Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík 101-75 | Njarðvík valtaði yfir nágranna sína í Grindavík Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 23. janúar 2020 21:45 Einar var kampakátur eftir þægilegan sigur í kvöld. vísir/bára Grannaliðin Njarðvík og Grindavík áttust við í Ljónagryfju fyrrnefnda liðsins og bjuggust margir við jöfnum og spennandi leik. Því miður rættist aldrei úr því. Grindvíkingar skoruðu fyrstu stig leiksins, en eftir það tók Njarðvík öll völd á leiknum og komust Grindvíkingar ekki nálægt því að gera þetta að einhverjum leik eftir það. Staðan eftir fyrsta leik var 25-14 Njarðvíkingum í vil. Maður bjóst við sterkari Grindvíkingum í öðrum leikhluta, hins vegar komu þeir slakari til leiks ef eitthvað var. Njarðvík keyrði svoleiðis yfir þá gulu og leiddu að loknum fyrri hálfleik 54-25. Líkt og flestir áhugamenn um körfubolta vita, er 25 stig í heilum hálfleik ekki vænlegt til árangurs. Seinni hálfleikurinn var hins vegar öllu jafnari en sá fyrri. Grindvíkingar fóru loksins að setja niður einhverjar körfur, en að sama skapi gerðu Njarðvíkingar það sömuleiðis. Forysta þeirra var aldrei í hættu. Jafnræði var á með liðunum í seinni hálfleik og skiptust liðin á að skora og sigldu Njarðvíkingar nokkuð þægilegum sigri í hús, 101-75. Mikilvægur sigur hjá Njarðvíkingum í baráttunni um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni en þeir eru í fjórða sæti eins og er, en afar jafnt er á liðunum í kringum þá. Grindvíkingar hins vegar fjarlægast úrslitakeppnina meir og meir með hverjum leiknum og sogast nær fallbaráttunni. Þeir eru núna tveimur stigum frá úrslitakeppninni, en jafnframt tveimur stigum frá fallsæti. Stutt á milli í þessu. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík var bara miklu, miklu betra liðið í kvöld, svo einfalt er nú það. Grindavík sáu aldrei sólar í Ljónagryfjunni og heimamenn keyrðu yfir þá í fyrri hálfleik og var aldrei spurning eftir það hvert sigurinn færi. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Grindvíkinga í fyrri hálfleik sérstaklega, sem og varnarleikur liðsins var afleitur. Grindvíkingar þurfa að hafa miklar áhyggjur ef þeir ætla að halda áfram svona spilamennsku. Hverjir sköruðu fram úr? Chaz Williams var stigahæstur í liði Njarðvíkur með 27 stig. Þá skoruðu Kristinn, Mario og Aurimas allir yfir tíu stig. Heilt yfir var Njarðvíkurliðið flott í leiknum. Hvað gerist næst? Njarðvíkingar sækja líklega besta lið deildarinnar um þessar mundir, Stjörnuna heim á meðan Grindvíkingar fá botnlið Fjölnis í heimsókn í risa fallbaráttuslag. Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið þar. Daníel Guðmundsson: Erum slakasta lið deildarinnar Daníel Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga var allt annað en sáttur með tap sinna manna í kvöld gegn grönnum sínum í Njarðvík. Fyrri hálfleikurinn var sérstaklega lélegur hjá Grindvíkingum í kvöld og skoruðu þeir aðeins 25 stig. „Þetta var hræðilegt. Eitthvað það lélegasta sem maður hefur séð í íslenskum körfubolta. Þetta var rosalega slappt. Ég átta mig ekki á að menn mæti svona til leiks.“ Grindvíkingar hafa nú tapað fimm leikjum í röð og fjarlægast úrslitakeppnina meir og meir með hverjum leiknum. „Við erum bara í fallbaráttu, það er einfalt.“ Aðspurður að því hvort að Grindavík væri annað af tveimur slökustu liðum deildarinnar miðað við spilamennsku liðanna þessa stundina var svar Daníels afar einfalt. „Eins og við erum að spila núna erum við slakasta lið deildarinnar.“ En hvað getur Grindavík gert til þess að rétta úr kútnum og komast aftur á sigurbraut? „Spila körfubolta og reyna að hafa gaman að því sem við erum að gera og fylgja leikskipulagi og fara eftir því sem þeir eru að leggja upp eins og við gerum á æfingum. Ekki eru þeir að spila svona illa á æfingum en það er frammistaðan í leikjum sem telur. Líkt og áður segir var það fyrri hálfleikurinn sem var arfaslakur og mættu þeir sterkari til leiks í seinni hálfleik. Þrátt fyrir það náðu þeir aldrei að minnka muninn að einhverju viti. „Hefði þetta byrjað í hálfleik væri kannski annar andi yfir þessu. Það var meira jafnvægi í þessu í seinni hálfleik, eins og við héldum að leikurinn yrði.“ Miljan Rakic, nýjasti leikmaður Grindavíkur hefur ekki sýnt neina stjörnuspilamennsku og vill Daníel fá meira frá honum. „Já ég geri það klárlega. Að sama skapi er hann ný kominn inn í þetta. Hann er búinn að ná einhverjum tveimur eða þremur æfingum og þremur leikjum. En við þurfum að koma honum meira í gagnið.“ Kanamálin eru í góðum farveg hjá Grindvíkingum og er von á honum til landsins á næstu dögum, og ætti hann að vera með í næsta leik. „Hann er vonandi á leið upp í vél fljótlega. Mér skilst að hann kunni allavega að spila körfubolta. En ég upplifi að mínir menn í fyrri hálfleik og síðasta leik líka, að ef ekki er amerískt nafn á skýrslunni okkar, þá erum við voða litlir í okkur og spilum okkur sem fórnarlömb.“ Einar Árni Jóhannsson: Þetta var frábær fyrri hálfleikur Það var létt yfir Einari Árna Jóhannssyni, þjálfara Njarðvíkur eftir öruggan sigur á grönnum sínum úr Grindavík. „Þetta var frábær fyrri hálfleikur, mjög kröftug byrjun. Náðum mjög góðu forskoti mjög snemma og það var bara margt mjög gott í fyrri hálfleik. Við vorum að hreyfa boltann vel og vinna sem lið á sóknarvelli og varnarleikurinn mjög þéttur, höldum þeim í 25 stigum í fyrri hálfleik. Meira jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik en sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu þrátt fyrir að hafa aðeins misst dampinn í þriðja leikhluta. „Seinni hálfleikurinn var ekki eins flottur, það er bara staðreynd. Byrjun seinni hálfleiks var ekki gott. Við vorum að skiptast á körfum og tapa óþarfa boltum. En þetta var aldrei í hættu og er ég mjög ánægður með heildarmyndina.“ Fyrir sigurinn í kvöld var Njarðvík búið að tapa tveimur leikjum í röð og því mikilvægur sigur fyrir Njarðvíkinga í baráttunni um heimavallaréttinn. „Þeir koma út í seinni hálfleikinn með ekkert að tapa. Við erum kröfuharðir á okkur sjálfa og við hefðum viljað gera betur í seinni hálfleiknum en 26 stiga sigur á Grindavík er feykigott. Mikilvægur sigur sem kemur okkur aftur á sigurbraut. Hver einasti punktur í þessari deild er gríðarlega mikilvægur. Chaz Williams átti flottan leik í kvöld, líkt og í Keflavíkurleiknum. Hann skoraði 27 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 5 fráköst. „Chaz er frábær leikmaður. Hann er ekki að koma mér á óvart. Hann er að skora og búa til fyrir aðra, stýrir leik liðsins varnarlega og er að frákasta vel miðað við hæð. Hann hefur breytt ásýnd liðsins mikið í vetur og er að finna sig betur og betur.“ Kristinn Pálsson: Ætlum að halda okkur í efstu fjórum sætunum Kristinn Pálsson, leikmaður Njarðvíkur átti flottan leik í kvöld í auðveldum sigri gegn Grindavík en hann skoraði 17 stig. „Við þurftum auðvitað að hafa fyrir þessu, við lögðum mikið í þetta og ætluðum að gera það frá upphafi. Vorum búnir að tapa tveimur leikjum í röð og við ætluðum að mæta brjálaðir til leiks. Við sýndum það að við ætluðum að byrja af krafti og við gerðum það.“ Aðspurður hvort hann hefði búist við svona þægilegum leik gegn Grindavík þegar hann vaknaði í morgun var svarið neitandi. „Nei auðvitað ekki. Grindavík er með mjög flottan hóp. Það er svolítið erfitt að lesa þá, þeir eru með góða skotmenn. Þetta var kannski ekki endilega þeirra dagur en við spiluðum flotta vörn og líka sóknarlega.“ Njarðvík hafði tapað tveimur leikjum í röð fyrir sigurinn í kvöld og var þetta mikilvæg stig fyrir liðið í baráttunni um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. „Já auðvitað er maður kátur að komast aftur á sigurbraut. Þetta er stórt skref fyrir liðið og við ætlum að reyna að ná í marga sigra restina af tímabilinu. Það er auðvitað markmiðið hjá okkur að halda okkur í efstu fjórum sætunum og fá þannig heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni.“ Dominos-deild karla
Grannaliðin Njarðvík og Grindavík áttust við í Ljónagryfju fyrrnefnda liðsins og bjuggust margir við jöfnum og spennandi leik. Því miður rættist aldrei úr því. Grindvíkingar skoruðu fyrstu stig leiksins, en eftir það tók Njarðvík öll völd á leiknum og komust Grindvíkingar ekki nálægt því að gera þetta að einhverjum leik eftir það. Staðan eftir fyrsta leik var 25-14 Njarðvíkingum í vil. Maður bjóst við sterkari Grindvíkingum í öðrum leikhluta, hins vegar komu þeir slakari til leiks ef eitthvað var. Njarðvík keyrði svoleiðis yfir þá gulu og leiddu að loknum fyrri hálfleik 54-25. Líkt og flestir áhugamenn um körfubolta vita, er 25 stig í heilum hálfleik ekki vænlegt til árangurs. Seinni hálfleikurinn var hins vegar öllu jafnari en sá fyrri. Grindvíkingar fóru loksins að setja niður einhverjar körfur, en að sama skapi gerðu Njarðvíkingar það sömuleiðis. Forysta þeirra var aldrei í hættu. Jafnræði var á með liðunum í seinni hálfleik og skiptust liðin á að skora og sigldu Njarðvíkingar nokkuð þægilegum sigri í hús, 101-75. Mikilvægur sigur hjá Njarðvíkingum í baráttunni um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni en þeir eru í fjórða sæti eins og er, en afar jafnt er á liðunum í kringum þá. Grindvíkingar hins vegar fjarlægast úrslitakeppnina meir og meir með hverjum leiknum og sogast nær fallbaráttunni. Þeir eru núna tveimur stigum frá úrslitakeppninni, en jafnframt tveimur stigum frá fallsæti. Stutt á milli í þessu. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík var bara miklu, miklu betra liðið í kvöld, svo einfalt er nú það. Grindavík sáu aldrei sólar í Ljónagryfjunni og heimamenn keyrðu yfir þá í fyrri hálfleik og var aldrei spurning eftir það hvert sigurinn færi. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Grindvíkinga í fyrri hálfleik sérstaklega, sem og varnarleikur liðsins var afleitur. Grindvíkingar þurfa að hafa miklar áhyggjur ef þeir ætla að halda áfram svona spilamennsku. Hverjir sköruðu fram úr? Chaz Williams var stigahæstur í liði Njarðvíkur með 27 stig. Þá skoruðu Kristinn, Mario og Aurimas allir yfir tíu stig. Heilt yfir var Njarðvíkurliðið flott í leiknum. Hvað gerist næst? Njarðvíkingar sækja líklega besta lið deildarinnar um þessar mundir, Stjörnuna heim á meðan Grindvíkingar fá botnlið Fjölnis í heimsókn í risa fallbaráttuslag. Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið þar. Daníel Guðmundsson: Erum slakasta lið deildarinnar Daníel Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga var allt annað en sáttur með tap sinna manna í kvöld gegn grönnum sínum í Njarðvík. Fyrri hálfleikurinn var sérstaklega lélegur hjá Grindvíkingum í kvöld og skoruðu þeir aðeins 25 stig. „Þetta var hræðilegt. Eitthvað það lélegasta sem maður hefur séð í íslenskum körfubolta. Þetta var rosalega slappt. Ég átta mig ekki á að menn mæti svona til leiks.“ Grindvíkingar hafa nú tapað fimm leikjum í röð og fjarlægast úrslitakeppnina meir og meir með hverjum leiknum. „Við erum bara í fallbaráttu, það er einfalt.“ Aðspurður að því hvort að Grindavík væri annað af tveimur slökustu liðum deildarinnar miðað við spilamennsku liðanna þessa stundina var svar Daníels afar einfalt. „Eins og við erum að spila núna erum við slakasta lið deildarinnar.“ En hvað getur Grindavík gert til þess að rétta úr kútnum og komast aftur á sigurbraut? „Spila körfubolta og reyna að hafa gaman að því sem við erum að gera og fylgja leikskipulagi og fara eftir því sem þeir eru að leggja upp eins og við gerum á æfingum. Ekki eru þeir að spila svona illa á æfingum en það er frammistaðan í leikjum sem telur. Líkt og áður segir var það fyrri hálfleikurinn sem var arfaslakur og mættu þeir sterkari til leiks í seinni hálfleik. Þrátt fyrir það náðu þeir aldrei að minnka muninn að einhverju viti. „Hefði þetta byrjað í hálfleik væri kannski annar andi yfir þessu. Það var meira jafnvægi í þessu í seinni hálfleik, eins og við héldum að leikurinn yrði.“ Miljan Rakic, nýjasti leikmaður Grindavíkur hefur ekki sýnt neina stjörnuspilamennsku og vill Daníel fá meira frá honum. „Já ég geri það klárlega. Að sama skapi er hann ný kominn inn í þetta. Hann er búinn að ná einhverjum tveimur eða þremur æfingum og þremur leikjum. En við þurfum að koma honum meira í gagnið.“ Kanamálin eru í góðum farveg hjá Grindvíkingum og er von á honum til landsins á næstu dögum, og ætti hann að vera með í næsta leik. „Hann er vonandi á leið upp í vél fljótlega. Mér skilst að hann kunni allavega að spila körfubolta. En ég upplifi að mínir menn í fyrri hálfleik og síðasta leik líka, að ef ekki er amerískt nafn á skýrslunni okkar, þá erum við voða litlir í okkur og spilum okkur sem fórnarlömb.“ Einar Árni Jóhannsson: Þetta var frábær fyrri hálfleikur Það var létt yfir Einari Árna Jóhannssyni, þjálfara Njarðvíkur eftir öruggan sigur á grönnum sínum úr Grindavík. „Þetta var frábær fyrri hálfleikur, mjög kröftug byrjun. Náðum mjög góðu forskoti mjög snemma og það var bara margt mjög gott í fyrri hálfleik. Við vorum að hreyfa boltann vel og vinna sem lið á sóknarvelli og varnarleikurinn mjög þéttur, höldum þeim í 25 stigum í fyrri hálfleik. Meira jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik en sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu þrátt fyrir að hafa aðeins misst dampinn í þriðja leikhluta. „Seinni hálfleikurinn var ekki eins flottur, það er bara staðreynd. Byrjun seinni hálfleiks var ekki gott. Við vorum að skiptast á körfum og tapa óþarfa boltum. En þetta var aldrei í hættu og er ég mjög ánægður með heildarmyndina.“ Fyrir sigurinn í kvöld var Njarðvík búið að tapa tveimur leikjum í röð og því mikilvægur sigur fyrir Njarðvíkinga í baráttunni um heimavallaréttinn. „Þeir koma út í seinni hálfleikinn með ekkert að tapa. Við erum kröfuharðir á okkur sjálfa og við hefðum viljað gera betur í seinni hálfleiknum en 26 stiga sigur á Grindavík er feykigott. Mikilvægur sigur sem kemur okkur aftur á sigurbraut. Hver einasti punktur í þessari deild er gríðarlega mikilvægur. Chaz Williams átti flottan leik í kvöld, líkt og í Keflavíkurleiknum. Hann skoraði 27 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 5 fráköst. „Chaz er frábær leikmaður. Hann er ekki að koma mér á óvart. Hann er að skora og búa til fyrir aðra, stýrir leik liðsins varnarlega og er að frákasta vel miðað við hæð. Hann hefur breytt ásýnd liðsins mikið í vetur og er að finna sig betur og betur.“ Kristinn Pálsson: Ætlum að halda okkur í efstu fjórum sætunum Kristinn Pálsson, leikmaður Njarðvíkur átti flottan leik í kvöld í auðveldum sigri gegn Grindavík en hann skoraði 17 stig. „Við þurftum auðvitað að hafa fyrir þessu, við lögðum mikið í þetta og ætluðum að gera það frá upphafi. Vorum búnir að tapa tveimur leikjum í röð og við ætluðum að mæta brjálaðir til leiks. Við sýndum það að við ætluðum að byrja af krafti og við gerðum það.“ Aðspurður hvort hann hefði búist við svona þægilegum leik gegn Grindavík þegar hann vaknaði í morgun var svarið neitandi. „Nei auðvitað ekki. Grindavík er með mjög flottan hóp. Það er svolítið erfitt að lesa þá, þeir eru með góða skotmenn. Þetta var kannski ekki endilega þeirra dagur en við spiluðum flotta vörn og líka sóknarlega.“ Njarðvík hafði tapað tveimur leikjum í röð fyrir sigurinn í kvöld og var þetta mikilvæg stig fyrir liðið í baráttunni um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. „Já auðvitað er maður kátur að komast aftur á sigurbraut. Þetta er stórt skref fyrir liðið og við ætlum að reyna að ná í marga sigra restina af tímabilinu. Það er auðvitað markmiðið hjá okkur að halda okkur í efstu fjórum sætunum og fá þannig heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni.“