Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 91-94 | Framlengdur spennutryllir í Röstinni Ísak Hallmundarson skrifar 5. janúar 2020 21:15 vísir/bára Grindavík tók á móti KR í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld í æsispennandi leik sem endaði með framlengingu. Fyrir leikinn voru Vesturbæingar í 5. sæti deildarinnar með 6 sigurleiki en Grindvíkingar í 9. sæti með 5 sigurleiki. Mikil meiðsli hrjáðu KR-liðið sem mætti aðeins með 9 leikmenn til leiks. Eftir miklar sveiflur voru það Íslandsmeistarar KR sem stóðu uppi sem sigurvegarar, lokatölur 91-94. Það voru Íslandsmeistararnir sem byrjuðu betur og komust í sjö stiga forystu eftir fimm mínútna leik. Þá komu sjö stig í röð frá heimamönnum sem jöfnuðu leikinn í 16-16. Gestirnir í KR leiddu eftir fyrsta leikhluta, 25-23. Annar leikhluti var kaflaskiptur, KR-ingar komust mest sjö stigum yfir og Grindvíkingar náðu minnst að minnka muninn í eitt stig. Staðan í hálfleik var 46-42 KR í vil. Vesturbæjarliðið byrjaði seinni hálfleikinn mun betur og náðu mest 15 stiga forystu. Þá tók Daníel þjálfari Grindavíkur leikhlé og náðu að minnka muninn í 51-60 og 58-64. Staðan var 63-66 eftir þrjá leikhluta og gat því allt gerst. Grindvíkingar náðu forystunni í fyrsta skipti í leiknum þegar 6 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, staðan þá 70-69. Gestirnir náðu þeim vopnum sínum á ný og komust þremur stigum yfir í 75-72, en Ingvi Þór sem fór á kostum í seinni hálfleik fyrir Grindavík jafnaði leikinn á ný í 75-75. Eftir æsispennandi lokamínútur endaði leikurinn 79-79 og því þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit. Ingvi Þór byrjaði á því að setja niður þriggja stiga skot fyrir Grindavík og kom þeim þrem stigum yfir. Skömmu síðar jafnaði Þorvaldur Orri með þrist fyrir KR. Kristófer Breki Gylfason kom Grindavík yfir á ný með þriggja stiga skoti, staðan 86-85. KR-ingar skoruðu þá sjö stig í röð og leit út fyrir að leikurinn væri búinn en Grindvíkingar héldu áfram og minnkuðu muninn í eitt stig. Íslandsmeistararnir héldu þó út og unnu að lokum 91-94, gríðarlega mikilvægur sigur. Eftir leikinn eru KR-ingar sem áður í 5. sæti, með 14 stig, en Grindvíkingar sitja eftir í 9. sæti með 10 stig. Næsta fimmtudag mætir KR-liðið Haukum á Ásvöllum en Grindavík mun heimsækja granna sína í Keflavík. Erfiðir útileikir fyrir bæði lið.Ingi: Held að fólk geri sér ekki grein fyrir hvað þetta var stórtIngi var ánægður með frammistöðu KR í kvöld.vísir/vilhelmIngi Þór Steinþórsson þjálfari KR gat verið glaður eftir sigur sinna manna:,,Þetta var alveg risasigur og ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hversu stór hann var því Grindvíkingar hefðu getað jafnað okkur að stigum með sigri og að ná að skilja þá fjórum stigum á eftir okkur er mjög stórt, þetta er svo jafnt að hver einasti sigur er alveg rosalega stór.‘‘KR-ingar mættu aðeins með níu leikmenn til Grindavíkur vegna mikilla meiðsla og þar af voru tveir nýjir leikmenn:,,Eyjólfur kemur óvænt inn, hann byrjaði að æfa með okkur um jólin og átti ekkert von á því að vera með, ég hafði hann bara á skýrslu af því við vorum svo fáir en hann stóð sig frábærlega. Þorvaldur var frábær fyrir okkur í lokin og svo erum við með Dino nýjan leikmann sem á eftir að komast í takt við íslenskan körfubolta. Leikmenn lögðu sig fram og þetta var mjög erfiður leikur og við erum mjög þreyttir þannig við þurfum að eiga góða endurheimt, við eigum Hauka á fimmtudaginn og stutt á milli leikja, en það er gaman að þessu.‘‘Ingi segist hafa verið ánægður með framlag alls liðsins:,,Ég var rosalega óánægður þegar við töpuðum hérna í bikarnum, vorum ólíkir sjálfum okkur og það vantaði stóru mennina okkar. Ég er ánægðastur með áræðnina og vellíðanina sem við vorum með í dag strax frá byrjun og Brynjar sýnir okkur leiðtogahlutverki sitt strax frá byrjuninni, ég er ánægður að við náðum að halda þessum tón út allan leikinn.‘‘Daníel: Alltaf slæmt að tapa leikjumDaníel Guðni, þjálfari Grindavíkur, var ekki jafn sáttur.,,Það er alltaf slæmt að tapa leikjum og sérstaklega svona leikjum. Ég veit við getum alltaf komið til baka en við bara byrjum leikinn afleitlega og gáfum þeim alltof mikið rými til að athafna sig og gera hlutina og þá verður erfitt fyrir mann að bæta í seinna, við gerðum það en það var bara ekki nóg.‘‘ Dominos-deild karla
Grindavík tók á móti KR í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld í æsispennandi leik sem endaði með framlengingu. Fyrir leikinn voru Vesturbæingar í 5. sæti deildarinnar með 6 sigurleiki en Grindvíkingar í 9. sæti með 5 sigurleiki. Mikil meiðsli hrjáðu KR-liðið sem mætti aðeins með 9 leikmenn til leiks. Eftir miklar sveiflur voru það Íslandsmeistarar KR sem stóðu uppi sem sigurvegarar, lokatölur 91-94. Það voru Íslandsmeistararnir sem byrjuðu betur og komust í sjö stiga forystu eftir fimm mínútna leik. Þá komu sjö stig í röð frá heimamönnum sem jöfnuðu leikinn í 16-16. Gestirnir í KR leiddu eftir fyrsta leikhluta, 25-23. Annar leikhluti var kaflaskiptur, KR-ingar komust mest sjö stigum yfir og Grindvíkingar náðu minnst að minnka muninn í eitt stig. Staðan í hálfleik var 46-42 KR í vil. Vesturbæjarliðið byrjaði seinni hálfleikinn mun betur og náðu mest 15 stiga forystu. Þá tók Daníel þjálfari Grindavíkur leikhlé og náðu að minnka muninn í 51-60 og 58-64. Staðan var 63-66 eftir þrjá leikhluta og gat því allt gerst. Grindvíkingar náðu forystunni í fyrsta skipti í leiknum þegar 6 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, staðan þá 70-69. Gestirnir náðu þeim vopnum sínum á ný og komust þremur stigum yfir í 75-72, en Ingvi Þór sem fór á kostum í seinni hálfleik fyrir Grindavík jafnaði leikinn á ný í 75-75. Eftir æsispennandi lokamínútur endaði leikurinn 79-79 og því þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit. Ingvi Þór byrjaði á því að setja niður þriggja stiga skot fyrir Grindavík og kom þeim þrem stigum yfir. Skömmu síðar jafnaði Þorvaldur Orri með þrist fyrir KR. Kristófer Breki Gylfason kom Grindavík yfir á ný með þriggja stiga skoti, staðan 86-85. KR-ingar skoruðu þá sjö stig í röð og leit út fyrir að leikurinn væri búinn en Grindvíkingar héldu áfram og minnkuðu muninn í eitt stig. Íslandsmeistararnir héldu þó út og unnu að lokum 91-94, gríðarlega mikilvægur sigur. Eftir leikinn eru KR-ingar sem áður í 5. sæti, með 14 stig, en Grindvíkingar sitja eftir í 9. sæti með 10 stig. Næsta fimmtudag mætir KR-liðið Haukum á Ásvöllum en Grindavík mun heimsækja granna sína í Keflavík. Erfiðir útileikir fyrir bæði lið.Ingi: Held að fólk geri sér ekki grein fyrir hvað þetta var stórtIngi var ánægður með frammistöðu KR í kvöld.vísir/vilhelmIngi Þór Steinþórsson þjálfari KR gat verið glaður eftir sigur sinna manna:,,Þetta var alveg risasigur og ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hversu stór hann var því Grindvíkingar hefðu getað jafnað okkur að stigum með sigri og að ná að skilja þá fjórum stigum á eftir okkur er mjög stórt, þetta er svo jafnt að hver einasti sigur er alveg rosalega stór.‘‘KR-ingar mættu aðeins með níu leikmenn til Grindavíkur vegna mikilla meiðsla og þar af voru tveir nýjir leikmenn:,,Eyjólfur kemur óvænt inn, hann byrjaði að æfa með okkur um jólin og átti ekkert von á því að vera með, ég hafði hann bara á skýrslu af því við vorum svo fáir en hann stóð sig frábærlega. Þorvaldur var frábær fyrir okkur í lokin og svo erum við með Dino nýjan leikmann sem á eftir að komast í takt við íslenskan körfubolta. Leikmenn lögðu sig fram og þetta var mjög erfiður leikur og við erum mjög þreyttir þannig við þurfum að eiga góða endurheimt, við eigum Hauka á fimmtudaginn og stutt á milli leikja, en það er gaman að þessu.‘‘Ingi segist hafa verið ánægður með framlag alls liðsins:,,Ég var rosalega óánægður þegar við töpuðum hérna í bikarnum, vorum ólíkir sjálfum okkur og það vantaði stóru mennina okkar. Ég er ánægðastur með áræðnina og vellíðanina sem við vorum með í dag strax frá byrjun og Brynjar sýnir okkur leiðtogahlutverki sitt strax frá byrjuninni, ég er ánægður að við náðum að halda þessum tón út allan leikinn.‘‘Daníel: Alltaf slæmt að tapa leikjumDaníel Guðni, þjálfari Grindavíkur, var ekki jafn sáttur.,,Það er alltaf slæmt að tapa leikjum og sérstaklega svona leikjum. Ég veit við getum alltaf komið til baka en við bara byrjum leikinn afleitlega og gáfum þeim alltof mikið rými til að athafna sig og gera hlutina og þá verður erfitt fyrir mann að bæta í seinna, við gerðum það en það var bara ekki nóg.‘‘
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum