Chelsea vann Evrópudeildina Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 29. maí 2019 21:00 vísir/getty Chelsea er sigurvegari Evrópudeildarinnar 2019 eftir sigur á Arsenal í úrslitaleiknum í Bakú í Aserbaísjan í kvöld. Arsenal mun því ekki spila í Meistaradeild Evrópu næsta vetur. Arsenal byrjaði leikinn mun betur og hefði getað verið yfir í fyrri hálfleik. Granit Xhaka átti eitt besta færi Arsenal til þess að skora þegar skot hans sleikti þverslána eftir um hálftíma leik. Olivier Giroud fékk gott tækifæri á því að skora á sína gömlu félaga rétt fyrir lok fyrri hálfleiks en Petr Cech bjargaði Arsenal. Chelsea byrjaði hins vegar seinni hálfleikinn af krafti. Giroud fékk aftur tækifæri til þess að skora og í þetta skipti brást honum ekki bogalistin. Emerson átti sendinguna inn í teiginn og Giroud skallaði boltann í netið út við stöng. Á 60. mínútu skoraði Pedro annað mark Chelsea og þá opnuðust flóðgáttir. Fjórum mínútum síðar fékk Chelsea vítaspyrnu eftir að Ainsley Maitland-Niles braut klaufalega á Giroud. Eden Hazard fór á punktinn og skoraði af öryggi. Unai Emery brást við með því að setja Alex Iwobi og Matteo Guendouzi inn á. Það átti eftir að borga sig því á 69. mínútu skoraði Iwobi með frábæru skoti. Vonin sem kviknaði hjá Arsenal fékk hins vegar ekki að lifa lengi því Hazard skoraði á 72. mínútu eftir gott samspil við Giroud en þeir áttu báðir frábæran seinni hálfleik fyrir Chelsea. Arsenal átti nokkrar góðar tilraunir til þess að minnka metin á nýjan leik en tókst það ekki, leiknum lauk með 4-1 sigri Chelsea. Maurizio Sarri lyftir því titli á sínu fyrsta tímabili hjá Chelsea og í fyrsta skipti á ferlinum. Arsenal mun ekki spila í Meistaradeild Evrópu eftir þessa niðurstöðu því liðið lenti í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og var sigur í Evrópudeildinni því síðasti séns Skyttanna. Evrópudeild UEFA
Chelsea er sigurvegari Evrópudeildarinnar 2019 eftir sigur á Arsenal í úrslitaleiknum í Bakú í Aserbaísjan í kvöld. Arsenal mun því ekki spila í Meistaradeild Evrópu næsta vetur. Arsenal byrjaði leikinn mun betur og hefði getað verið yfir í fyrri hálfleik. Granit Xhaka átti eitt besta færi Arsenal til þess að skora þegar skot hans sleikti þverslána eftir um hálftíma leik. Olivier Giroud fékk gott tækifæri á því að skora á sína gömlu félaga rétt fyrir lok fyrri hálfleiks en Petr Cech bjargaði Arsenal. Chelsea byrjaði hins vegar seinni hálfleikinn af krafti. Giroud fékk aftur tækifæri til þess að skora og í þetta skipti brást honum ekki bogalistin. Emerson átti sendinguna inn í teiginn og Giroud skallaði boltann í netið út við stöng. Á 60. mínútu skoraði Pedro annað mark Chelsea og þá opnuðust flóðgáttir. Fjórum mínútum síðar fékk Chelsea vítaspyrnu eftir að Ainsley Maitland-Niles braut klaufalega á Giroud. Eden Hazard fór á punktinn og skoraði af öryggi. Unai Emery brást við með því að setja Alex Iwobi og Matteo Guendouzi inn á. Það átti eftir að borga sig því á 69. mínútu skoraði Iwobi með frábæru skoti. Vonin sem kviknaði hjá Arsenal fékk hins vegar ekki að lifa lengi því Hazard skoraði á 72. mínútu eftir gott samspil við Giroud en þeir áttu báðir frábæran seinni hálfleik fyrir Chelsea. Arsenal átti nokkrar góðar tilraunir til þess að minnka metin á nýjan leik en tókst það ekki, leiknum lauk með 4-1 sigri Chelsea. Maurizio Sarri lyftir því titli á sínu fyrsta tímabili hjá Chelsea og í fyrsta skipti á ferlinum. Arsenal mun ekki spila í Meistaradeild Evrópu eftir þessa niðurstöðu því liðið lenti í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og var sigur í Evrópudeildinni því síðasti séns Skyttanna.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti