Lukaku með tvö gegn Skotum og Belgar í góðum málum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2019 20:30 Lukaku hefur verið óstöðvandi með belgíska landsliðinu að undanförnu. vísir/getty Belgar eru með fullt hús stiga í I-riðli undankeppni EM 2020 eftir 3-0 sigur á Skotum í Brussel í kvöld. Romelu Lukaku skoraði tvö marka Belga. Hann hefur nú skorað 48 mörk fyrir belgíska landsliðið. Lukaku kom Belgum yfir með skalla eftir sendingu Edens Hazard í uppbótartíma fyrri hálfleik. Hann bætti svo öðru marki við á 57. mínútu. Lukaku fylgdi þá eftir skoti Kevins De Bruyne sem David Marshall, markvörður Skota, varði. De Bruyne skoraði svo þriðja mark Belga í uppbótartíma. Belgía er með tólf stig á toppi riðilsins, þremur stigum á undan Rússlandi. Skotland er hins vegar í 4. sæti riðilsins með sex stig. EM 2020 í fótbolta
Belgar eru með fullt hús stiga í I-riðli undankeppni EM 2020 eftir 3-0 sigur á Skotum í Brussel í kvöld. Romelu Lukaku skoraði tvö marka Belga. Hann hefur nú skorað 48 mörk fyrir belgíska landsliðið. Lukaku kom Belgum yfir með skalla eftir sendingu Edens Hazard í uppbótartíma fyrri hálfleik. Hann bætti svo öðru marki við á 57. mínútu. Lukaku fylgdi þá eftir skoti Kevins De Bruyne sem David Marshall, markvörður Skota, varði. De Bruyne skoraði svo þriðja mark Belga í uppbótartíma. Belgía er með tólf stig á toppi riðilsins, þremur stigum á undan Rússlandi. Skotland er hins vegar í 4. sæti riðilsins með sex stig.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti