

Það er ótrúlega áhugavert heimsmeistaramót fram undan hjá strákunum okkar. Það er svo mikið af ungum mönnum í Metz núna að þetta eru eiginlega bara drengir. Því er vel við hæfi að tala um drengjakór Geirs eins og Gaupi byrjaði á svo skemmtilega.
Það er leikdagur á HM í handbolta og þá fer líka í loftið fyrsti þáttur af HM í dag á Vísi.
"Við ætlum að ná í úrslit of ná sem bestu út úr þessu móti. Það er spennandi leikur í kvöld við Spánverja og þar ætlum við að ná í tvö stig,“ segir Ólafur Guðmundsson sem verður í stóru hlutverki í kvöld í fjarveru Arons Pálmarssonar.
Geir Sveinsson ætlar að nýta þetta tímamótamót hjá handboltalandsliðinu til þess að byggja upp til framtíðar. Kynslóðaskiptin verða nánast kláruð á HM í Frakklandi eftir ótrúleg ár hjá gullaldarlandsliði Íslands.
Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hinn magnaða Janus Daða Smárason á HM en hann sýndi í æfingaleikjum fyrir mótið að hann hefur ansi margt fram að færa. Leikmaðurinn er yfirvegaður og ætlar að nýta sín tækifæri vel.
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson tekur nú þátt í sínu 20. stórmóti í handbolta. Guðjón Valur lék með Barcelona og hann segir þetta um mótherja kvöldsins.
Gunnar Steinn Jónsson verður í stærra hlutverki nú þegar Aron Pálmarsson spilar ekki hér í Frakklandi. Hann segist til í slaginn.
Hornamaðurinn knái Arnór Þór Gunnarsson verður á sínum stað í horninu í kvöld en hvernig ætlar svona lágvaxinn maður að stríða stóru Spánverjunum?