Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 3-2 | Gary Martin tók Gullskóinn Ísak Hallmundarson skrifar 28. september 2019 18:00 Stjarnan tók á móti ÍBV í lokaumferð Pepsi-Max deildar karla í dag. Fyrir leikinn áttu Stjörnumenn enn von á Evrópusæti en þurftu að treysta á að FH tapaði stigum gegn Grindavík. ÍBV var hinsvegar öruggt um að enda á botni deildarinnar. Leikurinn byrjaði rólega. Stjörnumenn voru meira með boltann en hvorugt liðið náði að skapa almennilega hættu fyrr en Stjarnan fékk dauðafæri á 16.mínútu, þá skallaði Jósef Kristinn boltann yfir markið af stuttu færi. Eftir rúmlega hálftíma kom meiri þungi í sókn Garðbæinga og þeir áttu þrjú hættuleg færi á tveggja mínútna kafla, Alex Þór Hauksson átti skot í þverslánna og Hilmar Árni átti skot í stöng rétt eftir. Fyrsta mark leiksins kom á 40.mínútu en það gerði Alex Þór eftir góðan undirbúning frá Daníeli Laxdal. Alex tók skot rétt innan vítateigslínunnar sem fór af varnarmanni ÍBV og yfir Halldór Pál í markinu. Gary Martin fékk síðan eitt hættulegt færi undir lok fyrri hálfleiks en lengra komust Eyjamenn ekki áður en flautað var til hálfleiks, staðan 1-0 fyrir Stjörnunni. Bæði lið byrjuðu síðari hálfleikinn af mun meiri krafti en þann fyrri. Liðin skiptust á að sækja en það voru á endanum Eyjamenn sem komu boltanum í netið á 64.mínútu. Hver annar en Gary Martin? Fjörið hélt áfram. Stjörnumenn vildu fá vítaspyrnu þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum. Þá var Hilmar Árni kominn í álitlega stöðu en féll í teignum, spurning hvort það hafi verið brotið á honum en ekkert var dæmt. Stjarnan náði svo aftur forystunni á 74.mínútu með marki frá Sölva Snæ, en 30 sekúndum áður munaði engu að ÍBV hefði komist yfir. Leikurinn róaðist aðeins eftir þetta mark en á 85.mínútu var Guðjón Baldvinsson búinn að svo gott sem klára leikinn fyrir Stjörnuna þegar hann þrumaði boltanum upp í þaknetið eftir sendingu frá Hilmari. Staðan orðin 3-1. Gary Martin minnkaði muninn fyrir Eyjamenn tveimur mínútum síðar úr vítaspyrnu og innsiglaði þar með markakóngstitil sinn. Hann hefur verið óstöðvandi síðustu vikur og var þetta hans 10.mark í síðustu 6 leikjum. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum, lokatölur 3-2. Stjarnan endaði tímabilið í 4.sæti með 35 stig en ÍBV í því neðsta með 10 stig.Ian Jeffs, þjálfari ÍBV.vísir/daníelJeffs: Þungt og erfitt tímabil Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, segir tímabilið hafa verið erfitt. „Þetta er búið að vera þungt og erfitt tímabil en ég hef lært helling af þessu og búið að vera skemmtilegt að taka þátt í þessu þrátt fyrir að niðurstaðan sé eins og hún er.’’ Aðspurður hvort hann verði hluti af þjálfarateyminu á næsta ári segist hann einfaldlega ekki vita svarið. Það muni koma í ljós eftir helgi. „Matt Garner var að spila sinn síðasta leik og hefur verið flottur leikmaður í mörg ár fyrir ÍBV. Það hefði verið gott fyrir hann að enda á sigurleik en það gerðist ekki. Hann getur verið stoltur af sínum ferli hjá ÍBV.’’ Sagði Jeffs. Spurður út í hvort gullskór Gary Martins hafi haft einhverja þýðingu fyrir liðið, sagðist Jeffs samgleðjast honum. „Það er virkilega flott hjá honum að skora 12 mörk með ÍBV, það var þó ekki aðalmarkmiðið hjá liðinu að hann myndi skora þessi 2 mörk í dag. Við vorum bara að hugsa um leikinn og vildum fá eitthvað út úr honum, en ég er bara ánægður fyrir hans hönd.’’Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/BáraRúnar: Lágmarkskrafa í Garðabæ að ná Evrópusæti Rúnar Páll, þjálfari Stjörnunnar var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna í dag. „Mér fannst við spila bara feykivel bróðurpart leiksins. Við áttum að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik. Við áttum flottar sóknar og fínar sendingar í gegn en á oft á tíðum misheppnaðist síðasta sendingin. Við hleyptum þeim svolítið inn í leikinn í seinni hálfleik en mér fannst samt aldrei nein hætta á þessu,’’ sagði Rúnar. „Það var svekkjandi að komast ekki í Evrópukeppni þótt við hefðum unnið leikinn. Leikurinn á móti FH var lykilleikur og við hefðum átt að vinna hann ef við ætluðum okkur að ná þessu Evrópusæti.’’ Rúnar segir sína menn einfaldlega ekki hafi staðið sig nógu vel í sumar. „Við fengum á okkur 35 mörk. Það er ekki gott. Hvert ár er lærdómur og við lærum helling af þessu ári. Við komum sterkir inn á næsta ári.’’ „Auðvitað eru þetta vonbrigði. Við erum eina íslenska liðið sem komst áfram í Evrópukeppni í sumar og fengum stór lið í heimsókn. Það var mikið ævintýri fyrir okkur. Það er stutt á milli í þessum fótbolta en árangurinn er bara þannig að við erum í 4.sæti og náum ekki Evrópusæti, sem er lágmarkskrafa hér í Garðabæ.’’Gary Martinvísir/skjáskotGary Martin: Ekki skemmt mér svona vel í langan tíma’ Gary John Martin er eins og áður sagði handhafi Gullskósins í Pepsi-max deild karla þetta sumarið. „Fólk hélt það væri slæm ákvörðun hjá mér að fara til ÍBV en ég valdi það því ég taldi það góða áskorun fyrir mig. Ég hefði frekar viljað halda okkur uppi en vinna gullskóinn, en ég vann gullskóinn og hef ekki skemmt mér jafnvel að spila fótbolta og núna í sumar í langan tíma,’’ sagði Gary Spurður að því hvort hann ætli að spila með ÍBV í Inkasso-deildinni næsta sumar svaraði hann játandi. Hann tók þó fram að það gæti alltaf breyst en í augnablikinu er stefnan sett á að standa við það. Gary segist ekki hafa unnið gullskóinn einn: „Ég hefði ekki unnið þennan gullskó án liðsfélaganna. Ég tileinka þeim þessi verðlaun.’’ Pepsi Max-deild karla
Stjarnan tók á móti ÍBV í lokaumferð Pepsi-Max deildar karla í dag. Fyrir leikinn áttu Stjörnumenn enn von á Evrópusæti en þurftu að treysta á að FH tapaði stigum gegn Grindavík. ÍBV var hinsvegar öruggt um að enda á botni deildarinnar. Leikurinn byrjaði rólega. Stjörnumenn voru meira með boltann en hvorugt liðið náði að skapa almennilega hættu fyrr en Stjarnan fékk dauðafæri á 16.mínútu, þá skallaði Jósef Kristinn boltann yfir markið af stuttu færi. Eftir rúmlega hálftíma kom meiri þungi í sókn Garðbæinga og þeir áttu þrjú hættuleg færi á tveggja mínútna kafla, Alex Þór Hauksson átti skot í þverslánna og Hilmar Árni átti skot í stöng rétt eftir. Fyrsta mark leiksins kom á 40.mínútu en það gerði Alex Þór eftir góðan undirbúning frá Daníeli Laxdal. Alex tók skot rétt innan vítateigslínunnar sem fór af varnarmanni ÍBV og yfir Halldór Pál í markinu. Gary Martin fékk síðan eitt hættulegt færi undir lok fyrri hálfleiks en lengra komust Eyjamenn ekki áður en flautað var til hálfleiks, staðan 1-0 fyrir Stjörnunni. Bæði lið byrjuðu síðari hálfleikinn af mun meiri krafti en þann fyrri. Liðin skiptust á að sækja en það voru á endanum Eyjamenn sem komu boltanum í netið á 64.mínútu. Hver annar en Gary Martin? Fjörið hélt áfram. Stjörnumenn vildu fá vítaspyrnu þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum. Þá var Hilmar Árni kominn í álitlega stöðu en féll í teignum, spurning hvort það hafi verið brotið á honum en ekkert var dæmt. Stjarnan náði svo aftur forystunni á 74.mínútu með marki frá Sölva Snæ, en 30 sekúndum áður munaði engu að ÍBV hefði komist yfir. Leikurinn róaðist aðeins eftir þetta mark en á 85.mínútu var Guðjón Baldvinsson búinn að svo gott sem klára leikinn fyrir Stjörnuna þegar hann þrumaði boltanum upp í þaknetið eftir sendingu frá Hilmari. Staðan orðin 3-1. Gary Martin minnkaði muninn fyrir Eyjamenn tveimur mínútum síðar úr vítaspyrnu og innsiglaði þar með markakóngstitil sinn. Hann hefur verið óstöðvandi síðustu vikur og var þetta hans 10.mark í síðustu 6 leikjum. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum, lokatölur 3-2. Stjarnan endaði tímabilið í 4.sæti með 35 stig en ÍBV í því neðsta með 10 stig.Ian Jeffs, þjálfari ÍBV.vísir/daníelJeffs: Þungt og erfitt tímabil Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, segir tímabilið hafa verið erfitt. „Þetta er búið að vera þungt og erfitt tímabil en ég hef lært helling af þessu og búið að vera skemmtilegt að taka þátt í þessu þrátt fyrir að niðurstaðan sé eins og hún er.’’ Aðspurður hvort hann verði hluti af þjálfarateyminu á næsta ári segist hann einfaldlega ekki vita svarið. Það muni koma í ljós eftir helgi. „Matt Garner var að spila sinn síðasta leik og hefur verið flottur leikmaður í mörg ár fyrir ÍBV. Það hefði verið gott fyrir hann að enda á sigurleik en það gerðist ekki. Hann getur verið stoltur af sínum ferli hjá ÍBV.’’ Sagði Jeffs. Spurður út í hvort gullskór Gary Martins hafi haft einhverja þýðingu fyrir liðið, sagðist Jeffs samgleðjast honum. „Það er virkilega flott hjá honum að skora 12 mörk með ÍBV, það var þó ekki aðalmarkmiðið hjá liðinu að hann myndi skora þessi 2 mörk í dag. Við vorum bara að hugsa um leikinn og vildum fá eitthvað út úr honum, en ég er bara ánægður fyrir hans hönd.’’Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/BáraRúnar: Lágmarkskrafa í Garðabæ að ná Evrópusæti Rúnar Páll, þjálfari Stjörnunnar var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna í dag. „Mér fannst við spila bara feykivel bróðurpart leiksins. Við áttum að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik. Við áttum flottar sóknar og fínar sendingar í gegn en á oft á tíðum misheppnaðist síðasta sendingin. Við hleyptum þeim svolítið inn í leikinn í seinni hálfleik en mér fannst samt aldrei nein hætta á þessu,’’ sagði Rúnar. „Það var svekkjandi að komast ekki í Evrópukeppni þótt við hefðum unnið leikinn. Leikurinn á móti FH var lykilleikur og við hefðum átt að vinna hann ef við ætluðum okkur að ná þessu Evrópusæti.’’ Rúnar segir sína menn einfaldlega ekki hafi staðið sig nógu vel í sumar. „Við fengum á okkur 35 mörk. Það er ekki gott. Hvert ár er lærdómur og við lærum helling af þessu ári. Við komum sterkir inn á næsta ári.’’ „Auðvitað eru þetta vonbrigði. Við erum eina íslenska liðið sem komst áfram í Evrópukeppni í sumar og fengum stór lið í heimsókn. Það var mikið ævintýri fyrir okkur. Það er stutt á milli í þessum fótbolta en árangurinn er bara þannig að við erum í 4.sæti og náum ekki Evrópusæti, sem er lágmarkskrafa hér í Garðabæ.’’Gary Martinvísir/skjáskotGary Martin: Ekki skemmt mér svona vel í langan tíma’ Gary John Martin er eins og áður sagði handhafi Gullskósins í Pepsi-max deild karla þetta sumarið. „Fólk hélt það væri slæm ákvörðun hjá mér að fara til ÍBV en ég valdi það því ég taldi það góða áskorun fyrir mig. Ég hefði frekar viljað halda okkur uppi en vinna gullskóinn, en ég vann gullskóinn og hef ekki skemmt mér jafnvel að spila fótbolta og núna í sumar í langan tíma,’’ sagði Gary Spurður að því hvort hann ætli að spila með ÍBV í Inkasso-deildinni næsta sumar svaraði hann játandi. Hann tók þó fram að það gæti alltaf breyst en í augnablikinu er stefnan sett á að standa við það. Gary segist ekki hafa unnið gullskóinn einn: „Ég hefði ekki unnið þennan gullskó án liðsfélaganna. Ég tileinka þeim þessi verðlaun.’’
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti