Körfubolti

„Ég elska að vera á Ís­landi“

Craig Pedersen er eins og margir aðrir enn í skýjunum eftir að hann stýrði Íslandi inn á lokakeppni EM í körfubolta í þriðja sinn, með sigrinum gegn Tyrklandi á sunnudaginn. Tap hefði getað þýtt kveðjustund og því voru tár á hvarmi enda þykir honum afar annt um Ísland og segir fjölskyldu sína njóta hverrar heimsóknar til landsins.

Körfubolti

Upp­gjörið: Njarð­vík - Þór Ak. 93-80 | Sjö­tti sigur grænna í röð

Njarðvík tók á móti Þór Akureyri í kvöld þegar Bónus deild kvenna hélt áfram göngu sinni. Búið er að skipta deildinni upp í efri og neðri hluta og mættust liðin í fyrstu umferð efri hlutans í IceMar-höllinni í Njarðvík. Það er vika síðan þessi lið mættust á sama velli og þá hafði Njarðvík betur með tíu stigum. Þær bættu um betur í kvöld og höfðu að lokum þrettán stiga sigur 93-80.

Körfubolti

Valskonur unnu meistarana

Þrátt fyrir að hafa misst niður 23 stiga forskot vann Valur góðan útisigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur, 73-77, í efri hluta Bónus deildar kvenna í körfubolta í kvöld.

Körfubolti

Hatar samfélagsmiðla

NBA stórstjarnan Ja Morant hefur lofað aðdáendum sínum einu. Þeir geta gleymt því að sjá hann eitthvað á samfélagsmiðlum eftir að körfuboltaferlinum hans lýkur.

Körfubolti

„Geitin“ í kvennakörfunni hætt

Diana Taurasi, stigahæsti leikmaður WNBA deildarinnar í körfubolta frá upphafi, hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu. Hún tilkynnti þetta í viðtali við Time tímaritið.

Körfubolti

Aþena vann loksins leik

Botnlið Bónus deildar kvenna í körfubolta, Aþena, vann loks leik þegar liðið sótti Hamar/Þór heim. Sigurinn var eins naumur og hægt var, lokatölur 87-88.

Körfubolti

„Hún er búin að vera al­gjör klettur í þessu öllu“

Líf at­vinnu­mannsins er ekki alltaf dans á rósum. Lands­liðs­fyrir­liðinn í körfu­bolta, Martin Her­manns­son, spilar sem at­vinnu­maður með liði Alba Berlin í Þýska­landi og meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum. Þá býr hann fjarri fjöl­skyldu sinni úti í Þýska­landi.

Körfubolti

Utan vallar: Peder­sen ætti að vera þjóð­hetja

Kanadamaðurinn geðþekki Craig Pedersen hefur nú komið íslenska karlalandsliðinu í körfubolta á þrjú Evrópumót og var einu skoti frá því að koma því á heimsmeistaramót. Samt er tilfinningin að hann ætti að vera í meiri metum hjá íslensku þjóðinni en hann er.

Körfubolti

„Þetta er eins og að vera dömpað“

Eftir rólega fyrstu leiki í búningi LA Lakers, eftir ein óvæntustu og merkustu leikmannaskipti í sögu NBA-deildarinnar, þá sýndi Luka Doncic snilli sína í sigrinum gegn Denver Nuggets um helgina. Slóveninn er til umræðu í nýjasta þætti Lögmála leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld.

Körfubolti

Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna

Einhverrar óánægju gætir vegna þess hvernig staðið hefur verið að úthlutun miða á mikilvæga landsleiki í körfubolta, líkt og í gærkvöld þegar Ísland mætti Tyrklandi í leik upp á sæti á EuroBasket. Framkvæmdastjóri KKÍ bendir á að nauðsynlegt sé fyrir sambandið að selja sem flesta miða.

Körfubolti

Sex fara fyrir Ís­land á sitt fyrsta stór­mót

Þrír leikmenn í íslenska landsliðinu í körfubolta gætu verið á leiðinni á sitt þriðja stórmót í ágúst þegar Ísland mætir til leiks á EuroBasket, eða EM, eftir að hafa tryggt sig inn á mótið með sigri gegn Tyrkjum í gærkvöld. Ljóst er að hið minnsta sex Íslendingar fara á sitt fyrsta stórmót.

Körfubolti

Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur

Jafnaldrarnir og vinirnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson áttu stóran þátt í að Ísland tryggði sér sæti á EM í körfubolta með sigri á Tyrklandi í Laugardalshöll í gær. Eftir leikinn birti umboðsmaður þeirra félaga skemmtilega gamla mynd af þeim sem sýnir hversu lengi þeir hafa fylgst að.

Körfubolti

„Þetta er stærra en að vinna ein­hverja titla“

„Þetta er það sem þú lifir fyrir. Ástæðan fyrir því að þú ert í þessu. [Komast inn á EM] með mörgum af mínum bestu vinum, fyrir framan ættingja og vini. Ég mun lifa á þessu restina af ævinni, og við allir“ sagði Martin Hermannsson, stigahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í sigri gegn Tyrklandi sem tryggði Íslandi sæti á EM í sumar.

Körfubolti

Sigur Ung­verja á Ítalíu dugði skammt

Ungverjar unnu sigur á Ítölum í riðli Íslands í undankeppni Evrópumótsins í körfubolta í kvöld. Sigurinn dugir þó skammt því sigur Íslands á Tyrkjum gerir það að verkum að Ungverjar sitja eftir með sárt ennið.

Körfubolti