Mannekla bindur hendur héraðssaksóknara í samráðsmáli Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2024 07:03 Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, þurfti að fækka störfum hjá embættinu um sx í fyrra vegna niðurskurðarkröfu í fjárlögum þessa árs. Vísir/Vilhelm Embætti héraðssaksóknara hefur ekki mannafla til þess að halda úti rannsókn á ólöglegu samráði Eimskipa og Samskipa á sama tíma og möguleg brot nálgast það að fyrnast. Sex starfsmönnum embættisins var sagt upp í fyrra vegna niðurskurðarkröfu stjórnvalda. Rannsókn héraðssaksóknara á meintum brotum stjórnenda skipafélaganna tveggja hófst árið 2014. Fjórir núverandi og fyrrverandi stjórnendur félaganna hafa haft stöðu sakbornings við rannsóknina. Samkeppniseftirlitið gerði Samskipum að greiða 4,2 milljarða króna í sekt vegna ólöglegs samráðs við Eimskip en síðarnefnda félagið gerði sátt við eftirlitið um að það greiddi 1,5 milljarða króna fyrir sinn þátt. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir málið enn skráð í rannsókn hjá embættinu en hún sé ekki virk í augnablikinu. Málið sé umfangsmikið og mannaflafrekt og embættið hafi einfaldlega ekki mannafla í að vinna það samfellt samhliða öðrum stórum málum. „Það er tíu ára fyrningartími á þessum brotum. Ég reikna með að taka stöðuna á því þegar við förum að hafa einhverjar lausar hendur,“ segir hann við Vísi. Sektirnar sem Samskipum og Eimskipum voru gerðar vörðuðu ólöglegt samráð sem Samkeppniseftirlitið sagði hafa átt sér stað á árunum 2008 til 2013. Að minnsta kosti hluti mögulegra lögbrota gæti því þegar verið fyrndur. „Það er reglulega farið yfir málastöðuna. Það er náttúrulega endalaus forgangsröðun í gangi eins og annars staðar í opinbera kerfinu,“ segir Ólafur Þór. Meiri niðurskurðarkrafa en annars staðar hjá löggæslu og í dómskerfi Nokkur stór mál sem komu upp árið 2019 hafa haldið stórum hópi starfsmanna héraðssaksóknaraembættisins uppteknum, meðal annars umfangsmikið peningaþvættismál þar sem hátt í fimmtíu manns hafa stöðu sakbornings og tengist stórum fíkniefnamálum. Þá kom mál Samherja í Namibíu inn á borð embættisins á sama tíma. Til að bæta gráu ofan á svart fékk embætti héraðssaksóknara á sig fimm prósent niðurskurðarkröfu í fjárlögum þessa árs. Ólafur Þór segir að fækkað hafi verið um sex störf hjá embættinu vegna þess í fyrra. Fækkað hafi verið á öllum sviðum embættisins, þar á meðal aðstoðarsaksóknurum og rannsakendum. Ólafur Þór segir að löggæsla og dómstólar hafi einnig fengið á sig niðurskurðarkröfu í fyrra en hún hafi verið innan við helmingur þess sem embætti hans þurfti að minnka við sig. „Einhverra hluta vegna var niðurskurðurinn dýpri hjá ákæruvaldinu en hjá þessum stofnunum sem við störfum í miklu návígi við. Þá verður náttúrulega slagsíða á því embætti sem er skorið meira niður en önnur. Það eru ekki mjög flókin vísindi,“ segir hann. Varðandi rannsóknina á samráðsmáli skipafélaganna segir Ólafur Þór að það sjái fyrir endann á rannsókn nokkurra þeirra stóru mála sem hafa haldið starfsmönnum embættisins frá því. „Þá förum við að ráðstafa þeim mannskap sem losnar og huga að því sem eftir stendur.“ Rekstur hins opinbera Dómsmál Samkeppnismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Tengdar fréttir Sátt Eimskipa við Samkeppniseftirlitið kom Samskipum ekki við Samskip hafði ekki hagsmuna að gæta í sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirliti í samráðsmáli fyrirtækjanna tveggja. Landsréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms sem hafði fallist á kröfur Samskipa um að reyna að fá sáttinni hnekkt. 26. september 2024 17:47 Krefur Eimskip og Samskip um þrjá milljarða króna í skaðabætur Alcoa Fjaðaál hefur stefnt Eimskip og Samskip og krafið félögin um tæpan 3,1 milljarð króna í skaðabætur vegna tjóns félagsins vegna meints samráðs skipafélaganna á árunum 2008 til 2013. Mat Eimskips er að ekkert tilefni sé til málsóknar Alcoa Fjarðaáls þar sem skilyrði skaðbótaskyldu séu ekki uppfyllt. 28. ágúst 2024 14:24 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Rannsókn héraðssaksóknara á meintum brotum stjórnenda skipafélaganna tveggja hófst árið 2014. Fjórir núverandi og fyrrverandi stjórnendur félaganna hafa haft stöðu sakbornings við rannsóknina. Samkeppniseftirlitið gerði Samskipum að greiða 4,2 milljarða króna í sekt vegna ólöglegs samráðs við Eimskip en síðarnefnda félagið gerði sátt við eftirlitið um að það greiddi 1,5 milljarða króna fyrir sinn þátt. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir málið enn skráð í rannsókn hjá embættinu en hún sé ekki virk í augnablikinu. Málið sé umfangsmikið og mannaflafrekt og embættið hafi einfaldlega ekki mannafla í að vinna það samfellt samhliða öðrum stórum málum. „Það er tíu ára fyrningartími á þessum brotum. Ég reikna með að taka stöðuna á því þegar við förum að hafa einhverjar lausar hendur,“ segir hann við Vísi. Sektirnar sem Samskipum og Eimskipum voru gerðar vörðuðu ólöglegt samráð sem Samkeppniseftirlitið sagði hafa átt sér stað á árunum 2008 til 2013. Að minnsta kosti hluti mögulegra lögbrota gæti því þegar verið fyrndur. „Það er reglulega farið yfir málastöðuna. Það er náttúrulega endalaus forgangsröðun í gangi eins og annars staðar í opinbera kerfinu,“ segir Ólafur Þór. Meiri niðurskurðarkrafa en annars staðar hjá löggæslu og í dómskerfi Nokkur stór mál sem komu upp árið 2019 hafa haldið stórum hópi starfsmanna héraðssaksóknaraembættisins uppteknum, meðal annars umfangsmikið peningaþvættismál þar sem hátt í fimmtíu manns hafa stöðu sakbornings og tengist stórum fíkniefnamálum. Þá kom mál Samherja í Namibíu inn á borð embættisins á sama tíma. Til að bæta gráu ofan á svart fékk embætti héraðssaksóknara á sig fimm prósent niðurskurðarkröfu í fjárlögum þessa árs. Ólafur Þór segir að fækkað hafi verið um sex störf hjá embættinu vegna þess í fyrra. Fækkað hafi verið á öllum sviðum embættisins, þar á meðal aðstoðarsaksóknurum og rannsakendum. Ólafur Þór segir að löggæsla og dómstólar hafi einnig fengið á sig niðurskurðarkröfu í fyrra en hún hafi verið innan við helmingur þess sem embætti hans þurfti að minnka við sig. „Einhverra hluta vegna var niðurskurðurinn dýpri hjá ákæruvaldinu en hjá þessum stofnunum sem við störfum í miklu návígi við. Þá verður náttúrulega slagsíða á því embætti sem er skorið meira niður en önnur. Það eru ekki mjög flókin vísindi,“ segir hann. Varðandi rannsóknina á samráðsmáli skipafélaganna segir Ólafur Þór að það sjái fyrir endann á rannsókn nokkurra þeirra stóru mála sem hafa haldið starfsmönnum embættisins frá því. „Þá förum við að ráðstafa þeim mannskap sem losnar og huga að því sem eftir stendur.“
Rekstur hins opinbera Dómsmál Samkeppnismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Tengdar fréttir Sátt Eimskipa við Samkeppniseftirlitið kom Samskipum ekki við Samskip hafði ekki hagsmuna að gæta í sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirliti í samráðsmáli fyrirtækjanna tveggja. Landsréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms sem hafði fallist á kröfur Samskipa um að reyna að fá sáttinni hnekkt. 26. september 2024 17:47 Krefur Eimskip og Samskip um þrjá milljarða króna í skaðabætur Alcoa Fjaðaál hefur stefnt Eimskip og Samskip og krafið félögin um tæpan 3,1 milljarð króna í skaðabætur vegna tjóns félagsins vegna meints samráðs skipafélaganna á árunum 2008 til 2013. Mat Eimskips er að ekkert tilefni sé til málsóknar Alcoa Fjarðaáls þar sem skilyrði skaðbótaskyldu séu ekki uppfyllt. 28. ágúst 2024 14:24 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Sátt Eimskipa við Samkeppniseftirlitið kom Samskipum ekki við Samskip hafði ekki hagsmuna að gæta í sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirliti í samráðsmáli fyrirtækjanna tveggja. Landsréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms sem hafði fallist á kröfur Samskipa um að reyna að fá sáttinni hnekkt. 26. september 2024 17:47
Krefur Eimskip og Samskip um þrjá milljarða króna í skaðabætur Alcoa Fjaðaál hefur stefnt Eimskip og Samskip og krafið félögin um tæpan 3,1 milljarð króna í skaðabætur vegna tjóns félagsins vegna meints samráðs skipafélaganna á árunum 2008 til 2013. Mat Eimskips er að ekkert tilefni sé til málsóknar Alcoa Fjarðaáls þar sem skilyrði skaðbótaskyldu séu ekki uppfyllt. 28. ágúst 2024 14:24