Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 25-28 | FH náðu aftur heimaleikjarétti með sigri í Valsheimilinu Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar 13. maí 2017 16:00 Vignir Stefánsson, leikmaður Vals. vísir/ernir Deildarmeistarar FH unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Val í Valsheimilinu 28-25. Það þýðir að staðan í einvíginu er jöfn 1-1. Gísli Þorgeir Kristjánsson fór á kostum í liði FH og skoraði 10 mörk. Valsmenn byrjuðu leikinn eilítið betur, náðu fljótt yfirhöndinni og keyrðu grimmt á FH-inga á fyrstu mínútum. Gísli Þorgeir Kristjánsson var lengi vel eini FH-ingurinn með lífsmarki í sóknarleik liðsins og hélt þeim inni í leiknum. FH-ingar voru þó ekki af baki dottnir, náðu að jafna metin í 5-5 á 9. mínútu en um miðjan fyrri hálfleik tók vörn Vals við sér og munurinn jókst á nýjan leik. Valsmenn náðu mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleik, 13-10, þegar sjö mínútur lifðu af fyrri hálfleik. Engu líkara var en að Valsmenn væru að ná undirtökunum en deildarmeistarar FH höfðu ekki sagt sitt síðasta. Markverðir FH vörðu mikilvæg og erfið skot og FH-ingar náðu að minnka muninn niður í eitt mark á skömmum tíma. Staðan í hálfleik var 15-13, heimamönnum í vil. Þrátt fyrir að markverðir Vals væru ekki að verja vel, tvö skot samtals á fyrstu 30 mínútum leiksins. FH-ingar byrjuðu hins vegar síðari hálfleikinn af mun meiri krafti en Valsmenn. Vörn gestanna vaknaði til lífsins og fyrir aftan hana var Birkir Fannar Bragason að finna sig vel í markinu. FH komst yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, 17-18. FH dró ekkert undan og í stöðunni 22-21 fyrir Val náðu FH-ingar góðum kafla, skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 22-25. Þá var þjálfurum Vals nóg boðið og þeir tóku sitt annað leikhlé í síðari hálfleik. Leikur heimamanna batnaði eftir það að og innan örfárra mínútna var eitt mark sem skildi liðin af. FH náði hinsvegar að sigla sigri í höfn, 28-25, og jafna þar með metin í einvíginu. Gríðarlega þýðingamikið fyrir Hafnfirðinga. Gísli Þorgeir Kristjánsson var atkvæðamestur FH-inga í leiknum með 10 mörk og þá varði Birkir Fannar Bragason 12 mikilvæg skot í markinu. Hjá Valsmönnum var Anton Rúnarsson markahæstur með 6 mörk.Mörk Vals (víti): Anton Rúnarsson 6 Orri Freyr Gíslason 5 Vignir Stefánsson 3 Alexander Örn Júlíusson 3 Sveinn Aron Sveinsson 3 Ýmir Örn Gíslason 2 Ólafur Ægir Ólafsson 1 Sveinn José Rivera 1 Josip Juric Gric 1Varin skot (víti): Sigurður Ingiberg Ólafsson 6 Hlynur Morthens 3Mörk FH (víti): Gísli Þorgeir Kristjánsson 10 Ásbjörn Friðriksson 5 (4) Einar Rafn Eiðsson 4 Ágúst Birgisson 3 Óðinn Þór Ríkharðsson 3 Jóhann Karl Reynisson 1 Jóhann Birgir Ingvarsson 1 Arnar Freyr Ársælsson 1Varin skot (víti): Birkir Fannar Bragason 13 (1) Ágúst Elí Björgvinsson 3 Óskar Bjarni: Ég vissi að þetta yrði svona í þessum leik, varðandi dómgæslunaÓskar Bjarni Óskarsson var eðlilega svekktur í leikslok. Valsmenn unnu góðan sigur í Hafnarfirði í fyrsta leik liðanna en nú er staðan jöfn. "Svona er þetta bara. Þetta eru tvö hörkulið og vitað að þetta yrði erfitt. Ég er aðallega svekktur yfir því hvernig við spilum leikinn. Við náum ekki sama varnarleik og við erum þekktir fyrir og við náum ekki sömu markvörslu og í síðustu leikjum," sagði Óskar Bjarni en hann var heldur ekki sáttur við dómara leiksins. "Það er allt í lagi að reka menn útaf þegar þeir eru að rífa kjaft en þetta er úrslitakeppnin og menn rífa ekki kjaft þegar um er að ræða eitthvað lítið atriði. Þeir voru að sækja í gul spjöld og tvær mínútur og þannig er ekki handboltinn. En við þurfum bara að vinna með okkur sjálfa. Við erum of mikið að kvarta eftir hvern dóm og þegar líður á leiki og lið eru orðin þreytt, þá lítur þetta út eins og agaleysi. Ég og Gulli [annar þjálfara Vals] berum ábyrgð á því. Við megum bara ekki segja neitt. En ég vissi alveg að þetta yrði svona í þessum leik varðandi dómgæsluna," sagði Óskar Bjarni. "FH kom með nýja hluti og voru flottir. Gísli var sprækur en fær að gera þetta svolítið á fjórum skrefum. En hann er búinn að vera frábær og er einn efnilegasti leikmaður okkar Íslendinga. En þetta er bara veisla og ef einhver hélt að þetta yrði 3-0 fyrir FH eða 3-0 fyrir Val, þá er það bara vitleysa. Tvö frábær lið," sagði Óskar Bjarni að lokum. Ásbjörn: Við vorum aðeins of æstir í fyrri hálfleik en breyttum um varnarleik í byrjun þess síðari"Við vorum aðeins of æstir í fyrri hálfleik en breyttum um varnarleik í byrjun síðari hálfleiks og náðum undirtökunum. Þó það hafi verið tæpt í lokinn, þá náðum við að halda út og mér fannst við spila góðan leik," sagði fyrirliði FH-inga, Ásbjörn Friðriksson, eftir leikinn. Með tapi í dag hefði staða FH verið ansi erfið en deildarmeistararnir sýndu mikinn styrk því liðið var ekki að spila nægilega vel í fyrri hálfleik. "Við hefðum ekki haft neinn séns í viðbót [ef FH hefði tapað] en við tökum bara einn leik í einu. Nú núllstillum við okkur og setjum upp gott leikplan fyrir næsta leik og gefum allt í það verkefni. Þó við hefðum unnið fyrsta leikinn, þá hefði verið sama barátta hérna," sagði Ásbjörn. Halldór Jóhann: Við komum mjög grimmir inn í leikinn en náðum ekki alveg að stilla okkur af fyrr en í síðari hálfleikHalldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, sagði að sýnir menn hafi alls ekki ætlað sér að fara 0-2 undir í þriðja leikinn og það hafi sýnt sig í síðari hálfleik. "Það er erfitt að lenda 2-0 undir í svona einvígi. Við komum mjög grimmir inn í leikinn en náðum ekki alveg að stilla okkur af. Við vorum að fá á okkur alltof mörg mörk í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var fínn og við vorum að spila á móti mjög sterkri vörn," sagði Halldór. "Við náðum aðeins að breyta í seinni hálfleik. Mér leist ekkert á það fyrst en síðan náðum við góðu sambandi milli manna og öryggi. Við komumst yfir og það var mjög mikilvægt fyrir okkur að sjá að þetta væri hægt," bætti Halldór við. FH-ingar voru eðlilega ósáttir við fyrsta leikinn en Halldór sagði eftir leikinn í dag að vel hafi gengið að laga það sem þurfti að laga fyrir þennan leik. "Í fyrsta lagi ætluðum við okkur að spila miklu sterkari 6-0 vörn en mér fannst hún ekki vera að virka í fyrri hálfleiknum og að var lítil markvarsla þar á bakvið. Þannig að við breyttum í hálfleik en spilum samt aftur 6-0 vörn síðustu mínúturnar og fengum góðar markvörslur frá Birki. Það var mjög mikilvægt," sagði Halldór að lokum. Hér fyrir neðan má fylgjast með beinni lýsingu blaðamanns Vísis.25-28 (Leik lokið): FH sigrar og jafnar metin í 1-1!25-27 (60. mín): Gísli Þorgeir skorar úr þröngu færi! 25 sekúndur eftir!25-26 (59. mín): Birkir Fannar Bragason með gríðarlega mikilvæga markvörslu! FH tekur sitt annað leikhlé.25-26 (58. mín): Josip Grgic með sitt