Fréttir

Konur á miðjum aldri þær sem helst á­reita karl­kyns lög­regluþjóna

Tryggvi Hjaltason, formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins og starfsmaður greiningardeildar CCP, gerir upp tíma sinn í lögreglunni og hvað það var sem hann tók helst úr því starfinu. Meðal eftirtektarverðra tíu atriða sem Tryggvi tekur út úr starfinu er að konur á miðjum aldri séu þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna.

Innlent

Verði gott fyrir lög­reglu að vita hvar mörkin liggja

Varaformaður Landssambands lögreglumanna segir sambandið ekki geta sagt til um einstaka ummæli lögreglumanna á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra. Ummælin hafi verið viðhöfð í aðstæðum þar sem spennustig var hátt. Það verði gott fyrir lögreglumenn líka að vita hvar mörkin liggja.

Innlent

At­burðir helgarinnar kjafts­högg fyrir kennara

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir að atburðarás kjaradeilunnar fyrir helgi hafi verið eins og kjaftshögg eða vatnsgusa í andlitið fyrir kennara. Hann segir kjaftæði að virðismatsvegferð kennara hafi áhrif á samninga á almennum vinnumarkaði, en hann vonar að hægt verði að klára samninga sem fyrst.

Innlent

Buguðu for­eldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til

Kennari sem hefur mikla reynslu af börnum með hegðunarvanda segir skort á fjármagni og fagfólki ástæðuna fyrir því að ekki sé unnið rétt með hópinn. Stokka þurfi kerfinu upp. Tvö sveitarfélög á öllu landinu bjóði upp á úrræði fyrir börn sem glími við slíkar áskoranir en biðlistinn sé langur. Kostnaður samfélagsins verði miklu meiri vegna brotinna einstaklingar útskrifast úr grunnskóla.

Innlent

Leita að línunni

Fundur samninganefnda í kennaradeildunni er að hefjast nú klukkan þrjú, en það var Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, sem boðaði til hans.

Innlent

Vill að Ríkis­endur­skoðun rann­saki styrkjamálið

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún kanni og leggi mat á stjórnsýslulega framkvæmd og úrvinnslu ráðuneytisins vegna verklags í tengslum við greiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka eftir að ljóst varð um ágalla á framkvæmd greiðslna.

Innlent

Diljá Mist boðar til fundar

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað til fundar annað kvöld. Fastlega er gert ráð fyrir að hún tilkynni framboð til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins á fundinum.

Innlent

Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn felldu nýgerðan kjarasamning og formaður landssambands þeirra telur óánægjuna snúa að vaktafyrirkomulagi og vinnuumhverfi fremur en launum. Hann er vongóður um lausn áður en hugað verður að verkfallsaðgerðum að nýju.

Innlent

Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjöl­skyldunnar

Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn þingmaður og fyrrverandi formaður VR, segir biðlaun sem hann fékk greidd frá verkalýðsfélaginu fara í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Framlínufólk verkalýðsbaráttunnar eigi oft erfitt á vinnumarkaði eftir að það hættir að starfa fyrir verkalýðsfélögin.

Innlent

Kom ekki ná­lægt innanhússtillögu sátta­semjara

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segist ekki hafa komið nálægt því að ákveða að innanhússtillaga yrði lögð fram í kjaradeilu kennara fyrir helgi. Kennarar samþykktu tillöguna en Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði henni. Heiða Björg er formaður sambandsins.

Innlent

Fundað á ný í kennaradeilu

Samninganefndir í kjaradeilu kennara hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 15 í dag. Ekki hefur verið fundað í deilunni síðan sveitarfélögin höfnuðu innanhússtillögu sáttasemjara á föstudag og ríkið tók ekki afstöðu til hennar.

Innlent

Kennarar mót­mæla við bæjarráðsfund

Kennarar í Garðabæ fjölmenntu í Sveinatungu á Garðatorgi í morgun til að minna á kjarabaráttu sína. Fundur bæjarráðs hófst klukkan átta og liggja kennarar á gluggunum með fána á lofti meðan fundurinn fer fram. Boðað hefur verið til fundar í deilunni hjá sáttasemjara klukkan 15 í dag.

Innlent

VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfs­lokin

Ragnar Þór Ingólfsson fékk greiddar rúmar tíu milljónir króna frá stéttarfélaginu VR í hálfs árs biðlaun og orlof eftir að hann lét af embætti formanns til þess að taka sæti á Alþingi í desember. Hann hefur fengið greidd laun fyrir þingsetu frá því í desember.

Innlent

„Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu

Lögreglumenn sem voru við störf á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra lýstu við aðalmeðferð á föstudag erfiðum aðstæðum á vettvangi. Lögregla hafi verið fáliðuð og ekki hafi verið hægt að bregðast öðruvísi við á mótmælunum en að beita piparúða. 

Innlent