Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Njarðvík 108-75 | Haukarnir slátruðu ljónunum Magnús Ellert Bjarnason skrifar 19. nóvember 2017 19:30 Kári Jónsson hefur hleypt nýju lífi í Haukaliðið. vísir/eyþór Haukar völtuðu yfir slakt lið Njarðvíkur í dag í Schenker höllinni, en Haukar leiddu frá fyrsta leikhluta. Flottur leikur hjá þeim rauðklæddu, en að endingu varð munurinn 36 stig, 108-72. Haukarnir byrjuðu af krafti og spiluðu virkilega vel frá fyrstu mínútu. Gestirnir fundu fá svör gegn öflugum varnarleik Hauka, en á hinum endanum fór flest ofan í hjá Haukunum. Þeir leiddu með 5 stigum eftir fyrsta leikhlutann, 20-15, en sá munur jókst einungis í 2. leiklhuta. Njarðvíkingar virtust hálf ráðalausir í aðgerðum sínum. Töpuðu boltanum oft klaufalega, nýttu skot sín illa, og leyfðu Haukum alltof oft að skora auðveldar körfur. Heimamenn leiddu verðskuldað með 13 stigum, 54-41 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Ef einhverjir héldu að lið Njarðvíkur myndi bíta frá sér í seinni hálfleik varð það langt því frá raunin. Heimamenn bættu einungis í og leiddu 79-51 eftir þriðja leikhluta. Sigurinn á þeim tímapunkti einungis formsatriði og gestirnir höfðu gefist upp. Lokatölur 108-72 og auðveldasti sigur Hauka í vetur staðreynd.Af hverju unnu Haukar? Líkt og Daníel Guðni, þjálfari Njarðvíkur, viðurkenndi eftir leik mættu Haukar tilbúnir til leiks en hans menn ekki, svo einfalt er það. Haukar voru betri á öllum sviðum leiksins og virtust vilja sigurinn meira en lið Njarðvíkur sem virkaði þreytt eftir erfiðan leik gegn Grindavík fyrir tæplega tveim sólarhringum. Þá var tveggja stiga skotnýting heimamanna mögnuð, eða 77 %.Þessir stóðu upp úr Heimamenn dreifðu stigaskorinu vel sín á milli en 5 leikmenn í liði þeirra enduðu leik með meira en 10 stig. Kristján Leifur var stigahæstur þeirra með 16 stig og átti sennilega sinn besta leik í vetur. Finnur Atli og Hjálmar Stefánsson voru einnig drjúgir, auk þess sem Kári Jónsston stjórnaði leik sinna manna eins og herforingi. Í liði gestanna voru Logi Gunnarsson og Snjólfur Marel í raun þeir einu sem sýndu eitthvað lífsmark. Snjólfur með 17 stig og Logi 14 stig. Aðrir spiluðu langt undir pari.Hvað gekk illa? Allt í leik gestuanna, svo einfalt er það. Varnarleikur þeirra var sá versti sem undirritaður hefur séð í Domino's deild karla í vetur og þá einkenndist sóknarleikur þeirra af miklum klaufaskap og skrýtnum skotum. Ljóst er að þeir þurfa að mæta tilbúnari til leiks eftir landsleikjafrí ef þeir ætla að næla í sigur á heimavelli gegn grönnum sínum úr Keflavík.Áhugaverð tölfræði Haukar hittu úr 28 af 36 tveggja stiga skotum sínum, 77 % nýting. Lið einfaldlega tapa ekki leikjum þegar nýtingin er það góð.Hvað gerist næst? Næsti leikur liðanna er ekki fyrren 3. desember vegna landsleikjafrís. Haukar halda þá í Garðabæinn þar sem þeir mæta sterku liði Stjörnunnar. Á sama tíma fá Njarðvíkingar Keflavík í heimsókn í ljónagryfjuna í grannaslag.Ívar með sínum mönnum.vísir/eyþórÍvar: Besta frammistaða okkar í vetur Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var að vonum sáttur í leikslok. „Við vorum frábærir. Vörnin okkar var stórkostleg og við vorum með góða stjórn á þessum leik. Þeir voru bara í vandræðum með að finna frí skot og við stoppuðum alveg kanann þeirra. Svo stjórnaði Kári sóknunum okkar eins og hann ætti völlinn. Þetta var bara framhald frá síðasta leik.“ Ívar var spurður hvort þetta væri besta frammistaða sinna manna í vetur. „Já, langbesta frammistaða okkar í vetur. Það versta er að við erum að fara í landsleikjafrí. Ég væri til í að spila fljótt aftur.“ Ívar er bjartsýnn fyrir næstu leiki og ánægður með holninguna á sínu liði. „Ég met okkar möguleika góða. Við erum með hörku lið og höfum verið að vaxa. Við fengum nýjan útlending inn sem virðist vera alveg sama hvort hann skori mikið eða lítið og spilar með liðinu, það er frábært. Síðan fengum við náttúrulega Kára tilbaka og við fáum léttari sóknarleik með þessa menn. Mér fannst sóknarflæðið í leiknum frábært og óeigingirnin stórkostleg.“Skilaboð Daníels virðast ekki hafa náð til leikmanna.vísir/eyþórDaníel: Þetta var svo ógeðslega lélegt hjá okkur í dag „Ég veit ekki hvar ég á að byrja, þetta var svo ógeðslega lélegt hjá okkur í dag að ég get ekki beint á neinn einn hlut sem vantaði í okkar leik, sagði Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, sem var að vonum svekktur í leikslok. „Ég veit ekki hvað við prófuðum margar týpur af varnarleik í dag. Það gekk ekkert upp og þá er eitthvað annað að. Við bara mættum ekki klárir í þennan leik. Við kepptum náttúrulega mjög erfiðan leik á föstudaginn og menn eru misjafnir eftir þann leik. Það verður bara að segjast.“ Daníel var ekki sáttur með mótanefnd KKÍ og finnst galið að spila tvo leiki með svo stuttu millibili. „Einhverjir 40 tímar til að jafna sig eftir leik er náttúrulega ekki að gera sig. Mótið er mjög langt og það hefði því alveg verið hægt að hafa þennan leik seinna. Ég er mjög fúll yfir þessu.“ „En Haukarnir voru bara mjög góðir og við vorum lélegir, því fór sem fór. Við eigum mjög erfiðan leik gegn Keflavík 3. desember og síðan spilum við í bikarnum bráðum leika. Það er nóg af fjöri framundan. “ Emil á ferðinni í dag.vísir/eyþórEmil: Það þarf einhver að byrja á bekknum „Liðið spilaði frábærlega, bæði í vörn og sókn. Allir voru óeigingjarnir og það ætlaði enginn að gera þetta uppá sitt einsdæmi,“ sagði Emil Barja, leikmaður Hauka, sem var að vonum sáttur í leikslok. „KR leikurinn var líka mjög góður en ætli þetta sé ekki besta frammistaða okkar í vetur. Við vorum að skjóta í kringum 70 % í tveggja stiga skotum og við fundum alltaf opna manninn.“ Emil var að lokum spurður hvort hann væri sáttur með það hlutverk að koma inn af bekknum líkt og hann hefur gert í síðustu leikjum. „Jájá, við erum það margir að það þarf einhver að byrja á bekknum. Það er alveg sama hvort það er ég eða einhver annar, ég fæ alltaf mínar mínútur.“ Dominos-deild karla
Haukar völtuðu yfir slakt lið Njarðvíkur í dag í Schenker höllinni, en Haukar leiddu frá fyrsta leikhluta. Flottur leikur hjá þeim rauðklæddu, en að endingu varð munurinn 36 stig, 108-72. Haukarnir byrjuðu af krafti og spiluðu virkilega vel frá fyrstu mínútu. Gestirnir fundu fá svör gegn öflugum varnarleik Hauka, en á hinum endanum fór flest ofan í hjá Haukunum. Þeir leiddu með 5 stigum eftir fyrsta leikhlutann, 20-15, en sá munur jókst einungis í 2. leiklhuta. Njarðvíkingar virtust hálf ráðalausir í aðgerðum sínum. Töpuðu boltanum oft klaufalega, nýttu skot sín illa, og leyfðu Haukum alltof oft að skora auðveldar körfur. Heimamenn leiddu verðskuldað með 13 stigum, 54-41 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Ef einhverjir héldu að lið Njarðvíkur myndi bíta frá sér í seinni hálfleik varð það langt því frá raunin. Heimamenn bættu einungis í og leiddu 79-51 eftir þriðja leikhluta. Sigurinn á þeim tímapunkti einungis formsatriði og gestirnir höfðu gefist upp. Lokatölur 108-72 og auðveldasti sigur Hauka í vetur staðreynd.Af hverju unnu Haukar? Líkt og Daníel Guðni, þjálfari Njarðvíkur, viðurkenndi eftir leik mættu Haukar tilbúnir til leiks en hans menn ekki, svo einfalt er það. Haukar voru betri á öllum sviðum leiksins og virtust vilja sigurinn meira en lið Njarðvíkur sem virkaði þreytt eftir erfiðan leik gegn Grindavík fyrir tæplega tveim sólarhringum. Þá var tveggja stiga skotnýting heimamanna mögnuð, eða 77 %.Þessir stóðu upp úr Heimamenn dreifðu stigaskorinu vel sín á milli en 5 leikmenn í liði þeirra enduðu leik með meira en 10 stig. Kristján Leifur var stigahæstur þeirra með 16 stig og átti sennilega sinn besta leik í vetur. Finnur Atli og Hjálmar Stefánsson voru einnig drjúgir, auk þess sem Kári Jónsston stjórnaði leik sinna manna eins og herforingi. Í liði gestanna voru Logi Gunnarsson og Snjólfur Marel í raun þeir einu sem sýndu eitthvað lífsmark. Snjólfur með 17 stig og Logi 14 stig. Aðrir spiluðu langt undir pari.Hvað gekk illa? Allt í leik gestuanna, svo einfalt er það. Varnarleikur þeirra var sá versti sem undirritaður hefur séð í Domino's deild karla í vetur og þá einkenndist sóknarleikur þeirra af miklum klaufaskap og skrýtnum skotum. Ljóst er að þeir þurfa að mæta tilbúnari til leiks eftir landsleikjafrí ef þeir ætla að næla í sigur á heimavelli gegn grönnum sínum úr Keflavík.Áhugaverð tölfræði Haukar hittu úr 28 af 36 tveggja stiga skotum sínum, 77 % nýting. Lið einfaldlega tapa ekki leikjum þegar nýtingin er það góð.Hvað gerist næst? Næsti leikur liðanna er ekki fyrren 3. desember vegna landsleikjafrís. Haukar halda þá í Garðabæinn þar sem þeir mæta sterku liði Stjörnunnar. Á sama tíma fá Njarðvíkingar Keflavík í heimsókn í ljónagryfjuna í grannaslag.Ívar með sínum mönnum.vísir/eyþórÍvar: Besta frammistaða okkar í vetur Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var að vonum sáttur í leikslok. „Við vorum frábærir. Vörnin okkar var stórkostleg og við vorum með góða stjórn á þessum leik. Þeir voru bara í vandræðum með að finna frí skot og við stoppuðum alveg kanann þeirra. Svo stjórnaði Kári sóknunum okkar eins og hann ætti völlinn. Þetta var bara framhald frá síðasta leik.“ Ívar var spurður hvort þetta væri besta frammistaða sinna manna í vetur. „Já, langbesta frammistaða okkar í vetur. Það versta er að við erum að fara í landsleikjafrí. Ég væri til í að spila fljótt aftur.“ Ívar er bjartsýnn fyrir næstu leiki og ánægður með holninguna á sínu liði. „Ég met okkar möguleika góða. Við erum með hörku lið og höfum verið að vaxa. Við fengum nýjan útlending inn sem virðist vera alveg sama hvort hann skori mikið eða lítið og spilar með liðinu, það er frábært. Síðan fengum við náttúrulega Kára tilbaka og við fáum léttari sóknarleik með þessa menn. Mér fannst sóknarflæðið í leiknum frábært og óeigingirnin stórkostleg.“Skilaboð Daníels virðast ekki hafa náð til leikmanna.vísir/eyþórDaníel: Þetta var svo ógeðslega lélegt hjá okkur í dag „Ég veit ekki hvar ég á að byrja, þetta var svo ógeðslega lélegt hjá okkur í dag að ég get ekki beint á neinn einn hlut sem vantaði í okkar leik, sagði Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, sem var að vonum svekktur í leikslok. „Ég veit ekki hvað við prófuðum margar týpur af varnarleik í dag. Það gekk ekkert upp og þá er eitthvað annað að. Við bara mættum ekki klárir í þennan leik. Við kepptum náttúrulega mjög erfiðan leik á föstudaginn og menn eru misjafnir eftir þann leik. Það verður bara að segjast.“ Daníel var ekki sáttur með mótanefnd KKÍ og finnst galið að spila tvo leiki með svo stuttu millibili. „Einhverjir 40 tímar til að jafna sig eftir leik er náttúrulega ekki að gera sig. Mótið er mjög langt og það hefði því alveg verið hægt að hafa þennan leik seinna. Ég er mjög fúll yfir þessu.“ „En Haukarnir voru bara mjög góðir og við vorum lélegir, því fór sem fór. Við eigum mjög erfiðan leik gegn Keflavík 3. desember og síðan spilum við í bikarnum bráðum leika. Það er nóg af fjöri framundan. “ Emil á ferðinni í dag.vísir/eyþórEmil: Það þarf einhver að byrja á bekknum „Liðið spilaði frábærlega, bæði í vörn og sókn. Allir voru óeigingjarnir og það ætlaði enginn að gera þetta uppá sitt einsdæmi,“ sagði Emil Barja, leikmaður Hauka, sem var að vonum sáttur í leikslok. „KR leikurinn var líka mjög góður en ætli þetta sé ekki besta frammistaða okkar í vetur. Við vorum að skjóta í kringum 70 % í tveggja stiga skotum og við fundum alltaf opna manninn.“ Emil var að lokum spurður hvort hann væri sáttur með það hlutverk að koma inn af bekknum líkt og hann hefur gert í síðustu leikjum. „Jájá, við erum það margir að það þarf einhver að byrja á bekknum. Það er alveg sama hvort það er ég eða einhver annar, ég fæ alltaf mínar mínútur.“