Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Flott kveðja hjá strákunum Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 6. júní 2016 21:15 Strákarnir fagna marki Alfreðs Finnbogasonar. vísir/eyþór EM-fararnir í karlalandsliði Íslands skildu við brosandi stuðningsmenn sína í Laugardalnum í kvöld eftir 4-0 sigur á Liechtenstein í æfingaleik. Yfirburðir Íslands voru miklir og sigurinn hefði getað orðið töluvert stærri í síðasta leik liðsins undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck á Íslandi. Sigurinn er flott veganesti fyrir ferðalagið til Frakklands á morgun. Strákarnir mæta Portúgölum í fyrsta leik á EM þriðjudaginn 14. júní. Gestirnir fengu smjörþefinn af því sem koma skildi strax á þriðju mínútu þegar Ragnar Sigurðsson skallaði yfir af markteig eftir hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar. Áhorfendur létu vel í sér heyra í kvöld og stúkurnar tvær voru nýbyrjaðar að kalla sín á milli „Áfram Ísland“ þegar fyrsta markið leit dagsins ljós. Það kom ekki úr óvæntri átt því Kolbeinn Sigþórsson skoraði sitt 20. mark í 39 leikjum. Alfreð Finnbogason var á skotskónum í kvöld og nýtti tækifærið vel í byrjunarliðinu.Vísir/EyþórKolbeinn spilaði í fremstu víglínu með Alfreð Finnbogasyni en íslenska liðinu hefur ekki vegnað vel með þá félaga saman í framlínunni til þessa. Kolbeinn hafði nokkuð hægt um sig í fyrri hálfleiknum en Alfreð var líflegri og ætlaði greinilega að nýta tækifærið í byrjunarliðinu. Alfreð kemur fullur sjálfstrausts inn á EM eftir framúrskarandi frammistöðu með Augsburg í þýsku deildinni. Yfirburðir Íslands voru töluverðir en þó ekki án veikleikamerkja. Hannes Þór þurfti tvívegis að taka á honum stóra sínum í fyrri hálfleik. Í fyrra skiptið varði hann með fótunum af stuttu færi en í það síðara hörkuskot utan af velli. Þess utan greip hann vel inn í og minnti alla á að hann er fyrsti kosturinn á milli stanganna. Hápunktur fyrri hálfleiksins var viðstöðulaust þrumuskot Birkis Más Sævarssonar á 20. mínútu sem söng efst í markhorninu. Fyrsta mark bakvarðarins fyrir landsliðið en Birkir Már hefur verið besti kosturinn í stöðuna í tæpan áratug en oft fengið óvægna gagnrýni. Hann verður í byrjunarliðinu gegn Portúgal í Saint-Étienne og handsalaði þann samning með þessu draumamarki.Gylfi Þór Sigurðsson átti fínan leik á miðjunni.Vísir/EyþórSverrir Ingi Ingason minnti á hve hættulegur hann er í föstum leikatriðum þegar hann skallaði hornspyrnu Jóhanns Berg yfri af markteig. Mikill fengur að hafa Sverri í hornspyrnum og aukaspyrnum en hann verður þó áfram þriðji kostur í miðvörðinn nái Kári Árnason að hrista af sér flensuna sem hefur verið að hrjá hann. Áður en hálfleikurinn var allur þjörmuðu Gylfi Þór og Arnór Ingvi að gestunum með þrumuskotum áður en Alfreð hamraði boltann í netið af stuttu færi. Forystan 3-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var ágæt skemmtun þótt ekki væri um sömu markaveislu að ræða. Eiður Smári kom inn á snemma í hálfleiknum og var mikið í boltanum. Félagar hans á vellinum virtust hins vegar oft á tíðum full uppteknir af því að leyfa honum að skora mark. Það bar loks árangur tæpum tíu mínútum fyrir leikslok eftir frábæran undirbúning Gylfa og Theodórs Elmars. Skömmu áður hafði hann brennt af tveimur dauðafærum og litlu seinna björguðu gestirnir á ævintýralegan hátt þrumuskoti Eiðs úr teignum sem stefndi í vinkilinn.Jóhann Berg Guðmundsson var líflegur á