Fréttir Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. Erlent 13.10.2024 10:00 Nýja skipið mun betra Landsbjörg fékk nýtt björgunarskip afhent á föstudag. Gestir og gangandi geta skoðað skipið í Reykjavíkurhöfn í dag. Innlent 13.10.2024 09:43 Ráðherrann gekk inn í stækan viskíþef í flugstjórnarklefanum Sagan af ráðherranum sem kom inn í viskí-mettaðan flugstjórnarklefann, af jólatrénu sem festist á stélinu og af magalendingu Loftleiðavélarinnar í New York eru meðal þeirra sem flugfólk deilir með okkur. Innlent 13.10.2024 09:09 Segja átta manna fjölskyldu hafa fallið í loftárás Ísraela Palestínsk heilbrigðisyfirvöld segja að átta manna fjölskylda í Nuseirat-flóttamannabúðunum hafi fallið í loftárás Ísraela á miðri Gasaströndinni seint í gærkvöldi. Ísraelar hafa skipað hátt í hálfri milljón manna að rýma norðanverða Gasa. Erlent 13.10.2024 08:20 Veitingahús mega vænta kæru eftir eftirlitsferðir lögreglu Ýmislegt reyndist óbótavant þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti skipulögðu eftirliti með veitingahúsum víða um borgina í nótt. Nokkur veitingahús eru sögð mega eiga von á kæru. Fjórir gistu fangageymslur lögreglunnar í nótt. Innlent 13.10.2024 07:24 Hundrað og fjögur ríki lýsa yfir stuðningi við Guterres Hundrað og fjögur ríki eiga aðild að sameiginlegri stuðningsyfirlýsingu við António Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, eftir að stjórnvöld í Ísrael lýstu hann „persona non grata“. Erlent 12.10.2024 23:34 Rafeldsneyti vegna íslenskrar tækni dugar til orkuskipta alls skipaflotans Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling hefur samið um hönnun rafeldsneytisverksmiðju í Kína. Þetta er einn stærsti samningur í sögu fyrirtækisins en með honum stefnir í að framleiðslumagn vistvæns eldsneytis á grunni íslenskrar tækni dugi til orkuskipta á öllum íslenska skipaflotanum. Innlent 12.10.2024 22:44 Hanna Rún og Nikita tryggðu Íslandi brons á Evrópumeistaramótinu Hjónin Hanna Rún Bazev Óladóttir og Nikita Bazev tryggðu sér brons í latín dönsum í dag, í flokki atvinnumanna á Evrópumeistaramóti World DanceSport Federation í Leipzig. Innlent 12.10.2024 22:38 Afnema tímabundið réttinn til að óska hælis Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, hefur kynnt fyrirætlanir stjórnvalda í landinu um að taka tímabundið úr gildi réttinn til að óska hælis. Erlent 12.10.2024 21:57 Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Framboð Kamölu Harris birti í dag skýrslu um heilsu varaforsetans og forsetaframbjóðandans þar sem niðurstaðan er sú að hún sé bæði líkamlega og andlega fær um að sinna forsetaembættinu. Erlent 12.10.2024 21:23 Mótmæltu lausn manns sem var dæmdur fyrir manndráp í fyrra Á fjórða tug Pólverja komu saman í dag og mótmæltu því fyrir utan áfangaheimilið Vernd að nítján ára karlmaður sem hlaut tólf ára fangelsisdóm fyrir að hafa stungið mann til bana sé laus úr fangelsi einu og hálfu ári seinna. Innlent 12.10.2024 21:06 Dagbjört eyddi færslu eftir hörð viðbrögð Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, birti í dag færslu á Facebook þar sem hún tjáði sig um mál Yazan Tamimi og að félags- og vinnumarkaðsráðherra hafi hringt í ríkislögreglustjóra í tengslum við málið. Hún eyddi færslunni nokkrum klukkutímum eftir birtingu þegar hún vakti hörð viðbrögð í athugasemdakerfinu. Innlent 12.10.2024 20:32 Meðalaldur bænda er 66 ár - Tryggja þarf nýliðun „Það er mikill kraftur í tengslum við allt í kringum íslenskan landbúnað“, segir formaður Bændasamtaka á Íslands á sama tíma og hann leggur áherslu á nýliðun í bændastéttinni en meðal aldur bænda er 66 ár í dag. Innlent 12.10.2024 20:05 Vonast til að ná árangri áður en aðgerðir hefjast „Auðvitað verðum við vör við umræðu um það að fólk sé uggandi út af aðgerðum en við vissum það nú fyrir fram. Það vill enginn fara í aðgerðir og alla síst þeir sem hafa hagsmuni af því að mæta í skólann sinn.“ Innlent 12.10.2024 18:50 Áður farið af sporinu sem dragi alltaf dilk á eftir sér „Ég er auðvitað ósammála þessari nálgun á málið. Ég held að almenningur allur sé sammála um það að það sé kjarnahlutverk Orkuveitunnar að sjá borgarbúum fyrir vatni og orku. Það er í kringum þá starfsemi sem Orkuveitan er stofnuð. Staðreyndin er sú að í sögulegu samhengi þá hefur félagið áður farið út af sporinu og ráðist í verkefni sem eru ekki í þágu borgarbúa með beinum hætti og þessi verkefni hafa alltaf dregið dilk á eftir sér.“ Innlent 12.10.2024 18:14 Óvissa um framtíð ríkisstjórnarinnar og milljarðasamningur í Kína Framtíð ríkisstjórnarsamstarfsins er ekki ljós, en forystumenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna segjast tilbúnir í kosningar. Þeir útiloka ekki að mynda ríkisstjórn hvor með öðrum, fái þeir til þess umboð kjósenda. Innlent 12.10.2024 18:09 Fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands látinn Alex Salmond fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands er látinn, 69 ára að aldri. Erlent 12.10.2024 16:47 Engin ummerki um ísbirni Leit að ísbjörnum, sem tilkynnt var um að væru mögulega á ferð í nágrenni Laugarfells, norðaustan við Snæfell í gær, hefur verið hætt. Innlent 12.10.2024 16:26 Útkall vegna bílveltu í uppsveitum Árnessýslu Björgunarsveitir, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar, hafa verið kallaðar út vegna bílveltu í uppsveitum Árnessýslu þar sem einn slasaðist. Innlent 12.10.2024 16:05 Of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerir ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi óskað eftir umboði flokks síns til þess að slíta samstarfi ríkisstjórnarinnar á fundi þingflokksins í Valhöll í gær. Í ljósi yfirlýsinga innan úr VG væri of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram samstarfinu. Innlent 12.10.2024 15:01 Karlmaður um sextugt lést í vinnuslysi Karlmaður um sextugt lést í vinnuslysi í Stykkishólmi í gær. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og hann var úrskurðaður látinn á vettvangi. Innlent 12.10.2024 14:24 Vatnsleki í Skeifunni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins aðstoðar nú Veitur við að dæla upp vatni sem lekur í Skeifunni í Reykjavík. Innlent 12.10.2024 14:04 Nýtt björgunarskip Landsbjargar formlega afhent Fjórða björgunarskip sem Slysavarnafélagið Landsbjörg lætur smíða í Finnlandi var í gær afhent formlega. Innlent 12.10.2024 14:00 „Mér fannst mjög eðlilegt að ég myndi hringja í ríkislögreglustjóra“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segist aðeins hafa hringt í ríkislögreglustjóra til þess að afla upplýsinga nóttina sem senda átti Yazan Tamimi og fjölskyldu úr landi. Hann hafi ekki farið fram á að ríkislögreglustjóri stöðvaði brottflutninginn. „Mér fannst mjög eðlilegt að ég myndi hringja í ríkislögreglustjóra,“ segir hann. Innlent 12.10.2024 13:57 Tvö kvenfélög taka á móti karlmönnum „Valkyrjur milli fjalls og fjöru” er yfirskrift fertugasta landsþings Kvenfélagasambands Íslands, sem fer fram um helgina á Ísafirði. Um 230 konur af öllu landinu taka þátt í þinginu. Innlent 12.10.2024 13:06 Bein útsending: Ávarp Sigmundar Davíðs á flokksráðsfundi Sjötti flokksráðsfundur Miðflokksins er haldinn í dag, laugardaginn 12. október, að Hótel Selfossi. Ávarp formanns flokksins má sjá hér á Vísi. Innlent 12.10.2024 13:02 Staðan á ríkisstjórninni og félagsmálaráðherra svarar fyrir símtalið Formaður Framsóknar segir samstarfsflokka hans hafa nokkra sólarhringa til að ákveða sig, svo vinnufriður geti skapast. Farið verður yfir stöðuna á ríkisstjórnarsamstarfinu í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Innlent 12.10.2024 11:47 Veitir samstarfsflokkunum nokkurra sólarhringa frest „Ef hinir stjórnarflokkarnir treysta sér ekki til að standa við og vinna að stjórnarsáttmálanum verður það að koma fram á allra næstu sólarhringum,“ segir formaður Framsóknarflokksins. Innlent 12.10.2024 11:40 Lokaleit að ísbjörnum með dróna Þyrla Landhelgisgæslunnar er ekki tiltæk í leit að ísbjörnum, sem erlendir ferðamenn tilkynntu að væru á slóðum Laugarfells, norðaustan við Snæfell í gær. Lokaleit verður því gerð með dróna í dag. Innlent 12.10.2024 11:18 Ríkisstjórnin á hengiflugi Formenn stjórnarflokkanna munu að öllum líkindum nota dagana fram að reglulegum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag til að ræða óróleikann í stjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði eftir skyndifund þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær að afstaða Vinstri grænna til frekari breytinga á útlendingalögum væri „vandamál.“ Innlent 12.10.2024 11:10 « ‹ 102 103 104 105 106 107 108 109 110 … 334 ›
Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. Erlent 13.10.2024 10:00
Nýja skipið mun betra Landsbjörg fékk nýtt björgunarskip afhent á föstudag. Gestir og gangandi geta skoðað skipið í Reykjavíkurhöfn í dag. Innlent 13.10.2024 09:43
Ráðherrann gekk inn í stækan viskíþef í flugstjórnarklefanum Sagan af ráðherranum sem kom inn í viskí-mettaðan flugstjórnarklefann, af jólatrénu sem festist á stélinu og af magalendingu Loftleiðavélarinnar í New York eru meðal þeirra sem flugfólk deilir með okkur. Innlent 13.10.2024 09:09
Segja átta manna fjölskyldu hafa fallið í loftárás Ísraela Palestínsk heilbrigðisyfirvöld segja að átta manna fjölskylda í Nuseirat-flóttamannabúðunum hafi fallið í loftárás Ísraela á miðri Gasaströndinni seint í gærkvöldi. Ísraelar hafa skipað hátt í hálfri milljón manna að rýma norðanverða Gasa. Erlent 13.10.2024 08:20
Veitingahús mega vænta kæru eftir eftirlitsferðir lögreglu Ýmislegt reyndist óbótavant þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti skipulögðu eftirliti með veitingahúsum víða um borgina í nótt. Nokkur veitingahús eru sögð mega eiga von á kæru. Fjórir gistu fangageymslur lögreglunnar í nótt. Innlent 13.10.2024 07:24
Hundrað og fjögur ríki lýsa yfir stuðningi við Guterres Hundrað og fjögur ríki eiga aðild að sameiginlegri stuðningsyfirlýsingu við António Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, eftir að stjórnvöld í Ísrael lýstu hann „persona non grata“. Erlent 12.10.2024 23:34
Rafeldsneyti vegna íslenskrar tækni dugar til orkuskipta alls skipaflotans Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling hefur samið um hönnun rafeldsneytisverksmiðju í Kína. Þetta er einn stærsti samningur í sögu fyrirtækisins en með honum stefnir í að framleiðslumagn vistvæns eldsneytis á grunni íslenskrar tækni dugi til orkuskipta á öllum íslenska skipaflotanum. Innlent 12.10.2024 22:44
Hanna Rún og Nikita tryggðu Íslandi brons á Evrópumeistaramótinu Hjónin Hanna Rún Bazev Óladóttir og Nikita Bazev tryggðu sér brons í latín dönsum í dag, í flokki atvinnumanna á Evrópumeistaramóti World DanceSport Federation í Leipzig. Innlent 12.10.2024 22:38
Afnema tímabundið réttinn til að óska hælis Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, hefur kynnt fyrirætlanir stjórnvalda í landinu um að taka tímabundið úr gildi réttinn til að óska hælis. Erlent 12.10.2024 21:57
Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Framboð Kamölu Harris birti í dag skýrslu um heilsu varaforsetans og forsetaframbjóðandans þar sem niðurstaðan er sú að hún sé bæði líkamlega og andlega fær um að sinna forsetaembættinu. Erlent 12.10.2024 21:23
Mótmæltu lausn manns sem var dæmdur fyrir manndráp í fyrra Á fjórða tug Pólverja komu saman í dag og mótmæltu því fyrir utan áfangaheimilið Vernd að nítján ára karlmaður sem hlaut tólf ára fangelsisdóm fyrir að hafa stungið mann til bana sé laus úr fangelsi einu og hálfu ári seinna. Innlent 12.10.2024 21:06
Dagbjört eyddi færslu eftir hörð viðbrögð Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, birti í dag færslu á Facebook þar sem hún tjáði sig um mál Yazan Tamimi og að félags- og vinnumarkaðsráðherra hafi hringt í ríkislögreglustjóra í tengslum við málið. Hún eyddi færslunni nokkrum klukkutímum eftir birtingu þegar hún vakti hörð viðbrögð í athugasemdakerfinu. Innlent 12.10.2024 20:32
Meðalaldur bænda er 66 ár - Tryggja þarf nýliðun „Það er mikill kraftur í tengslum við allt í kringum íslenskan landbúnað“, segir formaður Bændasamtaka á Íslands á sama tíma og hann leggur áherslu á nýliðun í bændastéttinni en meðal aldur bænda er 66 ár í dag. Innlent 12.10.2024 20:05
Vonast til að ná árangri áður en aðgerðir hefjast „Auðvitað verðum við vör við umræðu um það að fólk sé uggandi út af aðgerðum en við vissum það nú fyrir fram. Það vill enginn fara í aðgerðir og alla síst þeir sem hafa hagsmuni af því að mæta í skólann sinn.“ Innlent 12.10.2024 18:50
Áður farið af sporinu sem dragi alltaf dilk á eftir sér „Ég er auðvitað ósammála þessari nálgun á málið. Ég held að almenningur allur sé sammála um það að það sé kjarnahlutverk Orkuveitunnar að sjá borgarbúum fyrir vatni og orku. Það er í kringum þá starfsemi sem Orkuveitan er stofnuð. Staðreyndin er sú að í sögulegu samhengi þá hefur félagið áður farið út af sporinu og ráðist í verkefni sem eru ekki í þágu borgarbúa með beinum hætti og þessi verkefni hafa alltaf dregið dilk á eftir sér.“ Innlent 12.10.2024 18:14
Óvissa um framtíð ríkisstjórnarinnar og milljarðasamningur í Kína Framtíð ríkisstjórnarsamstarfsins er ekki ljós, en forystumenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna segjast tilbúnir í kosningar. Þeir útiloka ekki að mynda ríkisstjórn hvor með öðrum, fái þeir til þess umboð kjósenda. Innlent 12.10.2024 18:09
Fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands látinn Alex Salmond fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands er látinn, 69 ára að aldri. Erlent 12.10.2024 16:47
Engin ummerki um ísbirni Leit að ísbjörnum, sem tilkynnt var um að væru mögulega á ferð í nágrenni Laugarfells, norðaustan við Snæfell í gær, hefur verið hætt. Innlent 12.10.2024 16:26
Útkall vegna bílveltu í uppsveitum Árnessýslu Björgunarsveitir, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar, hafa verið kallaðar út vegna bílveltu í uppsveitum Árnessýslu þar sem einn slasaðist. Innlent 12.10.2024 16:05
Of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerir ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi óskað eftir umboði flokks síns til þess að slíta samstarfi ríkisstjórnarinnar á fundi þingflokksins í Valhöll í gær. Í ljósi yfirlýsinga innan úr VG væri of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram samstarfinu. Innlent 12.10.2024 15:01
Karlmaður um sextugt lést í vinnuslysi Karlmaður um sextugt lést í vinnuslysi í Stykkishólmi í gær. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og hann var úrskurðaður látinn á vettvangi. Innlent 12.10.2024 14:24
Vatnsleki í Skeifunni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins aðstoðar nú Veitur við að dæla upp vatni sem lekur í Skeifunni í Reykjavík. Innlent 12.10.2024 14:04
Nýtt björgunarskip Landsbjargar formlega afhent Fjórða björgunarskip sem Slysavarnafélagið Landsbjörg lætur smíða í Finnlandi var í gær afhent formlega. Innlent 12.10.2024 14:00
„Mér fannst mjög eðlilegt að ég myndi hringja í ríkislögreglustjóra“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segist aðeins hafa hringt í ríkislögreglustjóra til þess að afla upplýsinga nóttina sem senda átti Yazan Tamimi og fjölskyldu úr landi. Hann hafi ekki farið fram á að ríkislögreglustjóri stöðvaði brottflutninginn. „Mér fannst mjög eðlilegt að ég myndi hringja í ríkislögreglustjóra,“ segir hann. Innlent 12.10.2024 13:57
Tvö kvenfélög taka á móti karlmönnum „Valkyrjur milli fjalls og fjöru” er yfirskrift fertugasta landsþings Kvenfélagasambands Íslands, sem fer fram um helgina á Ísafirði. Um 230 konur af öllu landinu taka þátt í þinginu. Innlent 12.10.2024 13:06
Bein útsending: Ávarp Sigmundar Davíðs á flokksráðsfundi Sjötti flokksráðsfundur Miðflokksins er haldinn í dag, laugardaginn 12. október, að Hótel Selfossi. Ávarp formanns flokksins má sjá hér á Vísi. Innlent 12.10.2024 13:02
Staðan á ríkisstjórninni og félagsmálaráðherra svarar fyrir símtalið Formaður Framsóknar segir samstarfsflokka hans hafa nokkra sólarhringa til að ákveða sig, svo vinnufriður geti skapast. Farið verður yfir stöðuna á ríkisstjórnarsamstarfinu í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Innlent 12.10.2024 11:47
Veitir samstarfsflokkunum nokkurra sólarhringa frest „Ef hinir stjórnarflokkarnir treysta sér ekki til að standa við og vinna að stjórnarsáttmálanum verður það að koma fram á allra næstu sólarhringum,“ segir formaður Framsóknarflokksins. Innlent 12.10.2024 11:40
Lokaleit að ísbjörnum með dróna Þyrla Landhelgisgæslunnar er ekki tiltæk í leit að ísbjörnum, sem erlendir ferðamenn tilkynntu að væru á slóðum Laugarfells, norðaustan við Snæfell í gær. Lokaleit verður því gerð með dróna í dag. Innlent 12.10.2024 11:18
Ríkisstjórnin á hengiflugi Formenn stjórnarflokkanna munu að öllum líkindum nota dagana fram að reglulegum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag til að ræða óróleikann í stjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði eftir skyndifund þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær að afstaða Vinstri grænna til frekari breytinga á útlendingalögum væri „vandamál.“ Innlent 12.10.2024 11:10
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent