Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð hlutskörpust í kjöri Samtaka Íþróttafréttamanna en hún lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröðinni í golfi.
Sjá einnig: Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég er

Íþróttaárið þeirra var engu minna gjöfult; íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, með þá tvo innanborðs, tryggði sér meðal annars þátttökurétt á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. Fyrir vikið varð liðið hlutskarpast í kjörinu á liði síðasta ár sem jafnframt var verðlaunað í gærkvöldi og þjálfari þess, Heimir Hallgrímsson, var valinn þjálfari ársins.
Geir vildi engu að síður meir og sakaði íþróttafréttamennina sem stóðu að kjörinu um þekkingarleysi. Á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi kallaði hann eftir breytingum.
„Þetta gengur ekki lengur,“ skrifaði Geir og lagði til að kjörið á íþróttamanni ársins yrði kynjaskipt. „Þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins.“ Hann treysti þó ekki íþróttafréttamönnum til að standa að valinu. Hann vilji þess í stað „fá til verkefnisins hundruði [sic] aðila sem til þekkja.“
Færslu Geirs má sjá hér að neðan.
Þetta gengur ekki lengur - þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins - fá til verksins hundruði aðila sem til þekkja - knattspyrnumaður ekki valinn ÍMÁ 2017 !!
— Geir Thorsteinsson (@FootballGeir) December 28, 2017