Amber Heard í fullum Justice League-skrúða á Ströndum Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2016 19:05 Amber Heard í gervi Meru við tökur á Justice League á Ströndum. Þeir sem þekkja ágætlega til á þessu svæði telja líklegt að myndin sé tekin í fjörunni í Gjögri á Ströndum. Vísir/Twitter Bandaríska kvikmyndaverið Warner Bros birti í dag mynd af leikkonunni Amber Heard í fullum skrúða sem Atlantis-búinn Mera á tökustað á Ströndum hér á Íslandi. Er myndin hluti af kynningarefni fyrir myndina Justice League sem er væntanleg í kvikmyndahús í nóvember á næsta ári en tökur á henni hafa staðið yfir í Djúpavík síðustu daga og munu standa yfir fram að mánaðamótum. Á meðal leikara sem eru á Íslandi vegna myndarinnar eru Ben Affleck, Jason Momoa og Willem Dafoe ásamt Amber Heard. Mera er afar stór sögupersóna í DC-heiminum en hún er eiginkona Arthur Curry/Aquaman sem leikinn er af Jason Momoa. Í Justice League munu Batman, Superman, Wonder Woman, The Flash, Aquaman og Cyborg taka höndum saman til að verja mannkynið gegn illmennum. Í stiklu fyrir myndina sem frumsýnd var í júlí síðastliðnum mátti sjá Ben Affleck í hlutverki Bruce Wayne, ávarpa þorpsbúa í ónefndu ölkelduhúsi þar sem hann segist vera að leita að manni sem kemur með háflóði og færir íbúum þorpsins fisk þegar hvað harðast er í ári. Í þessu atriði mátti sjá nokkra íslenska leikara, þar á meðal Ingvar E. Sigurðsson, Ágústu Evu Erlendsdóttur, Kristbjörgu Kjeld og Salóme Gunnarsdóttur. Var sú sena tekin upp í Lundúnum síðastliðið vor en Warner Bros. sendur flugvél eftir íslensku leikurunum til að flytja þá þangað frá Íslandi. Er Ingvar E. sagður hafa fengið nokkrar línur á móti Ben Affleck við tökur á atriðinu, en óvíst er hvort það muni rata í lokaútgáfu myndarinnar. Willem Dafoe leikur Nuidis Vulko sem er einn nánasti samstarfsmaður Arthur Curry/Aquaman en þeir eru báðir hluti af Atlantis-fólkinu sem lifir neðansjávar. Dafoe var hér á landi við tökur á myndinni í Djúpavík. Þá hafði tökulið myndarinnar breytt gömlu verksmiðjunni í Djúpavík í einskonar bar, samkomuhús eða ölkelduhús. Sjá nánar hér. Jason Momoa hefur einnig verið iðinn við að birta myndir af sér á Ströndum en á einni þeirra mátti sjá hann í samskonar klæðnaði og hann skartar í atriðinu sem sjá má í stiklunni. Sjá einnig: Momoa virðist ánægður með veruna á Íslandi Því má mögulega leiða líkur að því að tökurnar í Djúpavík snúist að stórum hluta um leit Bruce Wayne að Aquaman og samskipti þeirra á milli og líf Atlantis-búanna miðað við þá mynd sem birt var af Amber Heard í dag í fullum skrúða á Ströndum. BREAKING: Here is our first look of #AmberHeard as Mera in #JusticeLeague pic.twitter.com/AzkeaHSaLw— Justice League (@JL_Movie) October 12, 2016 Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Kvikmyndagerð á Íslandi Árneshreppur Tengdar fréttir „Khal Drogo“ kominn til Íslands Tökur á Justice league fara fram á Ströndum á næstu dögum. 10. október 2016 14:00 Momoa virðist ánægður með veruna á Íslandi Leikari Aquaman og Khal Drogo er duglegur að birta myndir frá Íslandi. 12. október 2016 14:45 Ben Affleck ræðir um heimsóknina til Íslands í nýju viðtali Ætlar að horfa á endurkomu Tom Brady í Djúpuvík. 