Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 23-26 | Valur jafnaði metin Guðmundur Marinó Ingvarsson í Mosfellsbæ skrifar 25. apríl 2016 21:30 vísir/stefán Valur jafnaði einvígi sitt við Aftureldingu í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann annan leik liðanna 26-23 í Mosfellsbæ í kvöld. Valur tók frumkvæðið í leiknum strax í upphafi og lét það í raun aldrei af hendi þó mikil spenna hafi verið í leiknum. Valur skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og náði þar tveggja marka forystu 13-11. Á áttundu mínútu seinni hálfleiks fékk Jóhann Gunnar Einarsson að líta rauða spjaldið og Afturelding þremur mörkum undir. Afturelding var án Árna Braga Eyjólfssonar og Böðvars Páls Ásgeirssonar og máttu illa við að missa þriðja lykilmanninn útaf. Valur var einnig án sterkra leikmanna vegna meiðsla en Valur er með mun meiri breidd og mátti meira við skakkaföllunum sem gengið hafa yfir liðin. Valur hélt nokkuð öruggri forystu allan seinni hálfleikinn og jafnaði metin í einvíginu 1-1 en liðin mætast næst í Valshöllinni á fimmtudagskvöld. Gríðarlegur hiti var í leiknum og hart tekist á. Dómaraparið valdi þá línu að reka útaf fyrir litlar sakir og fyrir vikið voru liðin útaf í 32 mínútur í leiknum og þar af voru þrjú bein rauð spjöld dregin á loft. Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson dómarar réðu illa við stærð verkefnisins og misstu leikinn mjög fljótt úr höndunum. Dómararnir réðu þó ekki úrslitum. Heimamenn gerðu sig seka um mikinn fjölda mistaka. Töpuðu boltanum oft án pressu Vals og geta heimamenn í raun sjálfum sér um kennt að hafa ekki átt meiri möguleika í lokin. Geir Guðmundsson fór mikinn fyrir Val og þá ekki síst í seinni hálfleik þegar hann dró vagninn með hverju markinu á fætur öðru. Hlynur Morthens stóð einnig fyrir sínu í markinu og Sveinn Aron Sveinsson var drjúgur en líklegt er að hann missa af þriðja leiknum vegna leikbanns. Davíð Svansson átti mjög góðan leik í marki Aftureldingar en liðið náði sér ekki á strik sóknarlega í leiknum. Geir: Þetta var alveg ruglaðGeir Guðmundsson hafði engan áhuga á því að setjast í bekkinn í dag til að horfa á Ólaf Stefánsson spila. Geir lék frábærlega og dró vagninn í seinni hálfleik. „Það þýðir ekkert að leyfa gamla manninum að spila,“ sagði Geir léttur og bætti strax við; „það er gott að hitta á góðan leik hjá mér. Það er fín hvatning að hafa Óla á bekknum. „Hann er flottur fyrir hópinn og kemur með góða punkta fyrir mann.“ Það var gríðarlegur hiti í leiknum en Geir hafði engan áhuga á að tjá sig um dómara leiksins eða þeirra hlut í því að upp úr sauð nokkrum sinnum í leiknum. „Þetta var alveg ruglað. Það voru þrjú rauð spjöld og sjaldan lékum við sex á sex. Þetta er eins skemmtilegt og það gerist. Alvöru átök og svo eru allir vinir eftir leik.“ Valsmenn voru ekki komnir upp við vegg eftir tap á heimavelli í fyrsta leik en liðið þurfti að vinna leik í Mosfellsbænum til að halda vonum sínum á lífi í keppninni. „Við þurftum að vinna sigur í kvöld. Það er mjög gott fyrir framhaldið í þessu einvígi,“ sagði Geir. Mosfellingar fjölmenntu í húsið í kvöld en fjöldanum var ekki fyrir að fara hjá Val þó nokkur hópur þeirra hafi látið vel í sér heyra í stúkunni. „Ég held að það spili inni í að Valur hafi verið að keppa í meistarakeppninni í fótboltanum. Ég held að lungan úr fólkinu hafi farið á það en það var fámennt en mjög góðmennt. Menn mættu í búningum og með trommur og voru með læti. Ég var mjög ánægður með þá sem mættu.