Atli Gísla var í fríi á Krít og Ásmundur Einar mætti illa Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. desember 2010 18:19 Viðvera Ásmundar Einars Daðasonar á fundum fjárlaganefndar þegar fjárlög voru þar til umfjöllunar var mjög lítil. Þá var Atli Gíslason í tveggja mánaða fríi á meðan fjárlög voru til umfjöllunar í þinginu. Var hann hluta tímans erlendis á Krít, en bæði Atli og Ásmundur Einar lýstu yfir óánægju með fjárlögin og sátu hjá við afgreiðslu þeirra. Þá á Ásmundur Einar hlut í búvörufyrirtæki en segist ekki sinna því samhliða þingstörfum. Hjáseta þriggja stjórnarþinganna Vinstri grænna við afgreiðslu fjárlaga í síðustu viku hefur valdið miklum deilum. Utanríkisráðherra og fleiri hafa bent á í þinginu að það að lýsa stuðningi við ríkisstjórn felist ekki aðeins í því að verja hana vantrausti heldur styðja hana í mikilvægum málum, eins og afgreiðslu fjárlaga. Þremenningarnir, Atli Gíslason, Lilja Mósesdóttir og Ásmundur Einar Daðason gáfu út sérstaka yfirlýsingu þar sem þau lýstu yfir megnri óánægju sinni með fjárlögin. Þá sögðust þau meðal annars annars hafa lagt fram tillögur um tekjuöflun fyrir ríkissjóð samhliða róttækri endurskoðun á niðurskurði innan velferðarkerfisins. Stopul viðvera - greinir ekki frá hagsmunatengslum Þetta er athyglisvert í ljósi þess að vikurnar og mánuði fyrir afgreiðslu fjárlaga var viðvera Ásmundar Einars Daðasonar á fundum fjárlaganefndar mjög stopul, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 um viðveruskráningar nefndarinnar. Þá hafa nefndarmenn lýst þessu sjónarmiði í samtali við Stöð 2. Nefndasvið Alþingis hefur hins vegar ekki orðið við ósk um nákvæma viðveruskráningu þar sem vinnu vegna fundargerða er ekki lokið. "Það er rétt," segir Ásmundur um litla viðveru sína en segir skýringuna liggja í veikindum hjá fjölskyldu sinni. Hann segir þó að þessi fjarvera frá fundum hafi ekki orðið þess valdandi hann gat ekki fylgst vel með störfum nefndarinnar og komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Ásmundur Einar stundar atvinnurekstur með þingstörfum og á fjórðungshlut í fyrirtæki sem rekur netverslunina Ísbú (www.isbu.is) hann segir þó fjarveru sína ekki tengjast störfum sínum þar og að hann hafi látið af störfum fyrir vefverslunina þegar hann settist á þing. Þess má geta að Ásmundur Einar hefur ekki greint frá þessum hagsmunatengslum á vef Alþingis, en samkvæmt reglum sem um skráninguna gilda þurfa þingmenn að greina frá félögum sem þeir eru meiðeigendur í. Atli í fríi á Krít Þá er athyglisvert að í tvo mánuði fyrir afgreiðslu fjárlaga, þegar að endurbætur á fjárlögum áttu sér stað, var Atli Gíslason fjarverandi. Fyrst í fríi erlendis í tæpar þrjár vikur, í Danmörku frá upphafi október og síðan á Krít. Síðan var hann heima á Íslandi í fríi í mánuð. Hann sneri aftur til þingstarfa 1. desember, aðeins tveimur vikum fyrir atkvæðagreiðslu um fjárlögin. Stöð 2 óskaði eftir viðbrögðum Atla við þessu. Hann sagði að dvöl sín erlendis og fjarvera á þinginu hafi ekki komið að sök því þunginn í frumvarpsvinnunni hafi farið fram seint í sumar og snemma í haust. Að sögn Atla verður hjáseta þeirra og sú staða sem upp er komin í þingflokknum rædd sérstaklega á þingflokksfundi eftir áramót. thorbjorn@stod2.is Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Viðvera Ásmundar Einars Daðasonar á fundum fjárlaganefndar þegar fjárlög voru þar til umfjöllunar var mjög lítil. Þá var Atli Gíslason í tveggja mánaða fríi á meðan fjárlög voru til umfjöllunar í þinginu. Var hann hluta tímans erlendis á Krít, en bæði Atli og Ásmundur Einar lýstu yfir óánægju með fjárlögin og sátu hjá við afgreiðslu þeirra. Þá á Ásmundur Einar hlut í búvörufyrirtæki en segist ekki sinna því samhliða þingstörfum. Hjáseta þriggja stjórnarþinganna Vinstri grænna við afgreiðslu fjárlaga í síðustu viku hefur valdið miklum deilum. Utanríkisráðherra og fleiri hafa bent á í þinginu að það að lýsa stuðningi við ríkisstjórn felist ekki aðeins í því að verja hana vantrausti heldur styðja hana í mikilvægum málum, eins og afgreiðslu fjárlaga. Þremenningarnir, Atli Gíslason, Lilja Mósesdóttir og Ásmundur Einar Daðason gáfu út sérstaka yfirlýsingu þar sem þau lýstu yfir megnri óánægju sinni með fjárlögin. Þá sögðust þau meðal annars annars hafa lagt fram tillögur um tekjuöflun fyrir ríkissjóð samhliða róttækri endurskoðun á niðurskurði innan velferðarkerfisins. Stopul viðvera - greinir ekki frá hagsmunatengslum Þetta er athyglisvert í ljósi þess að vikurnar og mánuði fyrir afgreiðslu fjárlaga var viðvera Ásmundar Einars Daðasonar á fundum fjárlaganefndar mjög stopul, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 um viðveruskráningar nefndarinnar. Þá hafa nefndarmenn lýst þessu sjónarmiði í samtali við Stöð 2. Nefndasvið Alþingis hefur hins vegar ekki orðið við ósk um nákvæma viðveruskráningu þar sem vinnu vegna fundargerða er ekki lokið. "Það er rétt," segir Ásmundur um litla viðveru sína en segir skýringuna liggja í veikindum hjá fjölskyldu sinni. Hann segir þó að þessi fjarvera frá fundum hafi ekki orðið þess valdandi hann gat ekki fylgst vel með störfum nefndarinnar og komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Ásmundur Einar stundar atvinnurekstur með þingstörfum og á fjórðungshlut í fyrirtæki sem rekur netverslunina Ísbú (www.isbu.is) hann segir þó fjarveru sína ekki tengjast störfum sínum þar og að hann hafi látið af störfum fyrir vefverslunina þegar hann settist á þing. Þess má geta að Ásmundur Einar hefur ekki greint frá þessum hagsmunatengslum á vef Alþingis, en samkvæmt reglum sem um skráninguna gilda þurfa þingmenn að greina frá félögum sem þeir eru meiðeigendur í. Atli í fríi á Krít Þá er athyglisvert að í tvo mánuði fyrir afgreiðslu fjárlaga, þegar að endurbætur á fjárlögum áttu sér stað, var Atli Gíslason fjarverandi. Fyrst í fríi erlendis í tæpar þrjár vikur, í Danmörku frá upphafi október og síðan á Krít. Síðan var hann heima á Íslandi í fríi í mánuð. Hann sneri aftur til þingstarfa 1. desember, aðeins tveimur vikum fyrir atkvæðagreiðslu um fjárlögin. Stöð 2 óskaði eftir viðbrögðum Atla við þessu. Hann sagði að dvöl sín erlendis og fjarvera á þinginu hafi ekki komið að sök því þunginn í frumvarpsvinnunni hafi farið fram seint í sumar og snemma í haust. Að sögn Atla verður hjáseta þeirra og sú staða sem upp er komin í þingflokknum rædd sérstaklega á þingflokksfundi eftir áramót. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira