Handbolti

Al­dís Ásta og stöllur í úr­slita­ein­vígið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aldís Ásta leikur til úrslita.
Aldís Ásta leikur til úrslita. Skara

Akureyringurinn Aldís Ásta Heimisdóttir og lið hennar Skara tryggði sér í kvöld sæti í einvíginu um sænska meistaratitilinn í handbolta.

Skara lagði Skuru með fjögurra marka mun í þriðja leik liðanna, lokatölur 22-18. Liðskonur Skara mættu með sópinn með sér í kvöld þar sem einvígi liðanna lauk með 3-0 sigri Aldísar Ástu og félaga.

Akureyringurinn skoraði tvö mörk í leik kvöldsins.

Í úrslitum mætir Skara annað hvort Höör eða Sävehof. Staðan í því einvígi er 2-1 fyrir síðarnefnda liðinu en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×