Silfra á kafi í köfurum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júní 2016 06:00 VÍSIR/VILHELM Átta fyrirtæki selja köfunarþjónustu fyrir ferðamenn við gjána Silfru á Þingvöllum. Það kostar um fjörutíu þúsund krónur á mann að kafa og tuttugu þúsund krónur að snorkla í gjánni. Þjóðgarðurinn fær þúsund krónur fyrir hvern kafara. Einn til tveir starfsmenn á vegum Þjóðgarðsins vakta svæðið á hverjum tíma og sér garðurinn um alla uppbyggingu og þjónustu á svæðinu. „Miðað við þær miklu tekjur sem hljótast af þessum rekstri má alveg velta því upp hvort gjaldið sem við fáum eigi að vera hærra. Við höfum þó látið þessar tekjur duga,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Fjöldi kafara og snorklara í Silfru árið 2015 var um 30.000. Þjóðgarðurinn fékk rúmar 28 milljónir í tekjur af köfuninni. „Þetta hefur vaxið gríðarlega mikið. Það voru sex þúsund gestir fyrir sex árum,“ segir Ólafur Örn. Engar fjöldatakmarkanir eru á rekstraraðilum né takmarkanir á fjölda kafara sem fara í gegn um gjána á hverjum degi. „Við teljum að það sé löngu kominn tími til að takmarka þetta eitthvað. Það gengur ekki lengur að það sé endalaust verið að fjölga. Það er komið að því að breyta þessu og hef ég öryggismálin að leiðarljósi í þeim efnum. Því miður hafa orðið mjög slæm slys og fólk hefur farist í Silfru. Stundum hefur tilviljun ein ráðið því að fólk hefur ekki dáið,“ segir Ólafur Örn og bætir við að umferðin á bökkum Silfru sé orðin gríðarlega mikil. „Það eru þó ekki endilega kafararnir en þarna koma aðrir gestir til að fylgjast með og líka til að skoða staðinn. Það hafa því orðið miklar skemmdir á mosa og öðrum gróðri á bökkunum.“Vísir/Vilhelmvísir/vilhelm Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira
Átta fyrirtæki selja köfunarþjónustu fyrir ferðamenn við gjána Silfru á Þingvöllum. Það kostar um fjörutíu þúsund krónur á mann að kafa og tuttugu þúsund krónur að snorkla í gjánni. Þjóðgarðurinn fær þúsund krónur fyrir hvern kafara. Einn til tveir starfsmenn á vegum Þjóðgarðsins vakta svæðið á hverjum tíma og sér garðurinn um alla uppbyggingu og þjónustu á svæðinu. „Miðað við þær miklu tekjur sem hljótast af þessum rekstri má alveg velta því upp hvort gjaldið sem við fáum eigi að vera hærra. Við höfum þó látið þessar tekjur duga,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Fjöldi kafara og snorklara í Silfru árið 2015 var um 30.000. Þjóðgarðurinn fékk rúmar 28 milljónir í tekjur af köfuninni. „Þetta hefur vaxið gríðarlega mikið. Það voru sex þúsund gestir fyrir sex árum,“ segir Ólafur Örn. Engar fjöldatakmarkanir eru á rekstraraðilum né takmarkanir á fjölda kafara sem fara í gegn um gjána á hverjum degi. „Við teljum að það sé löngu kominn tími til að takmarka þetta eitthvað. Það gengur ekki lengur að það sé endalaust verið að fjölga. Það er komið að því að breyta þessu og hef ég öryggismálin að leiðarljósi í þeim efnum. Því miður hafa orðið mjög slæm slys og fólk hefur farist í Silfru. Stundum hefur tilviljun ein ráðið því að fólk hefur ekki dáið,“ segir Ólafur Örn og bætir við að umferðin á bökkum Silfru sé orðin gríðarlega mikil. „Það eru þó ekki endilega kafararnir en þarna koma aðrir gestir til að fylgjast með og líka til að skoða staðinn. Það hafa því orðið miklar skemmdir á mosa og öðrum gróðri á bökkunum.“Vísir/Vilhelmvísir/vilhelm
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira