Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Skallagrímur 72-57 | Íslandsmeistararnir í toppsætið Arnór Óskarsson skrifar 9. nóvember 2016 20:45 Berglind Gunnarsdóttir skoraði 18 stig fyrir Snæfell í kvöld. Vísir/Eyþór Ríkjandi Íslands- og Bikarmeistarar í Snæfell tóku á móti nágrönnum sínum frá Borgarnesi í sannkölluðum Vesturlandsslagi í Stykkishólmi í kvöld. Fyrirfram mátti búast við jöfnum og spennandi leik en báðum liðum var spáð töluveðri velgengni í byrjun móts. Vesturlandsliðin tvö voru ásamt Keflavíkingum jöfn að stigum fyrir leikin í kvöld og því til mikils að vinna í Stykkishólmi. Rétt fyrir leik bárust þær fréttir að Pálína María Gunnlaugsdóttir yrði ekki með Snæfelli vegna veikinda en hún er ein af þremur A-landsliðskonum í leikmannahóp Snæfells. Skallagrímur mætti aftur á móti með alla sýna lykilmenn í Fjárhúsið. Leikurinn byrjaði með látum og voru það Hólmarar sem tóku af skarið.Berglind Gunnarsdóttir setti tóninn með góðri þriggja stiga körfu í upphaf leiks og fylgdi Aaryn Ellenberg því vel eftir með öflugan sóknar- og varnarleik. Í framhaldi sýndu Snæfellskonur og Skallagrímskonur mikla baráttu og ætlaði greinilega hvorugt liðið að gefa andstæðingnum færi á að sækja stigin í kvöld. En þrátt fyrir alla baráttugleði gekk sóknarleikur Borgnesinga ekki vel með þeim afleiðingum að Snæfell hafði yfirhöndina eftir fyrsta leikhlutann. Í öðrum leikhluta hélt barátta beggja liða áfram og var samstuð Gunnhildar og Jóhönnu Bjarkar til marks um hörkuna sem fylgdi varnaleik liðana og spennuna sem lá í loftinu. Skallagrímskonur virtust hægt og rólega komast betur inn í leikinn og undir lok fyrri hálfleiks var spennan farin að magnast enn frekar. Spennan sem myndaðist hélt sér út allan þriðja leikhluta sem var yfir heildina litið mjög jafn. Það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta sem bar virkilega á milli liða. Á meðan Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, kom sínu liði strax í réttan gír með því að skora fyrstu fimm stig leikhlutans fór töpuðum boltum og öðrum mistökum að fjölga í leik Skallagrímsmegin sem endaði með því að Skallagrímskonur þurfti að bíta í súra eplið og sætta sig við tap í Stykkishólmi.Snæfell – Skallagrímur 72-57 (18-10, 20-23, 15-16, 19-08)Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 34/10 fráköst/7 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 18/5 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/4 fráköst/8 stolnir, Andrea Björt Ólafsdóttir 4, Bryndís Guðmundsdóttir 2, María Björnsdóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 1/5 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 24/7 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/13 fráköst/5 stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 8, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 5/5 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/6 fráköst.Af hverju vann Snæfell? Í ljósi gang leiksins má velta vöngum yfir því hvað skóp sigur heimamanna í Stykkishólmi í kvöld en vafalaust má nefna stuðningsfólk Snæfells sem lét vel í sér heyra á mikilvægum köflum.Bestu menn vallarins? Aaryn Ellenberg átti enn og aftur mjög góðan dag sem hjálpaði heimamönnum að klára verkefni kvöldsins með sóma. Framlag hennar til varnar- og sóknarleiksins var til fyrirmyndar og tryggði það að Snæfell var ávallt skrefinu á undan gestunum frá Borgarnesi. Í liði Skallagríms var Tavelyn Tillmann áberandi sem og Sigrún Sjöfn Ámundardóttir, fyrirliði Borgnesinga.Tölfræðin sem vakti athygli? Þegar rýnt er í tölfræði leiksins er það fyrst og fremst fjöldi tapaðra bolta hjá Skallagrími sem vekur athygli. Á meðan Snæfell er með 13 tapaða bolta var Skallagrímur með 28. Jafnframt var tveggja stiga nýting Borgnesinga í kvöld afar slök. Á köflum var hreinlega erfitt að trúa því að boltinn kæmi ekki til með að enda ofan í körfunni. Aðrir tölfræðiþættir voru tiltölulega jafnir.Hvað gekk illa? Snæfell átti í erfiðleikum með vítin í kvöld og endaði með 59% nýtingu. Einnig fráköstuðu Skallagrímskonur á heildina litið betur en samtals voru Borgnesingar með 47 fráköst á meðan heimamenn náðu einungis 37 fráköstum.Ingi Þór: Frábær byrjun gaf tóninn „Við höldum Skallagrími í tveimur stigum í fimm til sex mínútur og vorum að gera frábærlega varnarlega séð,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, ánægður eftir sigurinn. Sigurinn í kvöld var þó ekki gefins því Skallagrímur, með Tavelyn Tillmann í fararbroddi, gerði Snæfellskonum á köflum ansi erfitt fyrir og þá sérstaklega í öðrum leikhluta. „Kaninn þeirra tók frábæra rispu í öðrum leikhluta og það var of mikið fyrir okkur,“ viðurkenndi Ingi Þór hugsi. En til að vinna Skallagrím í kvöld átti að leggja áheyrslu á varnarleik og var Ingi Þór ánægður með hvernig til tókst að . „Við töluðum um [varnarleik okkar] fyrir leik og náðum þeim markmiðum sem við settum okkur og rúmlega þeim.“Berglind Gunnarsdóttir: Allt annar kraftur og meira hjarta „Mér fannst allt annar kraftur í okkur í dag. Það hefur vantað þetta x-tra hjarta í okkar leik en við náðum því fram í dag þannig allt varð miklu skemmtilegra og þá gengur þetta allt betur,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells kampakátt eftir leik. Mikil breidd hjálpaði Snæfelli til að vinna í kvöld þrátt fyrir að lykilmanneskju vantaði. „Pálína er frábær leikmaður og auðvitað söknum við hennar en það stíga aðrir upp í staðinn. Við erum með breiðan hóp og bekkurinn er stúttfullur af leikmönnum sem geta spilað.“ Varðandi atriði sem hefðu mátt ganga betur í leik Snæfells í kvöld sagði Berglind: „Það er alltaf eitthvað sem má gera betur og við skoðum og lögum það. En það var líka margt jákvætt og mér fannst meira jákvætt heldur en neikvætt hjá okkur í dag.“ Manuel: Slæmur dagur hjá okkur í dag „Snæfell spilaði betri en við í kvöld. Þær spiluðu harðari bolta,“ sagði Manuel Rodriguez, þjálfari Skallagríms , eftir tapið í kvöld. Manuel benti jafnframt á að hér væri einungis um einn leik að ræða. Maður þyrfti að draga lærdóm af honum og halda áfram að bæta sig. „Við þurfum að bæta marga hluti í okkar leik og halda áfram að vinna vel á hverjum einasta degi. Síðasta vika var okkur erfið því margir leikmenn áttu við meiðsl að stríða en tapið í kvöld verður nýtt til að draga lærdóm af.“ Textalýsing: Snæfell - SkallagrímurTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Anton Sveinn er hættur Sport Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Fleiri fréttir Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Sjá meira
Ríkjandi Íslands- og Bikarmeistarar í Snæfell tóku á móti nágrönnum sínum frá Borgarnesi í sannkölluðum Vesturlandsslagi í Stykkishólmi í kvöld. Fyrirfram mátti búast við jöfnum og spennandi leik en báðum liðum var spáð töluveðri velgengni í byrjun móts. Vesturlandsliðin tvö voru ásamt Keflavíkingum jöfn að stigum fyrir leikin í kvöld og því til mikils að vinna í Stykkishólmi. Rétt fyrir leik bárust þær fréttir að Pálína María Gunnlaugsdóttir yrði ekki með Snæfelli vegna veikinda en hún er ein af þremur A-landsliðskonum í leikmannahóp Snæfells. Skallagrímur mætti aftur á móti með alla sýna lykilmenn í Fjárhúsið. Leikurinn byrjaði með látum og voru það Hólmarar sem tóku af skarið.Berglind Gunnarsdóttir setti tóninn með góðri þriggja stiga körfu í upphaf leiks og fylgdi Aaryn Ellenberg því vel eftir með öflugan sóknar- og varnarleik. Í framhaldi sýndu Snæfellskonur og Skallagrímskonur mikla baráttu og ætlaði greinilega hvorugt liðið að gefa andstæðingnum færi á að sækja stigin í kvöld. En þrátt fyrir alla baráttugleði gekk sóknarleikur Borgnesinga ekki vel með þeim afleiðingum að Snæfell hafði yfirhöndina eftir fyrsta leikhlutann. Í öðrum leikhluta hélt barátta beggja liða áfram og var samstuð Gunnhildar og Jóhönnu Bjarkar til marks um hörkuna sem fylgdi varnaleik liðana og spennuna sem lá í loftinu. Skallagrímskonur virtust hægt og rólega komast betur inn í leikinn og undir lok fyrri hálfleiks var spennan farin að magnast enn frekar. Spennan sem myndaðist hélt sér út allan þriðja leikhluta sem var yfir heildina litið mjög jafn. Það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta sem bar virkilega á milli liða. Á meðan Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, kom sínu liði strax í réttan gír með því að skora fyrstu fimm stig leikhlutans fór töpuðum boltum og öðrum mistökum að fjölga í leik Skallagrímsmegin sem endaði með því að Skallagrímskonur þurfti að bíta í súra eplið og sætta sig við tap í Stykkishólmi.Snæfell – Skallagrímur 72-57 (18-10, 20-23, 15-16, 19-08)Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 34/10 fráköst/7 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 18/5 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/4 fráköst/8 stolnir, Andrea Björt Ólafsdóttir 4, Bryndís Guðmundsdóttir 2, María Björnsdóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 1/5 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 24/7 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/13 fráköst/5 stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 8, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 5/5 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/6 fráköst.Af hverju vann Snæfell? Í ljósi gang leiksins má velta vöngum yfir því hvað skóp sigur heimamanna í Stykkishólmi í kvöld en vafalaust má nefna stuðningsfólk Snæfells sem lét vel í sér heyra á mikilvægum köflum.Bestu menn vallarins? Aaryn Ellenberg átti enn og aftur mjög góðan dag sem hjálpaði heimamönnum að klára verkefni kvöldsins með sóma. Framlag hennar til varnar- og sóknarleiksins var til fyrirmyndar og tryggði það að Snæfell var ávallt skrefinu á undan gestunum frá Borgarnesi. Í liði Skallagríms var Tavelyn Tillmann áberandi sem og Sigrún Sjöfn Ámundardóttir, fyrirliði Borgnesinga.Tölfræðin sem vakti athygli? Þegar rýnt er í tölfræði leiksins er það fyrst og fremst fjöldi tapaðra bolta hjá Skallagrími sem vekur athygli. Á meðan Snæfell er með 13 tapaða bolta var Skallagrímur með 28. Jafnframt var tveggja stiga nýting Borgnesinga í kvöld afar slök. Á köflum var hreinlega erfitt að trúa því að boltinn kæmi ekki til með að enda ofan í körfunni. Aðrir tölfræðiþættir voru tiltölulega jafnir.Hvað gekk illa? Snæfell átti í erfiðleikum með vítin í kvöld og endaði með 59% nýtingu. Einnig fráköstuðu Skallagrímskonur á heildina litið betur en samtals voru Borgnesingar með 47 fráköst á meðan heimamenn náðu einungis 37 fráköstum.Ingi Þór: Frábær byrjun gaf tóninn „Við höldum Skallagrími í tveimur stigum í fimm til sex mínútur og vorum að gera frábærlega varnarlega séð,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, ánægður eftir sigurinn. Sigurinn í kvöld var þó ekki gefins því Skallagrímur, með Tavelyn Tillmann í fararbroddi, gerði Snæfellskonum á köflum ansi erfitt fyrir og þá sérstaklega í öðrum leikhluta. „Kaninn þeirra tók frábæra rispu í öðrum leikhluta og það var of mikið fyrir okkur,“ viðurkenndi Ingi Þór hugsi. En til að vinna Skallagrím í kvöld átti að leggja áheyrslu á varnarleik og var Ingi Þór ánægður með hvernig til tókst að . „Við töluðum um [varnarleik okkar] fyrir leik og náðum þeim markmiðum sem við settum okkur og rúmlega þeim.“Berglind Gunnarsdóttir: Allt annar kraftur og meira hjarta „Mér fannst allt annar kraftur í okkur í dag. Það hefur vantað þetta x-tra hjarta í okkar leik en við náðum því fram í dag þannig allt varð miklu skemmtilegra og þá gengur þetta allt betur,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells kampakátt eftir leik. Mikil breidd hjálpaði Snæfelli til að vinna í kvöld þrátt fyrir að lykilmanneskju vantaði. „Pálína er frábær leikmaður og auðvitað söknum við hennar en það stíga aðrir upp í staðinn. Við erum með breiðan hóp og bekkurinn er stúttfullur af leikmönnum sem geta spilað.“ Varðandi atriði sem hefðu mátt ganga betur í leik Snæfells í kvöld sagði Berglind: „Það er alltaf eitthvað sem má gera betur og við skoðum og lögum það. En það var líka margt jákvætt og mér fannst meira jákvætt heldur en neikvætt hjá okkur í dag.“ Manuel: Slæmur dagur hjá okkur í dag „Snæfell spilaði betri en við í kvöld. Þær spiluðu harðari bolta,“ sagði Manuel Rodriguez, þjálfari Skallagríms , eftir tapið í kvöld. Manuel benti jafnframt á að hér væri einungis um einn leik að ræða. Maður þyrfti að draga lærdóm af honum og halda áfram að bæta sig. „Við þurfum að bæta marga hluti í okkar leik og halda áfram að vinna vel á hverjum einasta degi. Síðasta vika var okkur erfið því margir leikmenn áttu við meiðsl að stríða en tapið í kvöld verður nýtt til að draga lærdóm af.“ Textalýsing: Snæfell - SkallagrímurTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Anton Sveinn er hættur Sport Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Fleiri fréttir Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Sjá meira