fyrsta mark fyrir Val.24-26 (55. mín): Jóhann Birgir Ingvarsson með sitt fyrsta mark í leiknum fyrir FH.24-25 (54. mín): Ásbjörn í gegn en Sigurður Ingiberg Ólafsson ver! Hans fimmta skot í leiknum.24-25 (51. mín): Orri Freyr með annað mark og munurinn kominn niður í eitt mark á nýjan leik! FH tekur leikhlé.23-25 (50. mín): Þjálfurum Vals leyst ekkert að stöðu mála og tóku annað leikhlé. Orri Freyr Gíslason minnkaði muninn í tvö mörk þegar leikurinn fór aftur í gang.22-25 (49. mín): FH með fjögur mörk í röð og skyndilega komið þremur mörkum yfir! Josip Grgic fékk högg í síðustu sókn Vals og liggur eftir.22-23 (48. mín): Gísli Þorgeir með sitt áttunda mark. Valsmenn fóru í sókn og Sveinn Aron Sveinsson skaut í stöng. FH með boltann.22-22 (46. mín): Ásbjörn öruggið uppmálað á vítalínunni sem fyrr.22-21 (45. mín): Allt í járnum og spennan er gríðarleg. Anton Rúnarsson skorar aftur og kemur Valsmönnum yfir á nýjan leik.20-20 (43. mín): Anton Rúnarsson jafnar fyrir Val þegar dómararnir voru við það að dæma leiktöf.19-19 (41. mín): FH er með stemninguna á sínu bandi þessa stundina. Vörnin er að leika vel og Valsmenn eiga í vandræðum með að finna glufur. Ólafur Ægir Ólafsson skorar hins vegar með laglegu undirhandaskoti.17-18 (38. mín): FH komið yfir í fyrsta sinn í leiknum með marki frá Ágústi Birgissyni af línunni. Valsmönnum líst ekkert á blikuna og þeir taka leikhlé.17-17 (38. mín): Gísli Þorgeir með sitt sjöunda mark og staðan jöfn.17-16 (37. mín): Birkir Fannar Bragason að byrja síðari hálfleikinn vel í marki FH. Kominn með 6 skot varin í heildina.16-15 (34. mín): Ásbjörn með annað mark út víti. Hinum megin klúðruðu Valsmenn vítakasti.16-14 (32. mín): Ásbjörn skorar af vítalínunni fyrir FH. Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Vals, fékk gult spjald fyrir að mótmæla þessu vítakasti.16-13 (31. mín): Anton Rúnarsson skorar fyrsta mark síðari hálfleiks.15-13 (31. mín): Djók. Vallarklukkan var í ruglinu. Núna er síðari hálfleikur farinn af stað.15-13 (31. mín): Síðari hálfleikur er farinn af stað.15-13 (fyrri hálfleik lokið): Hvorugt liðið náði að nýta sér sóknir á síðustu mínútu leiksins. FH-ingar áttu þó að fá augljóst vítakast sem ekki var dæmt. Svo fór að lokum að Josip Grgic fékk tveggja mínútna brottvísun eftir hamagang og smá vandræðagang hjá dómarapari leiksins. Valsmenn tóku undirtökin um miðjan fyrri hálfleik og leiða með tveimur mörkum, þrátt fyrir slaka markvörslu, aðeins tvö skot varin hjá markvörðum liðsins. Vörnin hefur komið þeim til bjargar.15-13 (29. mín): Alexander Örn Júlíusson með laglegt mark og kemur muninum aftur í tvö mörk.13-12 (27. mín): Akkúrat þegar maður hélt að Valsmenn væru að ná undirtökunum, þá rísa FH-ingar á fætur. Ásbjörn Friðriksson skorar af vítalínunni og kemur þessu í eitt mark.13-11 (24. mín): Ágúst Elí Björgvinsson varði vel frá Orra Frey Gíslasyni og Gísli Þorgeir Kristjánsson sitt fimmta mark fyrir FH. Stutt á milli í þessu. Í stað þess að Valur nái fjögurra marka forystu minnka FH-ingar þetta í tvö mörk.13-10 (23. mín): Ýmir Örn Gíslason skorar af miklu harðfylgi. Annað mark hans í leiknum.12-10 (20. mín): Línuspil Valsmanna að gefa vel. Tvö mörk í röð af línunni.10-8 (18. mín): Ráðleysti í sókn FH þessa stundina og Valsmenn ganga á lagið. Alexander Júlíusson kemur stöðunni í 10-8. FH tekur leikhlé.9-8 (15. mín): Hiti að færast í leikinn. Áðan var mikili reikistefna við bekkinn hjá FH þar sem Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari var alveg brjálaður. Varnir liðanna eru að færa sig upp á skaftið.7-7 (12. mín): Allt í járnum. Gísli Þorgeir með sitt fjórða mark!5-5 (9. mín): FH jafnar, Óðinn Ríkharðsson þar að verki.5-4 (8. mín): Einar Rafn Eiðsson kominn á blað hjá FH. Fyrsti FH-ingurinn til að skora fyrir utan Gísla Þorgeir.4-3 (7. mín): Ýmir Gíslason með annað mark Vals úr hraðaupphlaupi. Og aftur skorar Gísli Þorgeir fyrir FH!3-2 (5. mín): Vignir Stefánsson með tvö mörk á skömmum tíma fyrir Valsmenn, sem virðast vera vel stemmdir. Gísli Þorgeir minnkar hins vegar muninn.1-1 (3. mín): Gísli Þorgeir Kristjánsson skorar fyrsta mark FH. Hann átti góðan leik á miðvikudaginn. Spurning hvort hann haldi uppteknum hætti.1-0 (2. mín): Axelander Örn Júlíusson skorar fyrsta markið.14.00: Leikurinn er hafinn!13.55: Fimm mínútur í leik og spennan að magnast. Leikurinn er gríðarlega þýðingarmikill upp á framhaldið í þessari rimmu. Ljósin slökkt og leikmenn og dómarar ganga út á völl. Styttist í þetta!13.50: Tíu mínútur í leik og mætingin virðist ætla að vera sæmileg. Valsmenn stóðu sveittir við grillið áðan og ef til vill er fólk enn að gæða sér á borgara í andyri Valsheimilisins.13.47: Valur og FH eru bæði stórlið í handbolta á Íslandi og bæða hafa þau þurft að bíða töluvert eftir Íslandsmeistaratitli. Valur var síðast Íslandsmeistari árið 2007 og FH varð síðast Íslandsmeistari árið 2011.13.45: Dómarar leiksins eru þeir Arnar Sigurjónsson og Svavar Ólafur Pétursson.13.38: Liðskipan liðanna í dag: Valur 12 Sigurður Ingiberg Ólafsson (M) 16 Hlynur Morthens (M) 3 Orri Freyr Gíslason 4 Ólafur Ægir Ólafsson 8 Atli Már Báruson 10 Vignir Stefánsson 15 Alexander Örn Júlíusson 19 Sveinn Aron Sveinsson 23 Heiðar Þór Aðalsteinsson 27 Sveinn José Rivera 32 Josip Juric Gric 33 Ýmir Örn Gíslason 34 Anton Rúnarsson 50 Atli Karl Bachmann FH 1 Birkir Fannar Bragason (M) 16 Ágúst Elí Björgvinsson (M) 2 Ágúst Birgisson 3 Óðinn Þór Ríkharðsson 4 Gísli Þorgeir Kristjánsson 5 Ásbjörn Friðriksson 10 Ísak Rafnsson 11 Jóhann Karl Reynisson 13 Einar Rafn Eiðsson 14 Jóhann Birgir Ingvarsson 15 Halldór Ingi Jónasson 19 Jón Bjarni Ólafsson 22 Arnar Freyr Ársælsson 23 Þorgeir Björnsson 13.35: FH-ingar eru ríkjandi deildarmeistarar og ósigurinn í Kaplakrika á miðvikudaginn var fyrsta tap liðsins í úrslitakeppninni á þessu tímabili. Liðið sópaði bæði Gróttu og Aftureldingu út á leið sinni í úrslitin.13.30: Þetta er aðeins þriðji heimaleikur Vals í þessari úrslitakeppni. Liðið endaði í sjöunda sæti Olís-deildarinnar sem þýddi að liðið mætti ÍBV í 8 liða úrslitum. Þar léku Valsmenn einn heimaleik og slógu Vestmannaeyjinga út í Eyjum. Eftir það var Reykjavíkjaslagur milli Vals og Fram og þar sem Fram endaði ofar var fyrsti leikurinn spilaður í Safamýri, heimavelli Fram. Valur sópaði Fram út í undanúrslitum og lék því aðeins einn heimaleik. Leikurinn í dag er því sem fyrr segir aðeins þriðji heimaleikur Vals í úrslitakeppninni.13.25: Leikmenn gera sig klára. Áhorfendur sömuleiðis og Valsmenn tjaldu öllu til í dag. Það er búið að setja upp svið fyrir lítið trommusett (og bongótrommur).13.10: Velkomin með okkur til leiks í þessum öðrum leik Vals og FH í úrslitarimmu liðanna í Olís-deild karla. Valur náði yfirhöndinni í einvíginu með fjögurra marka sigri á FH í fyrsta leiknum í Kaplakrika, 28-24. Með sigri hér í dag geta Valsmenn komið sér í ansi vænlega stöðu. Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Deildarmeistarar FH unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Val í Valsheimilinu 28-25. Það þýðir að staðan í einvíginu er jöfn 1-1. Gísli Þorgeir Kristjánsson fór á kostum í liði FH og skoraði 10 mörk. Valsmenn byrjuðu leikinn eilítið betur, náðu fljótt yfirhöndinni og keyrðu grimmt á FH-inga á fyrstu mínútum. Gísli Þorgeir Kristjánsson var lengi vel eini FH-ingurinn með lífsmarki í sóknarleik liðsins og hélt þeim inni í leiknum. FH-ingar voru þó ekki af baki dottnir, náðu að jafna metin í 5-5 á 9. mínútu en um miðjan fyrri hálfleik tók vörn Vals við sér og munurinn jókst á nýjan leik. Valsmenn náðu mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleik, 13-10, þegar sjö mínútur lifðu af fyrri hálfleik. Engu líkara var en að Valsmenn væru að ná undirtökunum en deildarmeistarar FH höfðu ekki sagt sitt síðasta. Markverðir FH vörðu mikilvæg og erfið skot og FH-ingar náðu að minnka muninn niður í eitt mark á skömmum tíma. Staðan í hálfleik var 15-13, heimamönnum í vil. Þrátt fyrir að markverðir Vals væru ekki að verja vel, tvö skot samtals á fyrstu 30 mínútum leiksins. FH-ingar byrjuðu hins vegar síðari hálfleikinn af mun meiri krafti en Valsmenn. Vörn gestanna vaknaði til lífsins og fyrir aftan hana var Birkir Fannar Bragason að finna sig vel í markinu. FH komst yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, 17-18. FH dró ekkert undan og í stöðunni 22-21 fyrir Val náðu FH-ingar góðum kafla, skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 22-25. Þá var þjálfurum Vals nóg boðið og þeir tóku sitt annað leikhlé í síðari hálfleik. Leikur heimamanna batnaði eftir það að og innan örfárra mínútna var eitt mark sem skildi liðin af. FH náði hinsvegar að sigla sigri í höfn, 28-25, og jafna þar með metin í einvíginu. Gríðarlega þýðingamikið fyrir Hafnfirðinga. Gísli Þorgeir Kristjánsson var atkvæðamestur FH-inga í leiknum með 10 mörk og þá varði Birkir Fannar Bragason 12 mikilvæg skot í markinu. Hjá Valsmönnum var Anton Rúnarsson markahæstur með 6 mörk.Mörk Vals (víti): Anton Rúnarsson 6 Orri Freyr Gíslason 5 Vignir Stefánsson 3 Alexander Örn Júlíusson 3 Sveinn Aron Sveinsson 3 Ýmir Örn Gíslason 2 Ólafur Ægir Ólafsson 1 Sveinn José Rivera 1 Josip Juric Gric 1Varin skot (víti): Sigurður Ingiberg Ólafsson 6 Hlynur Morthens 3Mörk FH (víti): Gísli Þorgeir Kristjánsson 10 Ásbjörn Friðriksson 5 (4) Einar Rafn Eiðsson 4 Ágúst Birgisson 3 Óðinn Þór Ríkharðsson 3 Jóhann Karl Reynisson 1 Jóhann Birgir Ingvarsson 1 Arnar Freyr Ársælsson 1Varin skot (víti): Birkir Fannar Bragason 13 (1) Ágúst Elí Björgvinsson 3 Óskar Bjarni: Ég vissi að þetta yrði svona í þessum leik, varðandi dómgæslunaÓskar Bjarni Óskarsson var eðlilega svekktur í leikslok. Valsmenn unnu góðan sigur í Hafnarfirði í fyrsta leik liðanna en nú er staðan jöfn. "Svona er þetta bara. Þetta eru tvö hörkulið og vitað að þetta yrði erfitt. Ég er aðallega svekktur yfir því hvernig við spilum leikinn. Við náum ekki sama varnarleik og við erum þekktir fyrir og við náum ekki sömu markvörslu og í síðustu leikjum," sagði Óskar Bjarni en hann var heldur ekki sáttur við dómara leiksins. "Það er allt í lagi að reka menn útaf þegar þeir eru að rífa kjaft en þetta er úrslitakeppnin og menn rífa ekki kjaft þegar um er að ræða eitthvað lítið atriði. Þeir voru að sækja í gul spjöld og tvær mínútur og þannig er ekki handboltinn. En við þurfum bara að vinna með okkur sjálfa. Við erum of mikið að kvarta eftir hvern dóm og þegar líður á leiki og lið eru orðin þreytt, þá lítur þetta út eins og agaleysi. Ég og Gulli [annar þjálfara Vals] berum ábyrgð á því. Við megum bara ekki segja neitt. En ég vissi alveg að þetta yrði svona í þessum leik varðandi dómgæsluna," sagði Óskar Bjarni. "FH kom með nýja hluti og voru flottir. Gísli var sprækur en fær að gera þetta svolítið á fjórum skrefum. En hann er búinn að vera frábær og er einn efnilegasti leikmaður okkar Íslendinga. En þetta er bara veisla og ef einhver hélt að þetta yrði 3-0 fyrir FH eða 3-0 fyrir Val, þá er það bara vitleysa. Tvö frábær lið," sagði Óskar Bjarni að lokum. Ásbjörn: Við vorum aðeins of æstir í fyrri hálfleik en breyttum um varnarleik í byrjun þess síðari"Við vorum aðeins of æstir í fyrri hálfleik en breyttum um varnarleik í byrjun síðari hálfleiks og náðum undirtökunum. Þó það hafi verið tæpt í lokinn, þá náðum við að halda út og mér fannst við spila góðan leik," sagði fyrirliði FH-inga, Ásbjörn Friðriksson, eftir leikinn. Með tapi í dag hefði staða FH verið ansi erfið en deildarmeistararnir sýndu mikinn styrk því liðið var ekki að spila nægilega vel í fyrri hálfleik. "Við hefðum ekki haft neinn séns í viðbót [ef FH hefði tapað] en við tökum bara einn leik í einu. Nú núllstillum við okkur og setjum upp gott leikplan fyrir næsta leik og gefum allt í það verkefni. Þó við hefðum unnið fyrsta leikinn, þá hefði verið sama barátta hérna," sagði Ásbjörn. Halldór Jóhann: Við komum mjög grimmir inn í leikinn en náðum ekki alveg að stilla okkur af fyrr en í síðari hálfleikHalldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, sagði að sýnir menn hafi alls ekki ætlað sér að fara 0-2 undir í þriðja leikinn og það hafi sýnt sig í síðari hálfleik. "Það er erfitt að lenda 2-0 undir í svona einvígi. Við komum mjög grimmir inn í leikinn en náðum ekki alveg að stilla okkur af. Við vorum að fá á okkur alltof mörg mörk í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var fínn og við vorum að spila á móti mjög sterkri vörn," sagði Halldór. "Við náðum aðeins að breyta í seinni hálfleik. Mér leist ekkert á það fyrst en síðan náðum við góðu sambandi milli manna og öryggi. Við komumst yfir og það var mjög mikilvægt fyrir okkur að sjá að þetta væri hægt," bætti Halldór við. FH-ingar voru eðlilega ósáttir við fyrsta leikinn en Halldór sagði eftir leikinn í dag að vel hafi gengið að laga það sem þurfti að laga fyrir þennan leik. "Í fyrsta lagi ætluðum við okkur að spila miklu sterkari 6-0 vörn en mér fannst hún ekki vera að virka í fyrri hálfleiknum og að var lítil markvarsla þar á bakvið. Þannig að við breyttum í hálfleik en spilum samt aftur 6-0 vörn síðustu mínúturnar og fengum góðar markvörslur frá Birki. Það var mjög mikilvægt," sagði Halldór að lokum. Hér fyrir neðan má fylgjast með beinni lýsingu blaðamanns Vísis.25-28 (Leik lokið): FH sigrar og jafnar metin í 1-1!25-27 (60. mín): Gísli Þorgeir skorar úr þröngu færi! 25 sekúndur eftir!25-26 (59. mín): Birkir Fannar Bragason með gríðarlega mikilvæga markvörslu! FH tekur sitt annað leikhlé.25-26 (58. mín): Josip Grgic með sitt fyrsta mark fyrir Val.24-26 (55. mín): Jóhann Birgir Ingvarsson með sitt fyrsta mark í leiknum fyrir FH.24-25 (54. mín): Ásbjörn í gegn en Sigurður Ingiberg Ólafsson ver! Hans fimmta skot í leiknum.24-25 (51. mín): Orri Freyr með annað mark og munurinn kominn niður í eitt mark á nýjan leik! FH tekur leikhlé.23-25 (50. mín): Þjálfurum Vals leyst ekkert að stöðu mála og tóku annað leikhlé. Orri Freyr Gíslason minnkaði muninn í tvö mörk þegar leikurinn fór aftur í gang.22-25 (49. mín): FH með fjögur mörk í röð og skyndilega komið þremur mörkum yfir! Josip Grgic fékk högg í síðustu sókn Vals og liggur eftir.22-23 (48. mín): Gísli Þorgeir með sitt áttunda mark. Valsmenn fóru í sókn og Sveinn Aron Sveinsson skaut í stöng. FH með boltann.22-22 (46. mín): Ásbjörn öruggið uppmálað á vítalínunni sem fyrr.22-21 (45. mín): Allt í járnum og spennan er gríðarleg. Anton Rúnarsson skorar aftur og kemur Valsmönnum yfir á nýjan leik.20-20 (43. mín): Anton Rúnarsson jafnar fyrir Val þegar dómararnir voru við það að dæma leiktöf.19-19 (41. mín): FH er með stemninguna á sínu bandi þessa stundina. Vörnin er að leika vel og Valsmenn eiga í vandræðum með að finna glufur. Ólafur Ægir Ólafsson skorar hins vegar með laglegu undirhandaskoti.17-18 (38. mín): FH komið yfir í fyrsta sinn í leiknum með marki frá Ágústi Birgissyni af línunni. Valsmönnum líst ekkert á blikuna og þeir taka leikhlé.17-17 (38. mín): Gísli Þorgeir með sitt sjöunda mark og staðan jöfn.17-16 (37. mín): Birkir Fannar Bragason að byrja síðari hálfleikinn vel í marki FH. Kominn með 6 skot varin í heildina.16-15 (34. mín): Ásbjörn með annað mark út víti. Hinum megin klúðruðu Valsmenn vítakasti.16-14 (32. mín): Ásbjörn skorar af vítalínunni fyrir FH. Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Vals, fékk gult spjald fyrir að mótmæla þessu vítakasti.16-13 (31. mín): Anton Rúnarsson skorar fyrsta mark síðari hálfleiks.15-13 (31. mín): Djók. Vallarklukkan var í ruglinu. Núna er síðari hálfleikur farinn af stað.15-13 (31. mín): Síðari hálfleikur er farinn af stað.15-13 (fyrri hálfleik lokið): Hvorugt liðið náði að nýta sér sóknir á síðustu mínútu leiksins. FH-ingar áttu þó að fá augljóst vítakast sem ekki var dæmt. Svo fór að lokum að Josip Grgic fékk tveggja mínútna brottvísun eftir hamagang og smá vandræðagang hjá dómarapari leiksins. Valsmenn tóku undirtökin um miðjan fyrri hálfleik og leiða með tveimur mörkum, þrátt fyrir slaka markvörslu, aðeins tvö skot varin hjá markvörðum liðsins. Vörnin hefur komið þeim til bjargar.15-13 (29. mín): Alexander Örn Júlíusson með laglegt mark og kemur muninum aftur í tvö mörk.13-12 (27. mín): Akkúrat þegar maður hélt að Valsmenn væru að ná undirtökunum, þá rísa FH-ingar á fætur. Ásbjörn Friðriksson skorar af vítalínunni og kemur þessu í eitt mark.13-11 (24. mín): Ágúst Elí Björgvinsson varði vel frá Orra Frey Gíslasyni og Gísli Þorgeir Kristjánsson sitt fimmta mark fyrir FH. Stutt á milli í þessu. Í stað þess að Valur nái fjögurra marka forystu minnka FH-ingar þetta í tvö mörk.13-10 (23. mín): Ýmir Örn Gíslason skorar af miklu harðfylgi. Annað mark hans í leiknum.12-10 (20. mín): Línuspil Valsmanna að gefa vel. Tvö mörk í röð af línunni.10-8 (18. mín): Ráðleysti í sókn FH þessa stundina og Valsmenn ganga á lagið. Alexander Júlíusson kemur stöðunni í 10-8. FH tekur leikhlé.9-8 (15. mín): Hiti að færast í leikinn. Áðan var mikili reikistefna við bekkinn hjá FH þar sem Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari var alveg brjálaður. Varnir liðanna eru að færa sig upp á skaftið.7-7 (12. mín): Allt í járnum. Gísli Þorgeir með sitt fjórða mark!5-5 (9. mín): FH jafnar, Óðinn Ríkharðsson þar að verki.5-4 (8. mín): Einar Rafn Eiðsson kominn á blað hjá FH. Fyrsti FH-ingurinn til að skora fyrir utan Gísla Þorgeir.4-3 (7. mín): Ýmir Gíslason með annað mark Vals úr hraðaupphlaupi. Og aftur skorar Gísli Þorgeir fyrir FH!3-2 (5. mín): Vignir Stefánsson með tvö mörk á skömmum tíma fyrir Valsmenn, sem virðast vera vel stemmdir. Gísli Þorgeir minnkar hins vegar muninn.1-1 (3. mín): Gísli Þorgeir Kristjánsson skorar fyrsta mark FH. Hann átti góðan leik á miðvikudaginn. Spurning hvort hann haldi uppteknum hætti.1-0 (2. mín): Axelander Örn Júlíusson skorar fyrsta markið.14.00: Leikurinn er hafinn!13.55: Fimm mínútur í leik og spennan að magnast. Leikurinn er gríðarlega þýðingarmikill upp á framhaldið í þessari rimmu. Ljósin slökkt og leikmenn og dómarar ganga út á völl. Styttist í þetta!13.50: Tíu mínútur í leik og mætingin virðist ætla að vera sæmileg. Valsmenn stóðu sveittir við grillið áðan og ef til vill er fólk enn að gæða sér á borgara í andyri Valsheimilisins.13.47: Valur og FH eru bæði stórlið í handbolta á Íslandi og bæða hafa þau þurft að bíða töluvert eftir Íslandsmeistaratitli. Valur var síðast Íslandsmeistari árið 2007 og FH varð síðast Íslandsmeistari árið 2011.13.45: Dómarar leiksins eru þeir Arnar Sigurjónsson og Svavar Ólafur Pétursson.13.38: Liðskipan liðanna í dag: Valur 12 Sigurður Ingiberg Ólafsson (M) 16 Hlynur Morthens (M) 3 Orri Freyr Gíslason 4 Ólafur Ægir Ólafsson 8 Atli Már Báruson 10 Vignir Stefánsson 15 Alexander Örn Júlíusson 19 Sveinn Aron Sveinsson 23 Heiðar Þór Aðalsteinsson 27 Sveinn José Rivera 32 Josip Juric Gric 33 Ýmir Örn Gíslason 34 Anton Rúnarsson 50 Atli Karl Bachmann FH 1 Birkir Fannar Bragason (M) 16 Ágúst Elí Björgvinsson (M) 2 Ágúst Birgisson 3 Óðinn Þór Ríkharðsson 4 Gísli Þorgeir Kristjánsson 5 Ásbjörn Friðriksson 10 Ísak Rafnsson 11 Jóhann Karl Reynisson 13 Einar Rafn Eiðsson 14 Jóhann Birgir Ingvarsson 15 Halldór Ingi Jónasson 19 Jón Bjarni Ólafsson 22 Arnar Freyr Ársælsson 23 Þorgeir Björnsson 13.35: FH-ingar eru ríkjandi deildarmeistarar og ósigurinn í Kaplakrika á miðvikudaginn var fyrsta tap liðsins í úrslitakeppninni á þessu tímabili. Liðið sópaði bæði Gróttu og Aftureldingu út á leið sinni í úrslitin.13.30: Þetta er aðeins þriðji heimaleikur Vals í þessari úrslitakeppni. Liðið endaði í sjöunda sæti Olís-deildarinnar sem þýddi að liðið mætti ÍBV í 8 liða úrslitum. Þar léku Valsmenn einn heimaleik og slógu Vestmannaeyjinga út í Eyjum. Eftir það var Reykjavíkjaslagur milli Vals og Fram og þar sem Fram endaði ofar var fyrsti leikurinn spilaður í Safamýri, heimavelli Fram. Valur sópaði Fram út í undanúrslitum og lék því aðeins einn heimaleik. Leikurinn í dag er því sem fyrr segir aðeins þriðji heimaleikur Vals í úrslitakeppninni.13.25: Leikmenn gera sig klára. Áhorfendur sömuleiðis og Valsmenn tjaldu öllu til í dag. Það er búið að setja upp svið fyrir lítið trommusett (og bongótrommur).13.10: Velkomin með okkur til leiks í þessum öðrum leik Vals og FH í úrslitarimmu liðanna í Olís-deild karla. Valur náði yfirhöndinni í einvíginu með fjögurra marka sigri á FH í fyrsta leiknum í Kaplakrika, 28-24. Með sigri hér í dag geta Valsmenn komið sér í ansi vænlega stöðu.
Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira