„Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. apríl 2025 12:31 Björgvin Karl Gunnarsson segir mikla spenna meðal íbúa Austurlands fyrir fyrsta heimaleiknum. Austurfrétt Söguleg stund mun eiga sér stað síðar í dag þegar FHL tekur á móti Val. Verður það í fyrsta sinn sem úrvalsdeildar fótboltaleikur fer fram á Austurlandi síðan 1994, fimm árum áður en elsti leikmaður liðsins fæddist. Erfitt verkefni en vonandi full stúka FHL tryggði sér sæti í efstu deild fyrir tímabilið og hefur þegar leikið einn leik, 1-0 tap gegn Tindastóli á Sauðárkróki. Framundan í dag er fyrsti heimaleikurinn, gegn bikarmeisturum Vals. „Það leggst bara mjög vel í okkur. Alveg frábært og vonandi fáum við fulla stúku í dag“ sagði Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari FHL, í samtali við Vísi. „Það verður erfitt verkefni að vinna Val en við ætlum að reyna að setja leikinn upp þannig að við fáum eitthvað út úr honum. Vonandi gengur það eftir“ sagði hann einnig. Fólkið flykkist bakvið liðið Elsti leikmaður FHL er Keelan Terrell, fædd 1999, fimm árum eftir að Höttur féll árið 1994, síðasta fótboltaliðið frá Austurlandi til að leika í efstu deild. Á 31 ári hefur eðlilega myndast mikil spenna meðal íbúa Austurlands að eiga aftur lið í efstu deild. „Já við erum farin að finna fyrir því. Síðustu vikur hefur fólk farið að flykkjast á bak við okkur, hjálpa okkur að gera allt klárt fyrir mótið og ég er bara mjög spenntur að sjá mætinguna í dag.“ Heimavöllurinn í höllinni FHL leikur sína heimaleiki inni í Fjarðarbyggðarhöllinni á Reyðarfirði, eina völlinn á Austurlandi sem stenst skoðun að svo stöddu. „Hins vegar eru nýir gervigrasvellir á Egilsstöðum og Neskaupsstað sem eru mjög flottir en það vantar stúku og betri búningsklefa… Við vitum að það er verið að gera stúku á Fellavöllinn [á Egilsstöðum], þá er ekki eftir nema að lappa upp á búningsaðstöðu. Svo á að gera það sama á Neskaupsstað, það verður gerð stúka þar líka.“ Þannig að þið fáið bráðum bara að velja á milli heimavalla, eftir því hvernig vindur blæs og lognið liggur? „Jájá, getum valið bara, eftir því hvað hentar best“ sagði Björgvin að lokum léttur í bragði. Fjallað var um FHL í þáttunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi. Brot úr þættinum má sjá hér fyrir neðan. Leikur FHL og Vals verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 klukkan 16:50. Besta deild kvenna FHL Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira
Erfitt verkefni en vonandi full stúka FHL tryggði sér sæti í efstu deild fyrir tímabilið og hefur þegar leikið einn leik, 1-0 tap gegn Tindastóli á Sauðárkróki. Framundan í dag er fyrsti heimaleikurinn, gegn bikarmeisturum Vals. „Það leggst bara mjög vel í okkur. Alveg frábært og vonandi fáum við fulla stúku í dag“ sagði Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari FHL, í samtali við Vísi. „Það verður erfitt verkefni að vinna Val en við ætlum að reyna að setja leikinn upp þannig að við fáum eitthvað út úr honum. Vonandi gengur það eftir“ sagði hann einnig. Fólkið flykkist bakvið liðið Elsti leikmaður FHL er Keelan Terrell, fædd 1999, fimm árum eftir að Höttur féll árið 1994, síðasta fótboltaliðið frá Austurlandi til að leika í efstu deild. Á 31 ári hefur eðlilega myndast mikil spenna meðal íbúa Austurlands að eiga aftur lið í efstu deild. „Já við erum farin að finna fyrir því. Síðustu vikur hefur fólk farið að flykkjast á bak við okkur, hjálpa okkur að gera allt klárt fyrir mótið og ég er bara mjög spenntur að sjá mætinguna í dag.“ Heimavöllurinn í höllinni FHL leikur sína heimaleiki inni í Fjarðarbyggðarhöllinni á Reyðarfirði, eina völlinn á Austurlandi sem stenst skoðun að svo stöddu. „Hins vegar eru nýir gervigrasvellir á Egilsstöðum og Neskaupsstað sem eru mjög flottir en það vantar stúku og betri búningsklefa… Við vitum að það er verið að gera stúku á Fellavöllinn [á Egilsstöðum], þá er ekki eftir nema að lappa upp á búningsaðstöðu. Svo á að gera það sama á Neskaupsstað, það verður gerð stúka þar líka.“ Þannig að þið fáið bráðum bara að velja á milli heimavalla, eftir því hvernig vindur blæs og lognið liggur? „Jájá, getum valið bara, eftir því hvað hentar best“ sagði Björgvin að lokum léttur í bragði. Fjallað var um FHL í þáttunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi. Brot úr þættinum má sjá hér fyrir neðan. Leikur FHL og Vals verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 klukkan 16:50.
Besta deild kvenna FHL Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira