Subway-deild kvenna

Subway-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Spurðu hvort Frið­rik vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karlaliði

    Nú á dögunum bárust af því fréttir að þjálfarinn reynslu­mikli og sigur­sæli, Frið­rik Ingi Rúnars­son, yrði næsti þjálfari kvenna­liðs Kefla­víkur í körfu­bolta. Hann er fullur til­hlökkunar fyrir komandi tímum. Sumir telja hann galinn að taka starfið að sér. Aðrir spurðu Frið­rik hvort hann vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karla­liði. Hann segir hins vegar á­kveðinn heiður fólginn í því að vera ráðinn þjálfari kvenna­liðs Kefla­víkur, liðinu sem vann allt sem hægt var að vinna á síðasta tíma­bili.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Verð­laun veitt á lokahófi KKÍ

    Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands fór fram í Laugardalshöll í dag. Þar voru leikmenn, þjálfarar og  dómarar verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína í deildarkeppni á nýafstöðnu tímabili.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Ég mæli ekki með þessu fyrir neinn mann“

    Arnar Guðjónsson hætti á dögunum störfum sem þjálfari bæði karla- og kvennaliðs Stjörnunnar í körfubolta. Hann segir mistök að hafa þjálfað bæði lið en fagnar því hins vegar að vera laus við fjölmiðlana.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ís­lenskur körfu­bolti á­fram á Stöð 2 Sport næstu árin

    Sýn hf. og Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, hafa skrifað undir nýjan samstarfssamning sem tryggir að íslenskur körfubolti verður áfram í hávegum hafður á Stöð 2 Sport og öðrum miðlum Sýnar hf. Samningurinn tekur gildi að loknu núverandi keppnistímabili og er til næstu fimm ára.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ís­lands­meistarinn Sverrir Þór hættur með Kefla­vík

    Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur í körfubolta kvenna, tilkynnti í viðtali við Körfuboltakvöld eftir sigur liðsins á Njarðvík í þriðja leik úrslita Subway-deildarinnar að hann væri hættur sem þjálfari liðsins. Íslandsmeistararnir eru því í þjálfaraleit fyrir komandi tímabil.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Mynda­syrpa: Kefla­vík Ís­lands­meistari 2024

    Keflavík er Íslandsmeistari kvenna í körfubolta árið 2024. Liðið lagði Njarðvík örugglega í þremur leikjum og er óumdeilanlega besta lið landsins. Ljósmyndari Vísis var á svæðinu og myndaði leikinn sem og fagnaðarlæti Keflavíkur í leikslok.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Geggjað að vera komin aftur og ná að taka þetta“

    Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var í sjöunda himni yfir því að lyfta Íslandsmeistaratitlinum með uppeldisfélaginu sínu og æskuvinkonum sínum en Keflavík lagði Njarðvík 72-56 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Titill undir og spennan mikil

    Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, segir spennuna meiri en stressið fyrir leik liðsins við Njarðvík í úrslitaeinvígi kvenna í körfubolta í kvöld. Keflavík verður Íslandsmeistari með sigri.

    Körfubolti