kantinum í fyrri hálfleiknum.Vísir/EyþórHannes Þór hafði lítið sem ekkert að gera í rammanum og vallargestir skemmtu sér ljómandi vel enda var ýmislegt sem gladdi augað í Laugardalnum. Sigur vannst sem var krafan gegn liði sem situr í 168. sæti styrkleikalista FIFA. Liðið átti flotta spilkafla, þurftu að hafa lítið fyrir hlutunum en virkuðu á stundum ögn kærulausir. Leikmenn unnu hins vegar boltann jafnharðan aftur þegar hann tapaðist og yfirburðirnir á vellinum voru miklir. Þrátt fyrir að hafa glímt við meiðsli og hafa átt erfiðan vetur í Frakklandi skoraði Kolbeinn. Alfreð var mjög sprækur í fyrri hálfleiknum sem veit á gott fyrir EM. Aron Einar var venjulega akkerið á miðjunni en virkar ekki í frábæru leikformi. Hann spilaði þó allan leikinn en það er algjört lykilatriði að hann verði klár í slaginn eftir viku gegn Portúgölum. Strákarnir halda utan á morgun til bæjarsins Annecy í frönsku ölpunum þar sem æft verður fram að leiknum gegn Cristiano Ronaldo og félögum í Saint-Étienne þriðjudaginn 14. júní. Sverrir Ingi: Hefði klárlega átt að skora þarna Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í hjarta varnarinnar þegar Ísland vann 4-0 sigur á Liechtenstein í general-prufunni fyrir EM á Laugardalsvellinum í kvöld. Sverrir kvaðst ánægður með leikinn og það sem íslenska liðið fékk út úr honum. „Það voru ýmis atriði sem var lagt upp með fyrir leikinn og ég held að við höfum svarað kalli þjálfarana í kvöld,“ sagði Sverrir eftir leik. Ísland komst yfir á 10. mínútu þegar Kolbeinn Sigþórsson skoraði sitt tuttugasta landsliðsmark. Sverrir segir að það hafi verið þægilegt að fá mark svona snemma. „Klárlega, það er alltaf gott að skora snemma á móti svona liðum, þar sem þú ert meira með boltann. Við hreyfðum boltann vel milli kanta og skoruðum fjögur góð mörk,“ sagði Sverrir. Hann segir mikinn heiður að spila með manni eins og Eiði Smára Guðjohnsen sem skoraði fjórða og síðasta mark Íslands á 82. mínútu. „Maður var bara lítill gutti þegar hann var að vinna alla þessa stóru titla í Evrópu. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í þessu og maður lærir ótrúlega mikið af því að vera í kringum þessa leikmenn,“ sagði Sverrir sem fékk dauðafæri til að skora í þriðja landsleiknum í röð en skallaði yfir. „Boltinn sleikti slána en ég hefði klárlega átt að skora þarna. Það hefði verið ótrúlegt að skora í þremur landsleikjum í röð. Kannski á maður þetta inni í Frakklandi,“ sagði Sverrir sem gerir sér engar vonir um að vera í byrjunarliðinu gegn Portúgal í fyrsta leik á EM. Hann segist hins vegar vera klár ef kallið kemur.Arnór Ingvi: Verður bara að koma í ljós hvort ég byrji Arnór Ingvi Traustason lék fyrstu 69 mínúturnar þegar Ísland bar sigurorð af Liechtenstein, 4-0, í síðasta leiknum fyrir EM á Laugardalsvellinum í kvöld. „Við erum tiltölulega ánægðir þótt við hefðum getað gert eitthvað betur. 4-0 var flott,“ sagði Arnór Ingvi sem sagði gott að fá fyrsta markið snemma í leiknum. „Það var ekki nein pressa á okkur. Við ætluðum bara að gera það sem við ætluðum að gera. En það var gott að fá markið svona snemma, þá gat maður andað léttar,“ sagði Arnór Ingvi sem kvaðst nokkuð sáttur með sitt framlag í leiknum í kvöld. „Ég kom ágætlega inn í þetta þótt það sé alltaf hægt að gera eitthvað betur,“ sagði Arnór Ingvi. En gerir hann sér vonir um að byrja í fyrsta leiknum í Frakklandi. „Ég er ekki að setja neina pressu á það. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Njarðvíkingurinn að lokum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira
EM-fararnir í karlalandsliði Íslands skildu við brosandi stuðningsmenn sína í Laugardalnum í kvöld eftir 4-0 sigur á Liechtenstein í æfingaleik. Yfirburðir Íslands voru miklir og sigurinn hefði getað orðið töluvert stærri í síðasta leik liðsins undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck á Íslandi. Sigurinn er flott veganesti fyrir ferðalagið til Frakklands á morgun. Strákarnir mæta Portúgölum í fyrsta leik á EM þriðjudaginn 14. júní. Gestirnir fengu smjörþefinn af því sem koma skildi strax á þriðju mínútu þegar Ragnar Sigurðsson skallaði yfir af markteig eftir hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar. Áhorfendur létu vel í sér heyra í kvöld og stúkurnar tvær voru nýbyrjaðar að kalla sín á milli „Áfram Ísland“ þegar fyrsta markið leit dagsins ljós. Það kom ekki úr óvæntri átt því Kolbeinn Sigþórsson skoraði sitt 20. mark í 39 leikjum. Alfreð Finnbogason var á skotskónum í kvöld og nýtti tækifærið vel í byrjunarliðinu.Vísir/EyþórKolbeinn spilaði í fremstu víglínu með Alfreð Finnbogasyni en íslenska liðinu hefur ekki vegnað vel með þá félaga saman í framlínunni til þessa. Kolbeinn hafði nokkuð hægt um sig í fyrri hálfleiknum en Alfreð var líflegri og ætlaði greinilega að nýta tækifærið í byrjunarliðinu. Alfreð kemur fullur sjálfstrausts inn á EM eftir framúrskarandi frammistöðu með Augsburg í þýsku deildinni. Yfirburðir Íslands voru töluverðir en þó ekki án veikleikamerkja. Hannes Þór þurfti tvívegis að taka á honum stóra sínum í fyrri hálfleik. Í fyrra skiptið varði hann með fótunum af stuttu færi en í það síðara hörkuskot utan af velli. Þess utan greip hann vel inn í og minnti alla á að hann er fyrsti kosturinn á milli stanganna. Hápunktur fyrri hálfleiksins var viðstöðulaust þrumuskot Birkis Más Sævarssonar á 20. mínútu sem söng efst í markhorninu. Fyrsta mark bakvarðarins fyrir landsliðið en Birkir Már hefur verið besti kosturinn í stöðuna í tæpan áratug en oft fengið óvægna gagnrýni. Hann verður í byrjunarliðinu gegn Portúgal í Saint-Étienne og handsalaði þann samning með þessu draumamarki.Gylfi Þór Sigurðsson átti fínan leik á miðjunni.Vísir/EyþórSverrir Ingi Ingason minnti á hve hættulegur hann er í föstum leikatriðum þegar hann skallaði hornspyrnu Jóhanns Berg yfri af markteig. Mikill fengur að hafa Sverri í hornspyrnum og aukaspyrnum en hann verður þó áfram þriðji kostur í miðvörðinn nái Kári Árnason að hrista af sér flensuna sem hefur verið að hrjá hann. Áður en hálfleikurinn var allur þjörmuðu Gylfi Þór og Arnór Ingvi að gestunum með þrumuskotum áður en Alfreð hamraði boltann í netið af stuttu færi. Forystan 3-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var ágæt skemmtun þótt ekki væri um sömu markaveislu að ræða. Eiður Smári kom inn á snemma í hálfleiknum og var mikið í boltanum. Félagar hans á vellinum virtust hins vegar oft á tíðum full uppteknir af því að leyfa honum að skora mark. Það bar loks árangur tæpum tíu mínútum fyrir leikslok eftir frábæran undirbúning Gylfa og Theodórs Elmars. Skömmu áður hafði hann brennt af tveimur dauðafærum og litlu seinna björguðu gestirnir á ævintýralegan hátt þrumuskoti Eiðs úr teignum sem stefndi í vinkilinn.Jóhann Berg Guðmundsson var líflegur á kantinum í fyrri hálfleiknum.Vísir/EyþórHannes Þór hafði lítið sem ekkert að gera í rammanum og vallargestir skemmtu sér ljómandi vel enda var ýmislegt sem gladdi augað í Laugardalnum. Sigur vannst sem var krafan gegn liði sem situr í 168. sæti styrkleikalista FIFA. Liðið átti flotta spilkafla, þurftu að hafa lítið fyrir hlutunum en virkuðu á stundum ögn kærulausir. Leikmenn unnu hins vegar boltann jafnharðan aftur þegar hann tapaðist og yfirburðirnir á vellinum voru miklir. Þrátt fyrir að hafa glímt við meiðsli og hafa átt erfiðan vetur í Frakklandi skoraði Kolbeinn. Alfreð var mjög sprækur í fyrri hálfleiknum sem veit á gott fyrir EM. Aron Einar var venjulega akkerið á miðjunni en virkar ekki í frábæru leikformi. Hann spilaði þó allan leikinn en það er algjört lykilatriði að hann verði klár í slaginn eftir viku gegn Portúgölum. Strákarnir halda utan á morgun til bæjarsins Annecy í frönsku ölpunum þar sem æft verður fram að leiknum gegn Cristiano Ronaldo og félögum í Saint-Étienne þriðjudaginn 14. júní. Sverrir Ingi: Hefði klárlega átt að skora þarna Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í hjarta varnarinnar þegar Ísland vann 4-0 sigur á Liechtenstein í general-prufunni fyrir EM á Laugardalsvellinum í kvöld. Sverrir kvaðst ánægður með leikinn og það sem íslenska liðið fékk út úr honum. „Það voru ýmis atriði sem var lagt upp með fyrir leikinn og ég held að við höfum svarað kalli þjálfarana í kvöld,“ sagði Sverrir eftir leik. Ísland komst yfir á 10. mínútu þegar Kolbeinn Sigþórsson skoraði sitt tuttugasta landsliðsmark. Sverrir segir að það hafi verið þægilegt að fá mark svona snemma. „Klárlega, það er alltaf gott að skora snemma á móti svona liðum, þar sem þú ert meira með boltann. Við hreyfðum boltann vel milli kanta og skoruðum fjögur góð mörk,“ sagði Sverrir. Hann segir mikinn heiður að spila með manni eins og Eiði Smára Guðjohnsen sem skoraði fjórða og síðasta mark Íslands á 82. mínútu. „Maður var bara lítill gutti þegar hann var að vinna alla þessa stóru titla í Evrópu. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í þessu og maður lærir ótrúlega mikið af því að vera í kringum þessa leikmenn,“ sagði Sverrir sem fékk dauðafæri til að skora í þriðja landsleiknum í röð en skallaði yfir. „Boltinn sleikti slána en ég hefði klárlega átt að skora þarna. Það hefði verið ótrúlegt að skora í þremur landsleikjum í röð. Kannski á maður þetta inni í Frakklandi,“ sagði Sverrir sem gerir sér engar vonir um að vera í byrjunarliðinu gegn Portúgal í fyrsta leik á EM. Hann segist hins vegar vera klár ef kallið kemur.Arnór Ingvi: Verður bara að koma í ljós hvort ég byrji Arnór Ingvi Traustason lék fyrstu 69 mínúturnar þegar Ísland bar sigurorð af Liechtenstein, 4-0, í síðasta leiknum fyrir EM á Laugardalsvellinum í kvöld. „Við erum tiltölulega ánægðir þótt við hefðum getað gert eitthvað betur. 4-0 var flott,“ sagði Arnór Ingvi sem sagði gott að fá fyrsta markið snemma í leiknum. „Það var ekki nein pressa á okkur. Við ætluðum bara að gera það sem við ætluðum að gera. En það var gott að fá markið svona snemma, þá gat maður andað léttar,“ sagði Arnór Ingvi sem kvaðst nokkuð sáttur með sitt framlag í leiknum í kvöld. „Ég kom ágætlega inn í þetta þótt það sé alltaf hægt að gera eitthvað betur,“ sagði Arnór Ingvi. En gerir hann sér vonir um að byrja í fyrsta leiknum í Frakklandi. „Ég er ekki að setja neina pressu á það. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Njarðvíkingurinn að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira