Boris Spassky er látinn Skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky er látinn. Hann var 89 ára gamall en ekki liggur fyrir hvernig hann dó. Erlent 27.2.2025 19:00
Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Bandaríski leikarinn Gene Hackman og eiginkona hans, píanóleikarinn Betsy Arakawa, höfðu verið látin í einhvern tíma þegar þau fundust í gær. Þá fundust þau í sitthvoru herberginu á heimili sínu í Nýju-Mexíkó. Erlent 27.2.2025 17:31
Öcalan vill leysa upp PKK Abdullah Öcalan, leiðtogi PKK, uppreisnarsamtaka Kúrda, vill að liðmenn þeirra leggi niður vopn og að samtökin verði leyst upp. Þetta kann að marka endalok átaka sem hafa staðið milli Kúrda og tyrkneskra stjórnvalda í um fjörutíu ár. Erlent 27.2.2025 14:55
Óbólusett barn lést vegna mislinga Ráðamenn í Bandaríkjunum tilkynntu í dag að ungt og óbólusett barn hefði látið lífið vegna mislinga. Þetta er fyrsta dauðsfallið í mislingafaraldri í Texas sem hófst í lok síðasta mánaðar og fyrsta dauðsfallið vegna mislinga í Bandaríkjunum frá 2015. Erlent 26.2.2025 21:01
Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Myndskeiði sem búið var til með aðstoð gervigreindar og sýnir ákveðna framtíðarsýn fyrir Gasa, hefur verið deilt á samfélagsmiðlaaðgöngum Donald Trump Bandaríkjaforseta. Erlent 26.2.2025 12:23
Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur greint frá fyrirætlunum um að taka upp „gullkort“ áþekkt hinu svokallaða „græna korti“, nema það verður selt auðjöfrum fyrir fimm milljónir dala. Erlent 26.2.2025 11:21
Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata í Þýskalandi, sagði í gær að meirihlutaviðræður væru hafnar við Sósíaldemókrata. Sagðist hann telja að aukinn kraftur yrði settur í þær á næstu dögum en hann stefnir að myndun ríkisstjórnar fyrir páska. Erlent 26.2.2025 10:22
Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Fleiri en 50 hafa látist af völdum óþekktra veikinda í norðvesturhluta Austur-Kongó. Veikindanna varð fyrst vart hjá þremur börnum sem höfðu borðað dauða leðurblöku. Erlent 26.2.2025 07:54
Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, tilkynnti í kvöld að í framtíðinni muni starfsmenn Donalds Trump, forseta, sjálfir velja hvaða blaðamenn fái að sækja Hvíta húsið heim og sitja blaðamannafundi og hverjir fá að fylgja Trump eftir á ferðum hans um heiminn. Hingað til hefur það verið ákveðið af samtökum blaðamanna. Erlent 25.2.2025 21:56
Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Ráðamenn í Úkraínu hafa komist að samkomulagi við ríkisstjórn Donalds Trump, um samstarf á sviði efnahagsmála. Þetta kemur fram í frétt Financial Times en þar segir að Bandaríkjamenn hafi látið af kröfum sínum um fimm hundruð milljarða dala sjóð sem helmingur tekna Úkraínuríkis átti að fara í. Erlent 25.2.2025 19:40
Litlu mátti muna á flugbrautinni Litlu mátti muna að farþegaþota sem verið var að lenda á Midway-flugvellinum í Chicago lenti á einkaþotu. Þeirri síðarnefndu var ekið í veg fyrir farþegaþotuna en flugmenn hennar virðast hafa komið í veg fyrir stórslys með hröðum handbrögðum. Erlent 25.2.2025 18:53
Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í dag stærstu aukningu í fjárútlátum til varnarmála frá tímum kalda stríðsins. Bretar ætla sér að verja 2,5 prósentum af landsframleiðslu í varnarmál fyrir árið 2027 en það er fyrr en áður stóð til og á hlutfallið að fara í þrjú prósent eftir það. Erlent 25.2.2025 18:07
Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum vita nú vart í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, eftir að hafa fengið afar misvísandi skilaboð frá stjórnvöldum og yfirmönnum sínum. Erlent 25.2.2025 12:30
Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Nýjar athuganir benda til þess að líkurnar á því að smástirni sem grannt hefur verið fylgst með rekist á jörðina séu nánast engar. Um tíma voru líkurnar á árekstri metnar þær mestu sem nokkru sinni hafa mælst fyrir smástirni af þessari stærð. Erlent 25.2.2025 10:42
Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Að minnsta kosti fjórir eru látnir og nokkur fjöldi er slasaður eftir að hluti brúar hrundi í suður-kóresku borginni Anseong í nótt. Talið er að tíu verkamenn hið minnsta hafi fallið af brúnni sem er í smíðum. Erlent 25.2.2025 08:45
Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Vladimir Pútín Rússlandsforseti virðist hafa í hyggju að kaupa sér velþóknun Donald Trump Bandaríkjaforseta með því að bjóða honum gull og græna skóga. Erlent 25.2.2025 08:08
Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Staða Sinaloa-glæpasamtakanna í Mexíkó hefur versnað til muna á undanförnum mánuðum vegna blóðugra átaka um stjórn samtakanna víðfrægu. Á sama tíma standa samtökin frammi fyrir auknum þrýstingi frá Bandaríkjunum og yfirvöldum í Mexíkó. Erlent 24.2.2025 23:34
Valdi dauða með aftökusveit Aftökusveit mun í næsta mánuði skjóta mann til bana í fyrsta sinn í Bandaríkjunum í fimmtán ár. Morðinginn Brad Sigmon fékk að velja hvort hann yrði tekinn af lífi með lyfjum, færi í rafmagnsstólinn eða færi fyrir aftökusveit og valdi hann síðasta kostinn. Erlent 24.2.2025 21:50
Segir Selenskí á leið til Washington Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vólódímír Selenskí, kollega hans frá Úkraínu, hugsanlega á leið til Washington DC í þessari eða næstu viku. Þá myndu forsetarnir skrifa undir samkomulag varðandi aðgengi Bandaríkjamanna að auðlindum Úkraínu og endurgreiðslu Úkraínumanna fyrir hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum. Erlent 24.2.2025 18:57
Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun þar sem þess er krafist að Rússar dragi herlið sitt þegar í stað frá Úkraínu. Aðeins 93 af 193 löndum greiddu atkvæði með tillögunni. AFP greinir frá. Erlent 24.2.2025 17:12
Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Skurðlæknir á eftirlaunum sem sakaður er um að hafa nauðgað eða misnotað 299 fyrrverandi sjúklinga sem í flestum tilfellum eru börn játar flest brot sín. Málið kom til kasta dómstóla í Frakklandi í dag. AFP greinir frá. Erlent 24.2.2025 15:22
Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Fyrrverandi leiðtogi flokks Nigels Farage í Wales hefur verið ákærður fyrir að þiggja mútur fyrir að halda uppi áróðri Rússa um Úkraínu á Evrópuþinginu. Talsmaður flokksins segir manninn ekki lengur félaga í honum. Erlent 24.2.2025 13:36
Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, sagði að Evrópa þyrfti að öðlast sjálfstæði frá Bandaríkjunum fljótt í gær. Hann efast um að Atlantshafsbandalagið verði til í núverandi mynd mikið lengur eftir nýleg ummæli Bandaríkjaforseta. Erlent 24.2.2025 10:43
Formaður sænska Miðflokksins hættir Muharrem Demirok hefur ákveðið að segja af sér sem formaður sænska Miðflokksins. Hann hefur gegnt formennsku í flokknum í tvö ár. Erlent 24.2.2025 08:55