Abraham með þrennu gegn Úlfunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2019 15:45 Abraham hefur skorað sjö mörk í síðustu þremur leikjum Chelsea. vísir/getty Tammy Abraham skoraði þrennu þegar Chelsea bar sigurorð af Wolves, 2-5, á útivelli í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Abraham hefur skorað sjö mörk í síðustu þremur deildarleikjum Chelsea. Hann er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni. Ekki nóg með að Abraham hafi sett boltann þrisvar sinnum í rétt mark þá skoraði hann sjálfsmark þegar hann minnkaði muninn í 1-4 fyrir Wolves. Fikayo Tomori kom Chelsea yfir með sínu fyrsta marki fyrir félagið á 31. mínútu. Abraham skoraði svo næstu fjögur mörk, þrjú í rétt mark og eitt í eigið mark. Patrick Cutrone minnkaði muninn í 2-4 þegar fimm mínútur voru til leiksloka en Mason Mount gulltryggði sigur Chelsea þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Chelsea er í 6. sætinu með átta stig. Úlfarnir hafa ekki enn unnið leik á tímabilinu og eru í 18. sæti deildarinnar með þrjú stig. Enski boltinn
Tammy Abraham skoraði þrennu þegar Chelsea bar sigurorð af Wolves, 2-5, á útivelli í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Abraham hefur skorað sjö mörk í síðustu þremur deildarleikjum Chelsea. Hann er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni. Ekki nóg með að Abraham hafi sett boltann þrisvar sinnum í rétt mark þá skoraði hann sjálfsmark þegar hann minnkaði muninn í 1-4 fyrir Wolves. Fikayo Tomori kom Chelsea yfir með sínu fyrsta marki fyrir félagið á 31. mínútu. Abraham skoraði svo næstu fjögur mörk, þrjú í rétt mark og eitt í eigið mark. Patrick Cutrone minnkaði muninn í 2-4 þegar fimm mínútur voru til leiksloka en Mason Mount gulltryggði sigur Chelsea þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Chelsea er í 6. sætinu með átta stig. Úlfarnir hafa ekki enn unnið leik á tímabilinu og eru í 18. sæti deildarinnar með þrjú stig.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti