Dansaði í gegnum vörn Bayern og tryggði Atlético sigur | Sjáðu sigurmarkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2016 20:30 Saúl fagnar marki sínu með liðsfélögum sínum hjá Atletico Madrid. Vísir/Getty Atlético Madrid steig stórt skref í átt að því að slá annað stórlið út úr Meistaradeildinni þegar liðið vann 1-0 sigur á Bayern München í kvöld í fyrri undanúrslitaleik liðanna. Atlético Madrid sló Barcelona út í átta liða úrslitunum og er nú í fínum málum fyrir seinni leikinn í Þýskalandi. Það lið sem hefur betur mætir annaðhvort Manchester City eða Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Jan Oblak, markvörður Atlético Madrid, hélt marki sínu hreinu í 23. sinn á tímabilinu og það verður allt annað en auðvelt fyrir leikmenn Bayern München að opna frábæra vörn Atlético-liðsins í seinni leiknum. Sigurmarkið skoraði ungur Spánverji og mark í svona gæðaflokki á svo sannarlega skilið að tryggja liði sigur í mikilvægum leik í Meistaradeildinni. Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid, setti leikinn frábærlega upp fyrir sitt lið eins og oft áður á tímabilinu og það lítur út fyrir að Barcelona-boltinn henti ekki vel á móti hans liðum. Bayern München spilaði betur í seinni hálfleiknum en tókst ekki að skora eins og mörgum öðrum sterkum liðum á móti Atlético á þessu tímabili. Saúl Níguez kom Atlético Madrid í 1-0 strax á 11. mínútu með frábæru marki þar sem hann dansaði í gegnum vörn Bayern München og lagði síðan boltann í fjærhornið. Þetta var svona mark sem flestir héldu að Lionel Messi gæti bara skorað en hinn 21 árs gamli Saúl Níguez sýndi með þessum tilþrifum að hann á framtíðina fyrir sér. Bayern München var mun meira með boltann en gekk illa að opna vörn Atlético. Arturo Vidal átti reyndar skalla sem var bjargað á línu stuttu eftir markið en aðeins algjör klaufaskapur varnarmannsins Jose Maria Gimenez hefði þurft til ef að sá bolti átti að enda í markinu. Stuðningsmenn Bæjarar héldu um tíma að Douglas Costa hefði jafnað metin með skoti úr aukaspyrnu á 25. mínútu en skot hans endaði í hliðarnetinu. David Alaba var mjög óheppinn að jafna ekki metin á 54. mínútu þegar frábært langskot hans fór í slána og niður. Atlético-menn höfðu þá heppnina með sér en skotið kom upp úr engu. Bayern byrjaði seinni hálfleikinn vel og Jan Oblak gerði vel í að verja skalla Javi Martinez skömmu síðar. Oblak varði líka vel frá Arturo Vidal á 74. mínútu en aðeins tveimur mínútur síðar slapp Fernando Torres óvænt í gegn eftir sendingu Koke en skot Torres fór í stöngina. Arturo Vidal fékk ágætt færi í uppbótartíma leiksins en Oblak varði lélegt skot hans og síðasti möguleiki Bayern-liðsins rann út í sandinn. Leikur Atlético Madrid og Bayern München var mun meiri skemmtun en fyrri leikur Manchester City og Real Madrid í gær sem endaði með markalausu jafntefli. Það er hinsvegar enn mikil spenna í báðum viðureignum.Þvílíkt mark hjá Saúl Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Sjá meira
Atlético Madrid steig stórt skref í átt að því að slá annað stórlið út úr Meistaradeildinni þegar liðið vann 1-0 sigur á Bayern München í kvöld í fyrri undanúrslitaleik liðanna. Atlético Madrid sló Barcelona út í átta liða úrslitunum og er nú í fínum málum fyrir seinni leikinn í Þýskalandi. Það lið sem hefur betur mætir annaðhvort Manchester City eða Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Jan Oblak, markvörður Atlético Madrid, hélt marki sínu hreinu í 23. sinn á tímabilinu og það verður allt annað en auðvelt fyrir leikmenn Bayern München að opna frábæra vörn Atlético-liðsins í seinni leiknum. Sigurmarkið skoraði ungur Spánverji og mark í svona gæðaflokki á svo sannarlega skilið að tryggja liði sigur í mikilvægum leik í Meistaradeildinni. Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid, setti leikinn frábærlega upp fyrir sitt lið eins og oft áður á tímabilinu og það lítur út fyrir að Barcelona-boltinn henti ekki vel á móti hans liðum. Bayern München spilaði betur í seinni hálfleiknum en tókst ekki að skora eins og mörgum öðrum sterkum liðum á móti Atlético á þessu tímabili. Saúl Níguez kom Atlético Madrid í 1-0 strax á 11. mínútu með frábæru marki þar sem hann dansaði í gegnum vörn Bayern München og lagði síðan boltann í fjærhornið. Þetta var svona mark sem flestir héldu að Lionel Messi gæti bara skorað en hinn 21 árs gamli Saúl Níguez sýndi með þessum tilþrifum að hann á framtíðina fyrir sér. Bayern München var mun meira með boltann en gekk illa að opna vörn Atlético. Arturo Vidal átti reyndar skalla sem var bjargað á línu stuttu eftir markið en aðeins algjör klaufaskapur varnarmannsins Jose Maria Gimenez hefði þurft til ef að sá bolti átti að enda í markinu. Stuðningsmenn Bæjarar héldu um tíma að Douglas Costa hefði jafnað metin með skoti úr aukaspyrnu á 25. mínútu en skot hans endaði í hliðarnetinu. David Alaba var mjög óheppinn að jafna ekki metin á 54. mínútu þegar frábært langskot hans fór í slána og niður. Atlético-menn höfðu þá heppnina með sér en skotið kom upp úr engu. Bayern byrjaði seinni hálfleikinn vel og Jan Oblak gerði vel í að verja skalla Javi Martinez skömmu síðar. Oblak varði líka vel frá Arturo Vidal á 74. mínútu en aðeins tveimur mínútur síðar slapp Fernando Torres óvænt í gegn eftir sendingu Koke en skot Torres fór í stöngina. Arturo Vidal fékk ágætt færi í uppbótartíma leiksins en Oblak varði lélegt skot hans og síðasti möguleiki Bayern-liðsins rann út í sandinn. Leikur Atlético Madrid og Bayern München var mun meiri skemmtun en fyrri leikur Manchester City og Real Madrid í gær sem endaði með markalausu jafntefli. Það er hinsvegar enn mikil spenna í báðum viðureignum.Þvílíkt mark hjá Saúl
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Sjá meira