Instagram reikningur Dan er verulega vinsæll um allan heim enda er hann mikið fyrir það að pósta myndum af sjálfum sér og hálfnöktu kvenfólki að njóta góða lífsins. Ekki er vitað hvað Dan ætlar sér að gera hér á Íslandi eða hversu lengi hann ætlar að stoppa.
The Diamond Suite er ein dýrasta svíta landsins en hana er að finna á efstu hæð Hótels Keflavík. Þar eru fimm glæsisvítur sem hægt er að leigja saman eða í sitthvoru lagi. Ein nótt í svítunni kostar um eina milljón króna.
Ísland í dag fjallaði um Demanta svíturnar í apríl. Umfjöllunina má sjá hér fyrir neðan.