Ein nakin og annarri nauðgað Björg Magnúsdóttir skrifar 28. febrúar 2012 06:00 Ég gekk fram á kviknakinn kvenmann við Hegningarhúsið á Skólavörðustíg aðfaranótt síðasta sunnudags. Hún var ekki í neinu og pissaði standandi við þá hlið hússins sem stendur við Vegamótastíg. Tveir menn fylgdust grannt með henni þangað til mig og samferðafólk bar að. Við hvöttum hana til þess að klæða sig í föt sem lágu í kringum hana og höfðum annað augað á henni þangað til hún byrjaði að klæða sig. Ég mætti þessum kvenmanni nokkrum mínútum síðar – þá í fötum – í röð á skemmtistað. Hún var reykjandi, einsömul og í stuttbuxum og hlýrabol. Það var rigning. Á sunnudagsmorgun heyrði ég í fréttum að stúlku hefði verið nauðgað af nokkrum mönnum í húsasundi í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags. Ég tengdi þessar tvær konur ósjálfrátt saman, algjörlega ómeðvitað. Mér fannst sem þetta hlyti að vera sama konan – það að fórnarlambið hafi sprangað um nakið á Skólavörðustíg gerði glæpinn ögn skiljanlegri, ekki alveg eins viðbjóðslegan, ómennskan, ófyrirgefanlegan. En þetta var ekki sama konan. Tímasetningarnar passa ekki né heldur ástand konunnar sem kastaði af sér vatni eða það litla af frásögn fórnarlambsins sem komið hefur fram í fjölmiðlum. Auðvitað var þetta ekki sama konan. Okkur er eðlislægt að leita skýringa, hversu fáránlegar sem þær eru, til þess að reyna að skilja, útskýra og varpa ljósi á ótal þætti lífsins. Ég gerðist sek um það, eins og margir aðrir, að reyna að útskýra ófyrirgefanlegan glæp með því að skella að einhverju leyti skuldinni á fórnarlambið. Hún var of full, of dópuð, of klikkuð, of kynþokkafull, of lítið klædd, of mikið klædd, of einsömul. Hún bauð hættunni heim á einhvern hátt. Sem konan á Skólavörðustíg vissulega gerði með því að vera ótengd við þennan heim, allsber og úti á lífinu. En það að hún hafi staðið þarna nakin og pissað getur samt ekki útskýrt hvernig nokkrir karlar ákváðu að taka sig saman og troða sér leið inn í líkama kornungrar stúlku á almannafæri, í húsasundi í miðbænum. Ég skil ekki hvernig sú ákvörðun var tekin, eða kannski einmitt ekki tekin. Kannski einmitt framkvæmd í hugsunarleysi, ölæði, virðingarleysi, skilningsleysi, af illsku, ómennsku, fáfræði? Af því að þeir gátu það? Hvernig það er hægt að bera svona litla virðingu fyrir lífinu finnst mér óskiljanlegt. Og einmitt þess vegna reyndi ég samstundis og ómeðvitað að afla skýringa í hegðun fórnarlambsins - sem stenst auðvitað ekki skoðun. Mér finnst ömurlegt að vakna við þær fréttir á sunnudagsmorgni að fyrir fáeinum klukkutímum hafi nokkrir karlar nauðgað 16 ára stúlku, manni hafi verið komið fyrir í skotti á bíl og keyrður upp í Skeifu þar sem hann var laminn eða manneskja verið borin út af heimili sínu fyrir að misþyrma fjölskyldumeðlimum. Sama hversu óþolandi, klikkað eða allsbert fólk er, réttlætir það aldrei árás, misþyrmingu eða hópnauðgun. Ég lærði lexíu um helgina þó ég standi enn skilningslaus gagnvart þeirri árás sem átti sér stað í húsasundi í höfuðborginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Ég gekk fram á kviknakinn kvenmann við Hegningarhúsið á Skólavörðustíg aðfaranótt síðasta sunnudags. Hún var ekki í neinu og pissaði standandi við þá hlið hússins sem stendur við Vegamótastíg. Tveir menn fylgdust grannt með henni þangað til mig og samferðafólk bar að. Við hvöttum hana til þess að klæða sig í föt sem lágu í kringum hana og höfðum annað augað á henni þangað til hún byrjaði að klæða sig. Ég mætti þessum kvenmanni nokkrum mínútum síðar – þá í fötum – í röð á skemmtistað. Hún var reykjandi, einsömul og í stuttbuxum og hlýrabol. Það var rigning. Á sunnudagsmorgun heyrði ég í fréttum að stúlku hefði verið nauðgað af nokkrum mönnum í húsasundi í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags. Ég tengdi þessar tvær konur ósjálfrátt saman, algjörlega ómeðvitað. Mér fannst sem þetta hlyti að vera sama konan – það að fórnarlambið hafi sprangað um nakið á Skólavörðustíg gerði glæpinn ögn skiljanlegri, ekki alveg eins viðbjóðslegan, ómennskan, ófyrirgefanlegan. En þetta var ekki sama konan. Tímasetningarnar passa ekki né heldur ástand konunnar sem kastaði af sér vatni eða það litla af frásögn fórnarlambsins sem komið hefur fram í fjölmiðlum. Auðvitað var þetta ekki sama konan. Okkur er eðlislægt að leita skýringa, hversu fáránlegar sem þær eru, til þess að reyna að skilja, útskýra og varpa ljósi á ótal þætti lífsins. Ég gerðist sek um það, eins og margir aðrir, að reyna að útskýra ófyrirgefanlegan glæp með því að skella að einhverju leyti skuldinni á fórnarlambið. Hún var of full, of dópuð, of klikkuð, of kynþokkafull, of lítið klædd, of mikið klædd, of einsömul. Hún bauð hættunni heim á einhvern hátt. Sem konan á Skólavörðustíg vissulega gerði með því að vera ótengd við þennan heim, allsber og úti á lífinu. En það að hún hafi staðið þarna nakin og pissað getur samt ekki útskýrt hvernig nokkrir karlar ákváðu að taka sig saman og troða sér leið inn í líkama kornungrar stúlku á almannafæri, í húsasundi í miðbænum. Ég skil ekki hvernig sú ákvörðun var tekin, eða kannski einmitt ekki tekin. Kannski einmitt framkvæmd í hugsunarleysi, ölæði, virðingarleysi, skilningsleysi, af illsku, ómennsku, fáfræði? Af því að þeir gátu það? Hvernig það er hægt að bera svona litla virðingu fyrir lífinu finnst mér óskiljanlegt. Og einmitt þess vegna reyndi ég samstundis og ómeðvitað að afla skýringa í hegðun fórnarlambsins - sem stenst auðvitað ekki skoðun. Mér finnst ömurlegt að vakna við þær fréttir á sunnudagsmorgni að fyrir fáeinum klukkutímum hafi nokkrir karlar nauðgað 16 ára stúlku, manni hafi verið komið fyrir í skotti á bíl og keyrður upp í Skeifu þar sem hann var laminn eða manneskja verið borin út af heimili sínu fyrir að misþyrma fjölskyldumeðlimum. Sama hversu óþolandi, klikkað eða allsbert fólk er, réttlætir það aldrei árás, misþyrmingu eða hópnauðgun. Ég lærði lexíu um helgina þó ég standi enn skilningslaus gagnvart þeirri árás sem átti sér stað í húsasundi í höfuðborginni.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar