Enski boltinn

Hvor var betri, Lampard eða Gerrard?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
Fyrr í dag tilkynnti Frank Lampard að hann hefði lagt skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril.



Lampard lék lengst af með Chelsea og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins. Hann varð þrisvar sinnum enskur meistari með Chelsea, fjórum sinnum bikarmeistari, vann deildarbikarinn tvisvar sinnum og Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina einu sinni.

Þá lék Lampard 106 landsleiki fyrir England og skoraði 29 mörk. Hann fór með enska landsliðinu á fjögur stórmót.

Lampard var, og er enn, oft borinn saman við Steven Gerrard, fyrrverandi fyrirliða Liverpool og enska landsliðsins. Og sú spurning fylgir oft hvor þeirra var betri.

BBC birti í dag grein þar sem farið er yfir ferla þeirra beggja. Þar er m.a. farið yfir tölfræðina þeirra, titlana sem þeir unnu, hvor þeirra spilaði í betri liðum og frammistöðu þeirra fyrir enska landsliðið.

Grein BBC má lesa með því að smella hér.

En hvað finnst lesendum Vísis? Hvor leikmaðurinn var betri, Frank Lampard eða Steven Gerrard. Svarið hér að neðan.


Tengdar fréttir

Lampard leggur skóna á hilluna

Enski miðjumaðurinn Frank Lampard tilkynnti í dag að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×