Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Valur Páll Eiríksson skrifar 4. apríl 2025 09:33 Sölvi Geir þarf ekki að leita miðvarðar þrátt fyrir að tveir hafi hrokkið úr lestinni skömmu fyrir mót. EPA-EFE/GEORGIA PANAGOPOULOU Sölvi Geir Ottesen hefur skilning á ákvörðun Jóns Guðna Fjólusonar að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Jón Guðni er annar miðvörður Víkinga sem hættir iðkun knattspyrnu á skömmum tíma en þrátt fyrir það eru Víkingar vel mannaðir í öftustu línu. Jón Guðni tók ákvörðun um að hætta í vikunni. Hann hafði verið meiddur í um tvö ár áður en hann gekk í raðir Víkinga í fyrra en náði að spila 31 leik með liðinu í öllum keppnum. Hnén hafa hins vegar verið að stríða honum í vetur og hann í raun sárþjáður. „Eftir frí hefur hann verið í vandræði með hnéin á sér. Eftir Panathinaikos-leikina fór hann í sprautu til að lina þjáningum hans. Hann var mjög þjáður og gat ekki beitt sér að fullu. Batinn gekk mjög hægt eftir það og síðan þá hefur hann ekkert náð sér almennilega,“ segir Sölvi Geir um Jón Guðna í samtali við íþróttadeild. „Hann hefur rætt við okkur Kára um framhaldið og hefur tekið sér tíma í það að taka þessa ákvörðun. Ég skil ákvörðunina rosalega vel. Það er ekkert grín, ég þekki það sjálfur, að spila í gegnum svona mikinn sársauka. Mér finnst það bara vel gert hjá honum. En auðvitað er mikill missir af Nonna,“ segir Sölvi Geir sem sjálfur glímdi við þrálát bakmeiðsli í gegnum lunga fótboltaferils síns. Róbert og Sveinn fylla í skarðið Jón Guðni er annar miðvörðurinn, og í raun annar örvfætti miðvörðurinn í liði Víkings sem hættir á skömmum tíma. Halldór Smári Sigurðarson, herra Víkingur, gerði slíkt hið sama fyrir skemmstu. Þrátt fyrir brotthvarf þeirra segist Sölvi ekki á flæðiskeri staddur hvað varnarlínuna varðar. „Við fengum auðvitað Róbert Orra (Þorkelsson) inn í þetta og Sveinn Gísli Þorkelsson er kominn með stærra hlutverk líka í liðinu. Við misstum tvo vinstri fótar hafsenta en erum með Svein Gísla og Róbert. Við ekkert í neinni krísu. Við erum ennþá með fjóra sterka hafsenta. Þó það sé vissulega missir af þessum tveimur strákum og karakter þeirra,“ segir Sölvi. Engin þörf fyrir gömlu hundana á æfingum Svo þið Kári Árna þurfið ekkert að stíga inn og manna miðvörðinn á æfingum? „Nei, alls ekki,“ segir Sölvi Geir og hlær. „Við erum með unga leikmenn líka. Davíð Helgi, til að mynda sem hefur stórt hlutverk með U19 ára landsliðinu. Þannig að við erum vel settir með vinstri fótar hafsentum í liðinu.“ Þannig að það stendur ekki leit eftir að varnarmanni vegna brotthvarfs tvímenninganna? „Nei. Við erum ekkert að leita neitt að því akkúrat núna. En erum alltaf með augun opin fyrir spennandi leikmönnum. Það breytist ekkert. En við erum ekki að leita að neinum til að fylla þessar stöður heldur fá aðrir leikmenn stærra hlutverk,“ segir Sölvi. Víkingar hefja leik í Bestu deild karla á mánudagskvöldið þegar ÍBV heimsækir Víkina. Fyrsta umferð deildarinnar fer af stað annað kvöld er Breiðablik og Afturelding eigast við í Kópavogi. Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 5. apríl 19:15 Breiðablik - Afturelding (Stöð 2 Sport) Sunnudagur 6. apríl 14:00 Valur - Vestri (Stöð 2 BD) 16:15 KA - KR (Stöð 2 Sport 5) 19:15 Fram - ÍA (Stöð 2 Sport 5) Mánudagur 7. apríl 18:00 Víkingur R. - ÍBV (Stöð 2 BD) 19:15 Stjarnan - FH (Stöð 2 Sport 5) 21:25 Stúkan (Stöð 2 Sport 5 Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Jón Guðni tók ákvörðun um að hætta í vikunni. Hann hafði verið meiddur í um tvö ár áður en hann gekk í raðir Víkinga í fyrra en náði að spila 31 leik með liðinu í öllum keppnum. Hnén hafa hins vegar verið að stríða honum í vetur og hann í raun sárþjáður. „Eftir frí hefur hann verið í vandræði með hnéin á sér. Eftir Panathinaikos-leikina fór hann í sprautu til að lina þjáningum hans. Hann var mjög þjáður og gat ekki beitt sér að fullu. Batinn gekk mjög hægt eftir það og síðan þá hefur hann ekkert náð sér almennilega,“ segir Sölvi Geir um Jón Guðna í samtali við íþróttadeild. „Hann hefur rætt við okkur Kára um framhaldið og hefur tekið sér tíma í það að taka þessa ákvörðun. Ég skil ákvörðunina rosalega vel. Það er ekkert grín, ég þekki það sjálfur, að spila í gegnum svona mikinn sársauka. Mér finnst það bara vel gert hjá honum. En auðvitað er mikill missir af Nonna,“ segir Sölvi Geir sem sjálfur glímdi við þrálát bakmeiðsli í gegnum lunga fótboltaferils síns. Róbert og Sveinn fylla í skarðið Jón Guðni er annar miðvörðurinn, og í raun annar örvfætti miðvörðurinn í liði Víkings sem hættir á skömmum tíma. Halldór Smári Sigurðarson, herra Víkingur, gerði slíkt hið sama fyrir skemmstu. Þrátt fyrir brotthvarf þeirra segist Sölvi ekki á flæðiskeri staddur hvað varnarlínuna varðar. „Við fengum auðvitað Róbert Orra (Þorkelsson) inn í þetta og Sveinn Gísli Þorkelsson er kominn með stærra hlutverk líka í liðinu. Við misstum tvo vinstri fótar hafsenta en erum með Svein Gísla og Róbert. Við ekkert í neinni krísu. Við erum ennþá með fjóra sterka hafsenta. Þó það sé vissulega missir af þessum tveimur strákum og karakter þeirra,“ segir Sölvi. Engin þörf fyrir gömlu hundana á æfingum Svo þið Kári Árna þurfið ekkert að stíga inn og manna miðvörðinn á æfingum? „Nei, alls ekki,“ segir Sölvi Geir og hlær. „Við erum með unga leikmenn líka. Davíð Helgi, til að mynda sem hefur stórt hlutverk með U19 ára landsliðinu. Þannig að við erum vel settir með vinstri fótar hafsentum í liðinu.“ Þannig að það stendur ekki leit eftir að varnarmanni vegna brotthvarfs tvímenninganna? „Nei. Við erum ekkert að leita neitt að því akkúrat núna. En erum alltaf með augun opin fyrir spennandi leikmönnum. Það breytist ekkert. En við erum ekki að leita að neinum til að fylla þessar stöður heldur fá aðrir leikmenn stærra hlutverk,“ segir Sölvi. Víkingar hefja leik í Bestu deild karla á mánudagskvöldið þegar ÍBV heimsækir Víkina. Fyrsta umferð deildarinnar fer af stað annað kvöld er Breiðablik og Afturelding eigast við í Kópavogi. Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 5. apríl 19:15 Breiðablik - Afturelding (Stöð 2 Sport) Sunnudagur 6. apríl 14:00 Valur - Vestri (Stöð 2 BD) 16:15 KA - KR (Stöð 2 Sport 5) 19:15 Fram - ÍA (Stöð 2 Sport 5) Mánudagur 7. apríl 18:00 Víkingur R. - ÍBV (Stöð 2 BD) 19:15 Stjarnan - FH (Stöð 2 Sport 5) 21:25 Stúkan (Stöð 2 Sport 5
Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 5. apríl 19:15 Breiðablik - Afturelding (Stöð 2 Sport) Sunnudagur 6. apríl 14:00 Valur - Vestri (Stöð 2 BD) 16:15 KA - KR (Stöð 2 Sport 5) 19:15 Fram - ÍA (Stöð 2 Sport 5) Mánudagur 7. apríl 18:00 Víkingur R. - ÍBV (Stöð 2 BD) 19:15 Stjarnan - FH (Stöð 2 Sport 5) 21:25 Stúkan (Stöð 2 Sport 5
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti