Fjalla um Rúnar Má og ást hans á Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2019 10:30 Rúnar Már Sigurjónsson. Getty/Aude Alcover Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson er að fara að spila risastóran leik á morgun þegar hann mætir með liði sínu Astana á Old Trafford í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það vita fleiri en hér á Íslandi að Rúnar Már Sigurjónsson og öll fjölskylda hans eru miklir stuðningsmenn Manchester United. Allur heimurinn ætti að vita það eftir að Rúnar Már Sigurjónsson fór í viðtal hjá vinsæla netmiðlinum The Athletic. Í fyrirsögn greinarinnar um íslenska miðjumanninn er talað um að hann sé frá litlum fiskibæ á Íslandi en eftir að hafa haldið með Manchester United alla sína æfi fái hann nú tækifæri til að mæta hetjunum sínum. The Athletic er áskriftarvefur sem fjallar ítarlega um íþróttir og hefur á síðustu misserum safnað að sér mörgum virtustu íþróttablaðamönnum heimsins. Vinsældir hans hafa aukist mikið síðustu árin en vefurinn var stofnaður í janúar 2016. Rúnar Már talar um ást sína á Manchester United í viðtalinu. Astana lenti í L-riðlinum með United og líka serbneska félaginu Partizan og hollenska félaginu AZ Alkmaar. Manchester United er því í riðli með tveimur Íslendingafélögum því landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson spilar með AZ Alkmaar. Rúnar Már ræðir meðal annar upplifun sína af því þegar hann frétti með hvaða liðum Astana liðið lenit. „Ég sá nafn Manchester United og hugsaði bara vá,“ sagði Rúnar Már við blaðamann The Athletic.Astana's playmaker Runar Sigurjonsson is a lifelong MUFC fan who used to go to matches until being a professional footballer got in the way. I spoke to him for @TheAthleticUKhttps://t.co/SPbA0BaRZI — Andy Mitten (@AndyMitten) September 18, 2019 „Ég sá ekki hver hin tvö liðin í riðlinum voru fyrr en nokkrum klukkutímum síðar. Ég var einn í flugvélinni að hugsa um United en gat ekki talað við neinn,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson sem var þá líklega að fljúga heim til Íslands í síðasta landsliðsverkefni. „Þegar ég lenti loksins þá sá ég hver hin tvö liðin í riðlinum voru. Síminn minn fylltist líka af skilaboðum frá vinum mínum,“ sagði Rúnar Már. „Allir sem þekkja mig vita með hverjum ég held. Flestir vinir minna halda líka með Manchester United,“ sagði Rúnar Már. Rúnar Már fór á kostum með Astana liðinu í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið sló út FC Santa Coloma, Valletta og BATE Borisov. Rúnar Már var með 4 mörk og 2 stoðsendingar í 6 leikjum. Það er hægt að lesa allt viðtalið við Rúnar Má hér en þá þarf að vera áskrifandi af The Athletic. Evrópudeild UEFA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Körfubolti Fleiri fréttir Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson er að fara að spila risastóran leik á morgun þegar hann mætir með liði sínu Astana á Old Trafford í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það vita fleiri en hér á Íslandi að Rúnar Már Sigurjónsson og öll fjölskylda hans eru miklir stuðningsmenn Manchester United. Allur heimurinn ætti að vita það eftir að Rúnar Már Sigurjónsson fór í viðtal hjá vinsæla netmiðlinum The Athletic. Í fyrirsögn greinarinnar um íslenska miðjumanninn er talað um að hann sé frá litlum fiskibæ á Íslandi en eftir að hafa haldið með Manchester United alla sína æfi fái hann nú tækifæri til að mæta hetjunum sínum. The Athletic er áskriftarvefur sem fjallar ítarlega um íþróttir og hefur á síðustu misserum safnað að sér mörgum virtustu íþróttablaðamönnum heimsins. Vinsældir hans hafa aukist mikið síðustu árin en vefurinn var stofnaður í janúar 2016. Rúnar Már talar um ást sína á Manchester United í viðtalinu. Astana lenti í L-riðlinum með United og líka serbneska félaginu Partizan og hollenska félaginu AZ Alkmaar. Manchester United er því í riðli með tveimur Íslendingafélögum því landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson spilar með AZ Alkmaar. Rúnar Már ræðir meðal annar upplifun sína af því þegar hann frétti með hvaða liðum Astana liðið lenit. „Ég sá nafn Manchester United og hugsaði bara vá,“ sagði Rúnar Már við blaðamann The Athletic.Astana's playmaker Runar Sigurjonsson is a lifelong MUFC fan who used to go to matches until being a professional footballer got in the way. I spoke to him for @TheAthleticUKhttps://t.co/SPbA0BaRZI — Andy Mitten (@AndyMitten) September 18, 2019 „Ég sá ekki hver hin tvö liðin í riðlinum voru fyrr en nokkrum klukkutímum síðar. Ég var einn í flugvélinni að hugsa um United en gat ekki talað við neinn,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson sem var þá líklega að fljúga heim til Íslands í síðasta landsliðsverkefni. „Þegar ég lenti loksins þá sá ég hver hin tvö liðin í riðlinum voru. Síminn minn fylltist líka af skilaboðum frá vinum mínum,“ sagði Rúnar Már. „Allir sem þekkja mig vita með hverjum ég held. Flestir vinir minna halda líka með Manchester United,“ sagði Rúnar Már. Rúnar Már fór á kostum með Astana liðinu í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið sló út FC Santa Coloma, Valletta og BATE Borisov. Rúnar Már var með 4 mörk og 2 stoðsendingar í 6 leikjum. Það er hægt að lesa allt viðtalið við Rúnar Má hér en þá þarf að vera áskrifandi af The Athletic.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Körfubolti Fleiri fréttir Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti