Stærsta tap íslenska kvennalandsliðsins í 26 ár Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2016 19:00 Pálína Gunnlaugsdóttir. Vísir/Stefán Íslenska kvennalandsliðið tapaði með 46 stigum á móti Slóvakíu, 86-40, í undankeppni EM 2017 en þetta var fyrsti keppnisleikur liðsins án Helenu Sverrisdóttur í tólf ár. Liðið átti erfitt uppdráttar nánast frá fyrstu mínútu og voru þær slóvakísku of sterkar. Íslenskar landsliðskonur hafa ekki tapað stærra í meira en aldarfjórðung eða síðan íslenska liðið tapaði með 62 stigum á móti Danmörku 10. október 1990. Leikur íslenska liðsins var alls ekki nægilega góður og var liðið til að mynda með næstum því með jafnmarga tapaða bolta (33) og stig (40) í leiknum. Íslensku stelpurnar voru strax komnar tuttugu stigum undir eftir fyrsta leikhlutann, 26-6, þar sem einu stigin voru tvær þriggja stiga körfur hjá Pálínu Gunnlaugsdóttur. Besti leikhluti íslenska liðsins var annar leikhlutinn sem tapaðist með þremur stigum, 15-12. Munurinn var því 23 stig í hálfleik, 41-18, og róðurinn heldur betur þungur eftir fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Slóvakíska liðið gaf aftur í þeim seinni og vann þriðja leikhlutann 25-12 og fjórða leikhlutann 20-10. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var stigahæst í íslenska liðinu með sjö stig en hún gaf einnig þrjár stoðsendingar. Pálína Gunnlaugsdóttir var næststigahæst með 6 stig og komu þau öll í fyrsta leikhlutanum. Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir spiluðu sinn fyrsta A-landsleik í Slóvakíu í kvöld og skoruðu báðar sín fyrstu landsliðsstig í leiknum alveg eins og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir. Ísland mætir Portúgal í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið klukkan 19:30.Stig og tölfræði íslenska liðsins í leiknum:Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 7 stig, 3 stoðsendingar Pálína María Gunnlaugsdóttir 6 stig Gunnhildur Gunnarsdóttir 4 stig, 4 fráköst, 2 stolnir Hallveig Jónsdóttir 4 stig Ragna Margrét Brynjarsdóttir 3 stig, 3 fráköst Ingunn Embla Kristínardóttir 3 stig Ingibjörg Jakobsdóttir 3 stig Sandra Lind Þrastardóttir 3 stig, 7 fráköst Berglind Gunnarsdóttir 2 stig Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2 stig Thelma Dís Ágústsdóttir 2 stig Emelía Ósk Gunnarsdóttir 1 stig Körfubolti Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið tapaði með 46 stigum á móti Slóvakíu, 86-40, í undankeppni EM 2017 en þetta var fyrsti keppnisleikur liðsins án Helenu Sverrisdóttur í tólf ár. Liðið átti erfitt uppdráttar nánast frá fyrstu mínútu og voru þær slóvakísku of sterkar. Íslenskar landsliðskonur hafa ekki tapað stærra í meira en aldarfjórðung eða síðan íslenska liðið tapaði með 62 stigum á móti Danmörku 10. október 1990. Leikur íslenska liðsins var alls ekki nægilega góður og var liðið til að mynda með næstum því með jafnmarga tapaða bolta (33) og stig (40) í leiknum. Íslensku stelpurnar voru strax komnar tuttugu stigum undir eftir fyrsta leikhlutann, 26-6, þar sem einu stigin voru tvær þriggja stiga körfur hjá Pálínu Gunnlaugsdóttur. Besti leikhluti íslenska liðsins var annar leikhlutinn sem tapaðist með þremur stigum, 15-12. Munurinn var því 23 stig í hálfleik, 41-18, og róðurinn heldur betur þungur eftir fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Slóvakíska liðið gaf aftur í þeim seinni og vann þriðja leikhlutann 25-12 og fjórða leikhlutann 20-10. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var stigahæst í íslenska liðinu með sjö stig en hún gaf einnig þrjár stoðsendingar. Pálína Gunnlaugsdóttir var næststigahæst með 6 stig og komu þau öll í fyrsta leikhlutanum. Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir spiluðu sinn fyrsta A-landsleik í Slóvakíu í kvöld og skoruðu báðar sín fyrstu landsliðsstig í leiknum alveg eins og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir. Ísland mætir Portúgal í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið klukkan 19:30.Stig og tölfræði íslenska liðsins í leiknum:Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 7 stig, 3 stoðsendingar Pálína María Gunnlaugsdóttir 6 stig Gunnhildur Gunnarsdóttir 4 stig, 4 fráköst, 2 stolnir Hallveig Jónsdóttir 4 stig Ragna Margrét Brynjarsdóttir 3 stig, 3 fráköst Ingunn Embla Kristínardóttir 3 stig Ingibjörg Jakobsdóttir 3 stig Sandra Lind Þrastardóttir 3 stig, 7 fráköst Berglind Gunnarsdóttir 2 stig Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2 stig Thelma Dís Ágústsdóttir 2 stig Emelía Ósk Gunnarsdóttir 1 stig
Körfubolti Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum