Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍA 2-2 | Skagamenn sóttu stig í Garðabæinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2017 20:00 Guðjón Baldvinsson skoraði fyrra mark Stjörnunnar. vísir/anton Stjarnan og ÍA skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Samsung-vellinum í 9. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Stjarnan hefur aðeins uppskorið eitt stig úr síðustu fjórum á meðan ÍA hefur bara tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum. Stjörnumenn voru miklu sterkari í upphafi leiks og komust sanngjarnt yfir á 22. mínútu þegar Guðjón Baldvinsson skoraði sitt fimmta mark í sumar. Tryggvi Hrafn Haraldsson jafnaði metin tveimur mínútum fyrir hálfleik eftir slæm mistök í vörn Stjörnunnar. Heimamenn komust aftur yfir á 49. mínútu þegar Hilmar Árni Halldórsson skoraði beint úr aukaspyrnu. Skagamenn voru ekkert sérstaklega líklegir til að jafna metin en tókst það samt þegar Arnar Már Guðjónsson skallaði aukaspyrnu Þórðar Þorsteins Þórðarsonar í netið sex mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 2-2.Af hverju varð jafntefli? Stjörnumenn voru sjálfum sér verstir í þessum leik. Þeir áttu leikinn með húð og hári í fyrri hálfleik en tókst samt bara að skora eitt mark. Þeim var svo refsað grimmilega skömmu fyrir hálfleiksflautið. Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, breytti um leikkerfi þegar um 10 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og fór í þriggja manna vörn. Eftir þessa breytingu var leikurinn mun jafnari þótt Stjarnan væri áfram með yfirhöndina. Garðbæingar komust aftur yfir snemma í seinni hálfleik en gleymdu sér í aukaspyrnu ÍA og fengu jöfnunarmark í andlitið á 84. mínútu.Þessir stóðu upp úr: Hilmar Árni var frábær í fyrri hálfleik enda fékk hann mikið pláss. Vandræði Skagamanna með að dekka hann minntu um margt á vandræðin sem þeir lentu í með FH-inginn Steven Lennon í 1. umferðinni. Eftir að ÍA breytti um kerfi fór minna fyrir Hilmari Árna. Hann sýndi þó hversu frábær spyrnumaður hann er þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu í byrjun seinni hálfleiks. Guðjón Baldvinsson sneri aftur í byrjunarlið Stjörnunnar og það var allt annað að sjá liðið með hann innanborðs. Hann leiddi sóknarlínuna, hljóp og djöflaðist og skoraði gott mark. Skagamenn nýttu þau tækifæri sem þeir fengu í leiknum afskaplega vel. Þá átti Ingvar Þór Kale stóran þátt í að gestirnir náðu í stig en hann varði tvisvar vel þegar heimamenn komust einir í gegn í seinni hálfleik. Þórður Þorsteinn lagði líka upp bæði mörk ÍA og heldur áfram að reynast Skagaliðinu drjúgur. Maður dagsins hjá ÍA var samt Gunnlaugur Jónsson en breytingin sem hann gerði seint í fyrri hálfleik breytti leiknum.Hvað gekk illa? Skagamenn áttu í tómum vandræðum í upphafi leiks, bæði með og án boltans. Uppspilið var slakt og gestirnir voru fljótir að tapa boltanum. Þeir réðu svo illa við kantspil Stjörnunnar og gáfu heimamönnum alltof mikinn tíma og pláss. Það lagaðist mjög eftir að Skagamenn skiptu um kerfi. Stjörnumenn eiga í vandræðum með varnarleikinn sinn en þeir hafa fengið á sig níu mörk í síðustu fjórum leikjum og aðeins einu sinni haldið hreinu í deildinni í sumar.Hvað gerist næst? Stjörnumenn fá Shamrock Rovers í heimsókn í forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn. Á sunnudaginn eftir viku mæta þeir KR í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins áður en þeir fara til Írlands og spila seinni leikinn við Shamrock. Skagamenn fá núna góða hvíld en þeir eiga ekki leik fyrr en mánudaginn 3. júlí. Þá sækja þeir Leikni R. heim í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins.Einkunnir: Stjarnan (3-4-3): Sveinn Sigurður Jóhannesson 5 - Brynjar Gauti Guðjónsson 5, Daníel Laxdal 5, Hörður Árnason 5 - Heiðar Ægisson 6, Alex Þór Hauksson 6, Baldur Sigurðsson 6 (67. Eyjólfur Héðinsson 5), Jósef Kristinn Jósefsson 6 - Hólmbert Aron Friðjónsson 5 (72. Kristófer Konráðsson -), Guðjón Baldvinsson 7 (83. Máni Austmann Hilmarsson -), Hilmar Árni Halldórsson 8* (maður leiksins).ÍA (4-4-2): Ingvar Þór Kale 7 - Hafþór Pétursson 5, Gylfi Veigar Gylfason 5, Arnór Snær Guðmundsson 5, Rashid Yussuf 5 - Þórður Þorsteinn Þórðarson 6, Arnar Már Guðjónsson 6, Albert Hafsteinsson 5, Steinar Þorsteinsson 5 (86. Ragnar Már Lárusson -) - Garðar Gunnlaugsson 4, Tryggvi Hrafn Haraldsson 5.Rúnar Páll: Ömurlegt að gefa þessi mörk Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var hundsvekktur að fá bara eitt stig út úr leiknum við ÍA. „Við vorum mjög öflugir í fyrri hálfleik en gáfum tvö mörk eins og í síðasta leik. Það er ömurlegt, að gefa liðunum þessi mörk. Þegar við komum í veg fyrir það förum við kannski að hala inn þremur stigum,“ sagði Rúnar Páll sem breytti út af vananum og stillti upp í leikkerfið 3-4-3. Stjarnan spilaði það kerfi í allan vetur en Rúnar setti það á ís fyrir mót. En af hverju ákvað hann að breyta yfir í það núna? „Okkur fannst þetta vera fínn tímapunktur. Við héldum að það myndi henta ágætlega á móti Skaganum sem og það gerði. Við sköpuðum okkur helling af færum og áttum góðar sóknir,“ sagði Rúnar sem fannst breytingin þegar ÍA fór í líka þriggja manna vörn ekki hafa mikil áhrif á sitt lið. „Nei, ekki þannig. Þeir voru með fleiri inni á miðjunni en það sköpuðust áfram færi til að sækja á þá. Þeir reyndu að þétta sig aðeins og loka köntunum.“ Guðjón Baldvinsson sneri aftur í lið Stjörnunnar í dag eftir meiðsli. Haraldur Björnsson var einnig kominn á bekkinn og Rúnar Páll segir að það styttist óðum í að markvörðurinn verði klár í slaginn. „Haraldur er allur að koma til og við sjáum hvað setur fyrir Evrópuleikinn,“ sagði Rúnar Páll og vísaði til leiksins gegn Shamrock Rovers á fimmtudaginn kemur.Gunnlaugur: Undrandi hversu fljótt þetta bar árangur „Já og nei. Við áttum alveg færi til að klára þetta. En miðað við hvernig leikurinn byrjaði getur maður verið nokkuð sáttur með þetta,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, aðspurður hvort hann væri sáttur með eitt stig gegn Stjörnunni í dag. Skagamenn áttu í miklum vandræðum í upphafi leiks og gátu talist heppnir að fá bara eitt mark á sig. En Gunnlaugur átti ás upp í erminni og þegar um 10 mínútur voru til hálfleiks breytti hann um leikkerfi og við það jafnaðist leikurinn. „Við tókum bara ákvörðun um það í augnablikinu. Það vill svo til að við höfðum holninguna í það; vorum með miðvörð í hægri bakverði þannig að þetta svínvirkaði. Ég var undrandi hversu fljótt þetta bar árangur. Þeir lentu í miklum vandræðum með okkur,“ sagði Gunnlaugur. Að hans sögn voru Skagamenn hvorki búnir að æfa þetta leikkerfi né spila það á undirbúningstímabilinu. „Við vorum eitt af fáum liðum sem notuðum þetta ekki í vetur. Aftur á móti unnum við aðeins með þetta veturinn í fyrra og hitteðfyrra. Menn þekkja þetta og það voru allir með sitt á hreinu. Þetta gerði þeim erfitt fyrir. Við náðum loksins að dekka betur, betri tökum á köntunum og þetta var eiginlega maður á mann,“ sagði Gunnlaugur. Eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu hefur ÍA aðeins tapað einum af síðustu fimm deildarleikjum sínum. Gunnlaugur er ánægður með hvernig hans menn hafa risið upp á afturlappirnar eftir mikið mótlæti. „Ég gríðarlega ánægður. Við erum á hárréttri leið. Strákarnir fá mikið hrós fyrir að halda haus. Þetta var ekkert smá erfið byrjun og í ofanálag er ekkert smá mikil umræða um deildina. Það var hraunað yfir þá nánast hvern einasta dag. Það er ofboðslega sterkt að halda haus og halda klefanum ferskum. Við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Gunnlaugur. Pepsi Max-deild karla
Stjarnan og ÍA skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Samsung-vellinum í 9. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Stjarnan hefur aðeins uppskorið eitt stig úr síðustu fjórum á meðan ÍA hefur bara tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum. Stjörnumenn voru miklu sterkari í upphafi leiks og komust sanngjarnt yfir á 22. mínútu þegar Guðjón Baldvinsson skoraði sitt fimmta mark í sumar. Tryggvi Hrafn Haraldsson jafnaði metin tveimur mínútum fyrir hálfleik eftir slæm mistök í vörn Stjörnunnar. Heimamenn komust aftur yfir á 49. mínútu þegar Hilmar Árni Halldórsson skoraði beint úr aukaspyrnu. Skagamenn voru ekkert sérstaklega líklegir til að jafna metin en tókst það samt þegar Arnar Már Guðjónsson skallaði aukaspyrnu Þórðar Þorsteins Þórðarsonar í netið sex mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 2-2.Af hverju varð jafntefli? Stjörnumenn voru sjálfum sér verstir í þessum leik. Þeir áttu leikinn með húð og hári í fyrri hálfleik en tókst samt bara að skora eitt mark. Þeim var svo refsað grimmilega skömmu fyrir hálfleiksflautið. Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, breytti um leikkerfi þegar um 10 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og fór í þriggja manna vörn. Eftir þessa breytingu var leikurinn mun jafnari þótt Stjarnan væri áfram með yfirhöndina. Garðbæingar komust aftur yfir snemma í seinni hálfleik en gleymdu sér í aukaspyrnu ÍA og fengu jöfnunarmark í andlitið á 84. mínútu.Þessir stóðu upp úr: Hilmar Árni var frábær í fyrri hálfleik enda fékk hann mikið pláss. Vandræði Skagamanna með að dekka hann minntu um margt á vandræðin sem þeir lentu í með FH-inginn Steven Lennon í 1. umferðinni. Eftir að ÍA breytti um kerfi fór minna fyrir Hilmari Árna. Hann sýndi þó hversu frábær spyrnumaður hann er þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu í byrjun seinni hálfleiks. Guðjón Baldvinsson sneri aftur í byrjunarlið Stjörnunnar og það var allt annað að sjá liðið með hann innanborðs. Hann leiddi sóknarlínuna, hljóp og djöflaðist og skoraði gott mark. Skagamenn nýttu þau tækifæri sem þeir fengu í leiknum afskaplega vel. Þá átti Ingvar Þór Kale stóran þátt í að gestirnir náðu í stig en hann varði tvisvar vel þegar heimamenn komust einir í gegn í seinni hálfleik. Þórður Þorsteinn lagði líka upp bæði mörk ÍA og heldur áfram að reynast Skagaliðinu drjúgur. Maður dagsins hjá ÍA var samt Gunnlaugur Jónsson en breytingin sem hann gerði seint í fyrri hálfleik breytti leiknum.Hvað gekk illa? Skagamenn áttu í tómum vandræðum í upphafi leiks, bæði með og án boltans. Uppspilið var slakt og gestirnir voru fljótir að tapa boltanum. Þeir réðu svo illa við kantspil Stjörnunnar og gáfu heimamönnum alltof mikinn tíma og pláss. Það lagaðist mjög eftir að Skagamenn skiptu um kerfi. Stjörnumenn eiga í vandræðum með varnarleikinn sinn en þeir hafa fengið á sig níu mörk í síðustu fjórum leikjum og aðeins einu sinni haldið hreinu í deildinni í sumar.Hvað gerist næst? Stjörnumenn fá Shamrock Rovers í heimsókn í forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn. Á sunnudaginn eftir viku mæta þeir KR í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins áður en þeir fara til Írlands og spila seinni leikinn við Shamrock. Skagamenn fá núna góða hvíld en þeir eiga ekki leik fyrr en mánudaginn 3. júlí. Þá sækja þeir Leikni R. heim í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins.Einkunnir: Stjarnan (3-4-3): Sveinn Sigurður Jóhannesson 5 - Brynjar Gauti Guðjónsson 5, Daníel Laxdal 5, Hörður Árnason 5 - Heiðar Ægisson 6, Alex Þór Hauksson 6, Baldur Sigurðsson 6 (67. Eyjólfur Héðinsson 5), Jósef Kristinn Jósefsson 6 - Hólmbert Aron Friðjónsson 5 (72. Kristófer Konráðsson -), Guðjón Baldvinsson 7 (83. Máni Austmann Hilmarsson -), Hilmar Árni Halldórsson 8* (maður leiksins).ÍA (4-4-2): Ingvar Þór Kale 7 - Hafþór Pétursson 5, Gylfi Veigar Gylfason 5, Arnór Snær Guðmundsson 5, Rashid Yussuf 5 - Þórður Þorsteinn Þórðarson 6, Arnar Már Guðjónsson 6, Albert Hafsteinsson 5, Steinar Þorsteinsson 5 (86. Ragnar Már Lárusson -) - Garðar Gunnlaugsson 4, Tryggvi Hrafn Haraldsson 5.Rúnar Páll: Ömurlegt að gefa þessi mörk Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var hundsvekktur að fá bara eitt stig út úr leiknum við ÍA. „Við vorum mjög öflugir í fyrri hálfleik en gáfum tvö mörk eins og í síðasta leik. Það er ömurlegt, að gefa liðunum þessi mörk. Þegar við komum í veg fyrir það förum við kannski að hala inn þremur stigum,“ sagði Rúnar Páll sem breytti út af vananum og stillti upp í leikkerfið 3-4-3. Stjarnan spilaði það kerfi í allan vetur en Rúnar setti það á ís fyrir mót. En af hverju ákvað hann að breyta yfir í það núna? „Okkur fannst þetta vera fínn tímapunktur. Við héldum að það myndi henta ágætlega á móti Skaganum sem og það gerði. Við sköpuðum okkur helling af færum og áttum góðar sóknir,“ sagði Rúnar sem fannst breytingin þegar ÍA fór í líka þriggja manna vörn ekki hafa mikil áhrif á sitt lið. „Nei, ekki þannig. Þeir voru með fleiri inni á miðjunni en það sköpuðust áfram færi til að sækja á þá. Þeir reyndu að þétta sig aðeins og loka köntunum.“ Guðjón Baldvinsson sneri aftur í lið Stjörnunnar í dag eftir meiðsli. Haraldur Björnsson var einnig kominn á bekkinn og Rúnar Páll segir að það styttist óðum í að markvörðurinn verði klár í slaginn. „Haraldur er allur að koma til og við sjáum hvað setur fyrir Evrópuleikinn,“ sagði Rúnar Páll og vísaði til leiksins gegn Shamrock Rovers á fimmtudaginn kemur.Gunnlaugur: Undrandi hversu fljótt þetta bar árangur „Já og nei. Við áttum alveg færi til að klára þetta. En miðað við hvernig leikurinn byrjaði getur maður verið nokkuð sáttur með þetta,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, aðspurður hvort hann væri sáttur með eitt stig gegn Stjörnunni í dag. Skagamenn áttu í miklum vandræðum í upphafi leiks og gátu talist heppnir að fá bara eitt mark á sig. En Gunnlaugur átti ás upp í erminni og þegar um 10 mínútur voru til hálfleiks breytti hann um leikkerfi og við það jafnaðist leikurinn. „Við tókum bara ákvörðun um það í augnablikinu. Það vill svo til að við höfðum holninguna í það; vorum með miðvörð í hægri bakverði þannig að þetta svínvirkaði. Ég var undrandi hversu fljótt þetta bar árangur. Þeir lentu í miklum vandræðum með okkur,“ sagði Gunnlaugur. Að hans sögn voru Skagamenn hvorki búnir að æfa þetta leikkerfi né spila það á undirbúningstímabilinu. „Við vorum eitt af fáum liðum sem notuðum þetta ekki í vetur. Aftur á móti unnum við aðeins með þetta veturinn í fyrra og hitteðfyrra. Menn þekkja þetta og það voru allir með sitt á hreinu. Þetta gerði þeim erfitt fyrir. Við náðum loksins að dekka betur, betri tökum á köntunum og þetta var eiginlega maður á mann,“ sagði Gunnlaugur. Eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu hefur ÍA aðeins tapað einum af síðustu fimm deildarleikjum sínum. Gunnlaugur er ánægður með hvernig hans menn hafa risið upp á afturlappirnar eftir mikið mótlæti. „Ég gríðarlega ánægður. Við erum á hárréttri leið. Strákarnir fá mikið hrós fyrir að halda haus. Þetta var ekkert smá erfið byrjun og í ofanálag er ekkert smá mikil umræða um deildina. Það var hraunað yfir þá nánast hvern einasta dag. Það er ofboðslega sterkt að halda haus og halda klefanum ferskum. Við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Gunnlaugur.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti