Handbolti

Al­dís Ásta og stöllur einum sigri frá úr­slitunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aldís Ásta Heimisdóttir lék vel fyrir Skara í dag.
Aldís Ásta Heimisdóttir lék vel fyrir Skara í dag. vísir/hulda margrét

Skara, sem Aldís Ásta Heimisdóttir leikur með, vantar aðeins einn sigur til að komast í úrslitaeinvígið um sænska meistaratitilinn í handbolta.

Skara sigraði Skuru í dag, 27-28, og komst þar með í 2-0 í einvígi liðanna. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaeinvígið.

Aldís skoraði sex mörk fyrir Skara og var næstmarkahæst í liðinu á eftir Melaine Felber sem skoraði átta mörk.

Skara komst fjórum mörkum yfir, 23-27, þegar fimm mínútur voru eftir. Skuru skoraði næstu þrjú mörk leiksins en Felber róaði taugar deildarmeistarana þegar hún skoraði 28. mark þeirra. Skuru gerði síðasta mark leiksins en Skuru fagnaði sigri.

Þriðji leikur liðanna fer fram á heimavelli Skara á föstudaginn en vinni Aldís og stöllur hennar hann komast þær í úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×