Atletico Madrid í úrslit Meistaradeildarinnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. maí 2016 20:30 Atletico Madrid er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir 2-1 tap gegn Bayern í kvöld í stórkostlegum leik. Fyrri leikur liðanna fór 1-0 í Madrid og Atletico fer því í úrslit á útivallarmarkinu. Andstæðingur Atletico í úrslitaleiknum verður annað hvort Real Madrid eða Man. City. Það tók Bayern 30 mínútur að brjóta Atletico niður. Þá skoraði Xabi Alonso beint úr aukaspyrnu. Lukkan var reyndar með honum í liði því boltinn fór af Jose Maria Gimenez og breytti því um stefnu. Aðeins fjórum mínútum síðar var Gimenez aftur í eldlínunni er hann braut á Javi Martinez og víti dæmt. Thomas Müller tók vítið en Jan Oblak varði frá honum. Það voru aðeins nokkrar mínútur liðnar af síðari hálfleik er Antoine Griezmann slapp í gegnum vörn Bayern eftir laglega sendingu frá Fernando Torres. Hann lagði boltann smekklega í netið. Hann virkaði þó ansi nærri því að vera rangstæður. 1-1 og það þýddi að Bayern yrði að skora tvö mörk í viðbót til þess að komast í úrslitaleikinn. Bæjarar gáfust ekki upp og rúmum stundarfjórðungi fyrir leikslok náði Robert Lewandowski að skalla boltann í netið og setja allt í háaloft. Átta mínútum fyrir leikslok var brotið á Fernando Torres og vítaspyrna dæmd. Glórulaus dómur þar sem brotið var klárlega utan vítateigs. Réttlætinu var síðan fullnægt er Manuel Neuer varði vítaspyrnu Torres. Bayern sótti grimmt undir lokin en náði ekki að skora. Fyrsta mark leiksins má sjá hér að ofan en hin mörkin hér að neðan.Griezmann jafnar. Lewandowski kemur Bayern í 2-1. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Atletico Madrid er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir 2-1 tap gegn Bayern í kvöld í stórkostlegum leik. Fyrri leikur liðanna fór 1-0 í Madrid og Atletico fer því í úrslit á útivallarmarkinu. Andstæðingur Atletico í úrslitaleiknum verður annað hvort Real Madrid eða Man. City. Það tók Bayern 30 mínútur að brjóta Atletico niður. Þá skoraði Xabi Alonso beint úr aukaspyrnu. Lukkan var reyndar með honum í liði því boltinn fór af Jose Maria Gimenez og breytti því um stefnu. Aðeins fjórum mínútum síðar var Gimenez aftur í eldlínunni er hann braut á Javi Martinez og víti dæmt. Thomas Müller tók vítið en Jan Oblak varði frá honum. Það voru aðeins nokkrar mínútur liðnar af síðari hálfleik er Antoine Griezmann slapp í gegnum vörn Bayern eftir laglega sendingu frá Fernando Torres. Hann lagði boltann smekklega í netið. Hann virkaði þó ansi nærri því að vera rangstæður. 1-1 og það þýddi að Bayern yrði að skora tvö mörk í viðbót til þess að komast í úrslitaleikinn. Bæjarar gáfust ekki upp og rúmum stundarfjórðungi fyrir leikslok náði Robert Lewandowski að skalla boltann í netið og setja allt í háaloft. Átta mínútum fyrir leikslok var brotið á Fernando Torres og vítaspyrna dæmd. Glórulaus dómur þar sem brotið var klárlega utan vítateigs. Réttlætinu var síðan fullnægt er Manuel Neuer varði vítaspyrnu Torres. Bayern sótti grimmt undir lokin en náði ekki að skora. Fyrsta mark leiksins má sjá hér að ofan en hin mörkin hér að neðan.Griezmann jafnar. Lewandowski kemur Bayern í 2-1.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“