomandi landi og við fengum það staðfest mjög fljótlega að það væru vísbendingar um að allir væru óhultir,“ segir Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi. „Svo núna í morgun var búið að hafa beint samband við alla, eða fjölskyldur allra.“

Að sögn Guðmundar liggur það nú fyrir að allir skiptinemar AFS í Ekvador, alls 71, eru óhultir.

Skjálftinn í nótt mældist 7,8 að stærð og er sá öflugasti í landinu frá árinu 1979. Að minnsta kosti 77 létu lífið og rúmlega 500 slösuðust.

Skemmdir eftir jarðskjálftann eru miklar, tugir bygginga hafa hrunið og að minnsta kosti ein brú.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×