Leifsstöð rýmd vegna brunaboða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. júlí 2016 19:39 Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík. Vísir/Valli Flugstöð Leifs Eiríkssonar var rýmd um sexleytið í kvöld vegna þess að brunavarnarkerfið í byggingunni fór í gang. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia fór rafmagnið af allri byggingunni og fóru brunaboð af stað í kjölfarið í suðurhluta flugstöðvarinnar en öll flugstöðin var síðan rýmd. „Það kom síðan í ljós þegar farið var að kanna málið að ekki var um eld að ræða neins staðar í byggingunni og var farþegum því aftur hleypt inn í flugstöðina,“ segir Atli Már Halldórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli í samtali við Vísi. Hann segir ekki vitað hvað olli því að brunavarnarkerfið fór í gang en farið verður í það núna í kvöld að kanna hvað gerðist. Atli Már segir að allir þeir sem hafi farið út fyrir öryggissvæði eða á milli svæða í flugstöðinni þurfi aftur að fara í gegnum öryggisleit. Hann segir ekki ljóst hversu margir hafi farið út úr flugstöðinni en mikil örtröð hefur verið í Leifsstöð í allan dag, ekki hvað síst vegna þess hversu margir Íslendingar eru á leiðinni til Parísar á landsleik Frakklands og Íslands í 8-liða úrslitum EM sem fer fram á morgun. Ljóst er að einhverjar tafir verða á brottförum frá Keflavíkurflugvelli í kvöld en Atli Már segir að allt sé nú að komast í eðlilegt horf í flugstöðinni. Isavia hafa ekki borist neinar upplýsingar um það hvort einhver farþegi hafi þurft áfallahjálp vegna rýmingarinnar en flugstöðvar hafa í gegnum tíðina meðal annars verið skotmark hryðjuverkamanna. Þá eru alltaf einhverjir sem kljást við flughræðslu og líður því kannski ekkert sérstaklega vel fyrir á flugvelli. Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Flugstöð Leifs Eiríkssonar var rýmd um sexleytið í kvöld vegna þess að brunavarnarkerfið í byggingunni fór í gang. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia fór rafmagnið af allri byggingunni og fóru brunaboð af stað í kjölfarið í suðurhluta flugstöðvarinnar en öll flugstöðin var síðan rýmd. „Það kom síðan í ljós þegar farið var að kanna málið að ekki var um eld að ræða neins staðar í byggingunni og var farþegum því aftur hleypt inn í flugstöðina,“ segir Atli Már Halldórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli í samtali við Vísi. Hann segir ekki vitað hvað olli því að brunavarnarkerfið fór í gang en farið verður í það núna í kvöld að kanna hvað gerðist. Atli Már segir að allir þeir sem hafi farið út fyrir öryggissvæði eða á milli svæða í flugstöðinni þurfi aftur að fara í gegnum öryggisleit. Hann segir ekki ljóst hversu margir hafi farið út úr flugstöðinni en mikil örtröð hefur verið í Leifsstöð í allan dag, ekki hvað síst vegna þess hversu margir Íslendingar eru á leiðinni til Parísar á landsleik Frakklands og Íslands í 8-liða úrslitum EM sem fer fram á morgun. Ljóst er að einhverjar tafir verða á brottförum frá Keflavíkurflugvelli í kvöld en Atli Már segir að allt sé nú að komast í eðlilegt horf í flugstöðinni. Isavia hafa ekki borist neinar upplýsingar um það hvort einhver farþegi hafi þurft áfallahjálp vegna rýmingarinnar en flugstöðvar hafa í gegnum tíðina meðal annars verið skotmark hryðjuverkamanna. Þá eru alltaf einhverjir sem kljást við flughræðslu og líður því kannski ekkert sérstaklega vel fyrir á flugvelli.
Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira