Innlent

Bresk barnaverndaryfirvöld vilja svipta móður Ellu Dísar forræði

Ragna Erlendsdóttir.
Ragna Erlendsdóttir.
Barnaverndaryfirvöld í Bretlandi vilja svipta Rögnu Erlendsdóttur, móður Ellu Dísar, forræði yfir dóttur sinni. Ragna fór fyrir rétt í London í gær, þar sem hún er búsett. Hún segir í viðtali við DV að hún hafi tvívegis mætt fyrir dóm í Bretlandi og nú hafi málinu verið vísað til Royal High Court og þar verði málið tekið fyrir næsta þriðjudag.

Þá kemur ennfremur fram í viðali við Rögnu sjálfa í DV að dætur hennar, sem fóru með henni til London, hafi verið sendar heim til föður þeirra, gegn hennar samþykki.

Hún segir Barnaverndaryfirvöld í Bretlandi vera í samtarfi við íslensk yfirvöld. Sjálf segir Ragna að geðheilsa hennar sé dregin í efa fyrir breskum dómstólum.

Vísir greindi frá því að Ragna flutti með stúlku sína, Ellu Dís, sem er langveik, til Bretlands síðustu áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×