Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar: Ákveðnir aðilar innan flokksins áttu erfitt með að fara að samþykktum og lögum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. október 2016 18:44 Helgi Helgason, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar Vísir Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar segir að ákveðnir aðilar innan flokksins hafi átt erfitt með að fara að samþykktum og lögum flokksins og virtust vera í sífelldu stríði við stjórn og aðra flokksmenn. „Einna helst virtist sem að sumir gætu ekki sætt sig við þá stöðu sem þeir höfðu innan flokksins. Þeir áttu með öðrum orðum erfitt að ganga í takt við ákvarðanir stjórnarflokksins og jafnvel stefnu,” segir í yfirlýsingu frá stjórn flokksins sem undirrituð er af Helga Helgasyni, formanni flokksins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að Gunnlaugur Ingvarsson og Gústaf Níelsson, oddvitar flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, hefðu dregið framboð sín til baka. Þeir lýstu yfir óánægju með forystustörf Helga. „Þannig hefur fjöldi aldraðra haft samband við skrifstofu flokksins vegna ummæla sem Gústaf Níelsson mun hafa viðhaft um málefni aldraðra á Útvarpi sögu. Gústaf segist hafa verið lengi þess áskynja að formaður flokksins hefði ekki stjórn á flokknum sem er undarleg yfirlýsing í ljósi þess að fljótlega eftir að kjördæmaráð flokksins í Reykjavík fékk því framgengt að hann yrði efsti maður á öðrum listanum fór hann til Spánar en eftirlét öðrum alla þá fyrirhöfn og vinnu sem felst í að koma fram framboði í hverju kjördæmi,” segir í yfirlýsingunni. „Gústaf hefur oftar en einu sinni notað það sem hótun að ef hann fái ekki sínu framgengt muni hann nota krafta sína til þess að „drepa“ framboðið. Nú virðist vera komið að því.” Þá segir einnig að brotthvarf Gústafs og Gunnlaugs muni í engu hafa áhrif á framboðsmál Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavík. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Oddvitar í Íslensku þjóðfylkingunni hættir Oddvitar Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, hafa dregið framboð sín til baka. 13. október 2016 16:59 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar segir að ákveðnir aðilar innan flokksins hafi átt erfitt með að fara að samþykktum og lögum flokksins og virtust vera í sífelldu stríði við stjórn og aðra flokksmenn. „Einna helst virtist sem að sumir gætu ekki sætt sig við þá stöðu sem þeir höfðu innan flokksins. Þeir áttu með öðrum orðum erfitt að ganga í takt við ákvarðanir stjórnarflokksins og jafnvel stefnu,” segir í yfirlýsingu frá stjórn flokksins sem undirrituð er af Helga Helgasyni, formanni flokksins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að Gunnlaugur Ingvarsson og Gústaf Níelsson, oddvitar flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, hefðu dregið framboð sín til baka. Þeir lýstu yfir óánægju með forystustörf Helga. „Þannig hefur fjöldi aldraðra haft samband við skrifstofu flokksins vegna ummæla sem Gústaf Níelsson mun hafa viðhaft um málefni aldraðra á Útvarpi sögu. Gústaf segist hafa verið lengi þess áskynja að formaður flokksins hefði ekki stjórn á flokknum sem er undarleg yfirlýsing í ljósi þess að fljótlega eftir að kjördæmaráð flokksins í Reykjavík fékk því framgengt að hann yrði efsti maður á öðrum listanum fór hann til Spánar en eftirlét öðrum alla þá fyrirhöfn og vinnu sem felst í að koma fram framboði í hverju kjördæmi,” segir í yfirlýsingunni. „Gústaf hefur oftar en einu sinni notað það sem hótun að ef hann fái ekki sínu framgengt muni hann nota krafta sína til þess að „drepa“ framboðið. Nú virðist vera komið að því.” Þá segir einnig að brotthvarf Gústafs og Gunnlaugs muni í engu hafa áhrif á framboðsmál Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavík.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Oddvitar í Íslensku þjóðfylkingunni hættir Oddvitar Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, hafa dregið framboð sín til baka. 13. október 2016 16:59 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Oddvitar í Íslensku þjóðfylkingunni hættir Oddvitar Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, hafa dregið framboð sín til baka. 13. október 2016 16:59