7. október 2016 12:31 Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Stjörnufans í Djúpavík þar sem hótelstýran var með 200 manns í mat í dag. 10. október 2016 21:30 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Bandaríska kvikmyndaverið Warner Bros birti í dag mynd af leikkonunni Amber Heard í fullum skrúða sem Atlantis-búinn Mera á tökustað á Ströndum hér á Íslandi. Er myndin hluti af kynningarefni fyrir myndina Justice League sem er væntanleg í kvikmyndahús í nóvember á næsta ári en tökur á henni hafa staðið yfir í Djúpavík síðustu daga og munu standa yfir fram að mánaðamótum. Á meðal leikara sem eru á Íslandi vegna myndarinnar eru Ben Affleck, Jason Momoa og Willem Dafoe ásamt Amber Heard. Mera er afar stór sögupersóna í DC-heiminum en hún er eiginkona Arthur Curry/Aquaman sem leikinn er af Jason Momoa. Í Justice League munu Batman, Superman, Wonder Woman, The Flash, Aquaman og Cyborg taka höndum saman til að verja mannkynið gegn illmennum. Í stiklu fyrir myndina sem frumsýnd var í júlí síðastliðnum mátti sjá Ben Affleck í hlutverki Bruce Wayne, ávarpa þorpsbúa í ónefndu ölkelduhúsi þar sem hann segist vera að leita að manni sem kemur með háflóði og færir íbúum þorpsins fisk þegar hvað harðast er í ári. Í þessu atriði mátti sjá nokkra íslenska leikara, þar á meðal Ingvar E. Sigurðsson, Ágústu Evu Erlendsdóttur, Kristbjörgu Kjeld og Salóme Gunnarsdóttur. Var sú sena tekin upp í Lundúnum síðastliðið vor en Warner Bros. sendur flugvél eftir íslensku leikurunum til að flytja þá þangað frá Íslandi. Er Ingvar E. sagður hafa fengið nokkrar línur á móti Ben Affleck við tökur á atriðinu, en óvíst er hvort það muni rata í lokaútgáfu myndarinnar. Willem Dafoe leikur Nuidis Vulko sem er einn nánasti samstarfsmaður Arthur Curry/Aquaman en þeir eru báðir hluti af Atlantis-fólkinu sem lifir neðansjávar. Dafoe var hér á landi við tökur á myndinni í Djúpavík. Þá hafði tökulið myndarinnar breytt gömlu verksmiðjunni í Djúpavík í einskonar bar, samkomuhús eða ölkelduhús. Sjá nánar hér. Jason Momoa hefur einnig verið iðinn við að birta myndir af sér á Ströndum en á einni þeirra mátti sjá hann í samskonar klæðnaði og hann skartar í atriðinu sem sjá má í stiklunni. Sjá einnig: Momoa virðist ánægður með veruna á Íslandi Því má mögulega leiða líkur að því að tökurnar í Djúpavík snúist að stórum hluta um leit Bruce Wayne að Aquaman og samskipti þeirra á milli og líf Atlantis-búanna miðað við þá mynd sem birt var af Amber Heard í dag í fullum skrúða á Ströndum. BREAKING: Here is our first look of #AmberHeard as Mera in #JusticeLeague pic.twitter.com/AzkeaHSaLw— Justice League (@JL_Movie) October 12, 2016
Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Kvikmyndagerð á Íslandi Árneshreppur Tengdar fréttir „Khal Drogo“ kominn til Íslands Tökur á Justice league fara fram á Ströndum á næstu dögum. 10. október 2016 14:00 Momoa virðist ánægður með veruna á Íslandi Leikari Aquaman og Khal Drogo er duglegur að birta myndir frá Íslandi. 12. október 2016 14:45 Ben Affleck ræðir um heimsóknina til Íslands í nýju viðtali Ætlar að horfa á endurkomu Tom Brady í Djúpuvík. 7. október 2016 12:31 Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Stjörnufans í Djúpavík þar sem hótelstýran var með 200 manns í mat í dag. 10. október 2016 21:30 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Khal Drogo“ kominn til Íslands Tökur á Justice league fara fram á Ströndum á næstu dögum. 10. október 2016 14:00
Momoa virðist ánægður með veruna á Íslandi Leikari Aquaman og Khal Drogo er duglegur að birta myndir frá Íslandi. 12. október 2016 14:45
Ben Affleck ræðir um heimsóknina til Íslands í nýju viðtali Ætlar að horfa á endurkomu Tom Brady í Djúpuvík. 7. október 2016 12:31
Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Stjörnufans í Djúpavík þar sem hótelstýran var með 200 manns í mat í dag. 10. október 2016 21:30