“ Einar Andri: Of mikið af barnalegum mistökum„Mínir leikmenn voru ekki nógu einbeittir í dag og gerðu mikið af barnalegum mistökum. Við þurfum að byrja á því að líta í eigin barm,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar. „Við erum með 15 tapaða bolta í leiknum og örugglega fimm tapaða þar sem engin pressa er á okkur eða neitt. Við vorum að reyna að koma til baka í seinni hálfleik, þrjú, fjögur undir og þá gerum við hrikalega heimskuleg mistök og þess vegna náum við ekki að fara nær.“ Bæði lið söknuðu lykilmanna vegna meiðsla en breiddin hjá Aftureldingu er minni en hjá Val og það hafði sín áhrif á leikinn. „Ég get bara svarað fyrir mitt lið. Árni (Bragi Eyjólfsson) og Böddi (Böðvar Páll Ásgeirsson) meiddust í síðasta leik. Við höfðum lítil tíma til að bregðast við og vinna í hlutunum. Það var áfall stuttu fyrir leik en menn komu og lögðu allt í þetta. Ég hef ekki út á neinn að setja,“ sagði Einar Andri. Bæði Böðvar og Árni meiddust á öxl og er óljóst hvort þeir verði með í næsta leik á fimmtudaginn. „Það er vonlaust að segja til um það. Böðvar fer í myndatöku á morgun. Þeir vilja gá hvort eitthvað hafi slitnaði í öxlinni. Ef ekki gæti verið stutt í hann. Mér þykir samt ólíklegt að þeir verði með á fimmtudag.“ Jóhann Gunnar Einarsson var rekinn af leikvelli með rautt spjald á áttundu mínútu seinni hálfleiks og munaði ekki síður um það í liði Aftureldingar. „Mér er sagt að hann hafi ekki snert andlitið og það er mjög alvarlegt mál ef það er. Þetta er stórt atvik en ég á eftir að sjá það aftur. „Jóhann er búinn að vera stórkostlegur í úrslitakeppninni. En það á ekki að koma svona mikið að sök,“ sagði Einar Andri um rauða spjaldið á Jóhann Gunnar. Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Valur jafnaði einvígi sitt við Aftureldingu í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann annan leik liðanna 26-23 í Mosfellsbæ í kvöld. Valur tók frumkvæðið í leiknum strax í upphafi og lét það í raun aldrei af hendi þó mikil spenna hafi verið í leiknum. Valur skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og náði þar tveggja marka forystu 13-11. Á áttundu mínútu seinni hálfleiks fékk Jóhann Gunnar Einarsson að líta rauða spjaldið og Afturelding þremur mörkum undir. Afturelding var án Árna Braga Eyjólfssonar og Böðvars Páls Ásgeirssonar og máttu illa við að missa þriðja lykilmanninn útaf. Valur var einnig án sterkra leikmanna vegna meiðsla en Valur er með mun meiri breidd og mátti meira við skakkaföllunum sem gengið hafa yfir liðin. Valur hélt nokkuð öruggri forystu allan seinni hálfleikinn og jafnaði metin í einvíginu 1-1 en liðin mætast næst í Valshöllinni á fimmtudagskvöld. Gríðarlegur hiti var í leiknum og hart tekist á. Dómaraparið valdi þá línu að reka útaf fyrir litlar sakir og fyrir vikið voru liðin útaf í 32 mínútur í leiknum og þar af voru þrjú bein rauð spjöld dregin á loft. Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson dómarar réðu illa við stærð verkefnisins og misstu leikinn mjög fljótt úr höndunum. Dómararnir réðu þó ekki úrslitum. Heimamenn gerðu sig seka um mikinn fjölda mistaka. Töpuðu boltanum oft án pressu Vals og geta heimamenn í raun sjálfum sér um kennt að hafa ekki átt meiri möguleika í lokin. Geir Guðmundsson fór mikinn fyrir Val og þá ekki síst í seinni hálfleik þegar hann dró vagninn með hverju markinu á fætur öðru. Hlynur Morthens stóð einnig fyrir sínu í markinu og Sveinn Aron Sveinsson var drjúgur en líklegt er að hann missa af þriðja leiknum vegna leikbanns. Davíð Svansson átti mjög góðan leik í marki Aftureldingar en liðið náði sér ekki á strik sóknarlega í leiknum. Geir: Þetta var alveg ruglaðGeir Guðmundsson hafði engan áhuga á því að setjast í bekkinn í dag til að horfa á Ólaf Stefánsson spila. Geir lék frábærlega og dró vagninn í seinni hálfleik. „Það þýðir ekkert að leyfa gamla manninum að spila,“ sagði Geir léttur og bætti strax við; „það er gott að hitta á góðan leik hjá mér. Það er fín hvatning að hafa Óla á bekknum. „Hann er flottur fyrir hópinn og kemur með góða punkta fyrir mann.“ Það var gríðarlegur hiti í leiknum en Geir hafði engan áhuga á að tjá sig um dómara leiksins eða þeirra hlut í því að upp úr sauð nokkrum sinnum í leiknum. „Þetta var alveg ruglað. Það voru þrjú rauð spjöld og sjaldan lékum við sex á sex. Þetta er eins skemmtilegt og það gerist. Alvöru átök og svo eru allir vinir eftir leik.“ Valsmenn voru ekki komnir upp við vegg eftir tap á heimavelli í fyrsta leik en liðið þurfti að vinna leik í Mosfellsbænum til að halda vonum sínum á lífi í keppninni. „Við þurftum að vinna sigur í kvöld. Það er mjög gott fyrir framhaldið í þessu einvígi,“ sagði Geir. Mosfellingar fjölmenntu í húsið í kvöld en fjöldanum var ekki fyrir að fara hjá Val þó nokkur hópur þeirra hafi látið vel í sér heyra í stúkunni. „Ég held að það spili inni í að Valur hafi verið að keppa í meistarakeppninni í fótboltanum. Ég held að lungan úr fólkinu hafi farið á það en það var fámennt en mjög góðmennt. Menn mættu í búningum og með trommur og voru með læti. Ég var mjög ánægður með þá sem mættu.“ Einar Andri: Of mikið af barnalegum mistökum„Mínir leikmenn voru ekki nógu einbeittir í dag og gerðu mikið af barnalegum mistökum. Við þurfum að byrja á því að líta í eigin barm,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar. „Við erum með 15 tapaða bolta í leiknum og örugglega fimm tapaða þar sem engin pressa er á okkur eða neitt. Við vorum að reyna að koma til baka í seinni hálfleik, þrjú, fjögur undir og þá gerum við hrikalega heimskuleg mistök og þess vegna náum við ekki að fara nær.“ Bæði lið söknuðu lykilmanna vegna meiðsla en breiddin hjá Aftureldingu er minni en hjá Val og það hafði sín áhrif á leikinn. „Ég get bara svarað fyrir mitt lið. Árni (Bragi Eyjólfsson) og Böddi (Böðvar Páll Ásgeirsson) meiddust í síðasta leik. Við höfðum lítil tíma til að bregðast við og vinna í hlutunum. Það var áfall stuttu fyrir leik en menn komu og lögðu allt í þetta. Ég hef ekki út á neinn að setja,“ sagði Einar Andri. Bæði Böðvar og Árni meiddust á öxl og er óljóst hvort þeir verði með í næsta leik á fimmtudaginn. „Það er vonlaust að segja til um það. Böðvar fer í myndatöku á morgun. Þeir vilja gá hvort eitthvað hafi slitnaði í öxlinni. Ef ekki gæti verið stutt í hann. Mér þykir samt ólíklegt að þeir verði með á fimmtudag.“ Jóhann Gunnar Einarsson var rekinn af leikvelli með rautt spjald á áttundu mínútu seinni hálfleiks og munaði ekki síður um það í liði Aftureldingar. „Mér er sagt að hann hafi ekki snert andlitið og það er mjög alvarlegt mál ef það er. Þetta er stórt atvik en ég á eftir að sjá það aftur. „Jóhann er búinn að vera stórkostlegur í úrslitakeppninni. En það á ekki að koma svona mikið að sök,“ sagði Einar Andri um rauða spjaldið á Jóhann Gunnar.
Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira