„Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. mars 2025 17:55 Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar Grindavíkur. Vísir/Bjarni Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og Fannar Jónasson bæjarstjóri fóru á fund forsætisráðherra í dag. Ásrún segir lítið hafa komið á óvart af því sem rætt var á fundinum en segist þó ganga út af honum hæfilega jákvæð. Bæjarstjórn Grindavíkur lýsti áhyggjum sínum á af því að sértækur húsnæðisstuðningur ríkisins til íbúa Grindavíkur rynni um næstu mánaðamót. Enn liggur ekki fyrir hvert framhaldið verður af stuðningsaðgerðum ríkisins við bæjarbúa. „Fyrir liggur að skammur tími er til stefnu að móta breytingar á úrræðinu og ljóst að margir lendi í fjárhagsvandræðum ef ekkert verður aðhafst,“ segir í fundargerð bæjarráðs frá fundi ellefta mars síðastliðinn. Allir þingmenn Suðurkjördæmis funduðu með forsætisráðherra Ásrún segist ánægð með að hafa verið boðuð á fund forsætisráðherra og fagnar samráði ríkisstjórnarinnar við Grindvíkinga. Hún segir fundinn hafa gengið út á að ræða framtíð þeirra stuðningsúrræða sem renna út í lok mánaðarins. „Það var ekki margt sem kom á óvart en mikilvægt að þessi úrræði séu farin í annan fasa og svo þau sjá fyrir sér að þetta fari fyrir ríkisstjórn í fyrramálið og þá verður þetta kunngjört,“ segir hún. Hún tekur fram að forsætisráðherra hafi einnig boðað alla þingmenn Suðurkjördæmis á hennar fund beint í kjölfar fundarins með fulltrúum bæjarstjórnarinnar. Í téðum úrræðum felast sértækur húsnæðisstuðningur, uppkaup á atvinnuhúsnæði, rekstrarstuðningur við fyrirtæki og framlenging á uppkaupum íbúðarhúsnæðis Grindvíkinga. Erfitt að vita til þess að fólk muni lenda í vandræðum Hún segir það jákvætt að ríkisstjórnin geri sér grein fyrir mikilvægi þess að hlúa að andlegri heilsu Grindvíkinga og að það þurfi til dæmis að starfrækja þjónustuteymi áfram. „Þetta verður erfitt fyrir einhverja en það er mikilvægt að hver og einn verði gripinn og honum leiðbeint inn í næstu skref,“ segir Ásrún. Hún segir erfitt að vita til þess að fólk muni lenda í vandræðum en undirstrikar mikilvægi þess að Grindvíkingar geti búið við einhvers konar fyrirsjáanleika. „Mér fannst jákvæð að það var talað um uppbyggingu og endurreisn í Grindavík. Ég fékk gott í hjartað við að heyra það. Það fer samtal og samvinna af stað á næstu vikum og mánuðum,“ segir hún. Mikilvægt að ganga í málin og bíða ekki bara eftir næsta gosi Hún segir að það sem fram kom á fundinum verði rætt innan ríkisstjórnarinnar í fyrramálið og að ráðherrar muni gefa kost á viðtölum um framhald stuðnings við Grindvíkinga á morgun. Hún fagnar því að ríkisstjórnin líti á verkefnið sem samstarfs bæjarins og ríkisstjórnar. „Við erum að bíða núna eftir áttunda eldgosinu. Það er mikil reynsla og vinna farið fram. Lífið heldur áfram og við verðum að halda áfram og vera ekki alltaf að bíða eftir gosi. Við verðum að stíga skrefin fram á við en sannarlega gefur það gott í hjartað að heyra sérfræðinga tala um það að innstreymi kviku er töluvert minna,“ segir Ásrún. „Og ég hef sagt það að með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina,“ segir hún. Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Sjá meira
Bæjarstjórn Grindavíkur lýsti áhyggjum sínum á af því að sértækur húsnæðisstuðningur ríkisins til íbúa Grindavíkur rynni um næstu mánaðamót. Enn liggur ekki fyrir hvert framhaldið verður af stuðningsaðgerðum ríkisins við bæjarbúa. „Fyrir liggur að skammur tími er til stefnu að móta breytingar á úrræðinu og ljóst að margir lendi í fjárhagsvandræðum ef ekkert verður aðhafst,“ segir í fundargerð bæjarráðs frá fundi ellefta mars síðastliðinn. Allir þingmenn Suðurkjördæmis funduðu með forsætisráðherra Ásrún segist ánægð með að hafa verið boðuð á fund forsætisráðherra og fagnar samráði ríkisstjórnarinnar við Grindvíkinga. Hún segir fundinn hafa gengið út á að ræða framtíð þeirra stuðningsúrræða sem renna út í lok mánaðarins. „Það var ekki margt sem kom á óvart en mikilvægt að þessi úrræði séu farin í annan fasa og svo þau sjá fyrir sér að þetta fari fyrir ríkisstjórn í fyrramálið og þá verður þetta kunngjört,“ segir hún. Hún tekur fram að forsætisráðherra hafi einnig boðað alla þingmenn Suðurkjördæmis á hennar fund beint í kjölfar fundarins með fulltrúum bæjarstjórnarinnar. Í téðum úrræðum felast sértækur húsnæðisstuðningur, uppkaup á atvinnuhúsnæði, rekstrarstuðningur við fyrirtæki og framlenging á uppkaupum íbúðarhúsnæðis Grindvíkinga. Erfitt að vita til þess að fólk muni lenda í vandræðum Hún segir það jákvætt að ríkisstjórnin geri sér grein fyrir mikilvægi þess að hlúa að andlegri heilsu Grindvíkinga og að það þurfi til dæmis að starfrækja þjónustuteymi áfram. „Þetta verður erfitt fyrir einhverja en það er mikilvægt að hver og einn verði gripinn og honum leiðbeint inn í næstu skref,“ segir Ásrún. Hún segir erfitt að vita til þess að fólk muni lenda í vandræðum en undirstrikar mikilvægi þess að Grindvíkingar geti búið við einhvers konar fyrirsjáanleika. „Mér fannst jákvæð að það var talað um uppbyggingu og endurreisn í Grindavík. Ég fékk gott í hjartað við að heyra það. Það fer samtal og samvinna af stað á næstu vikum og mánuðum,“ segir hún. Mikilvægt að ganga í málin og bíða ekki bara eftir næsta gosi Hún segir að það sem fram kom á fundinum verði rætt innan ríkisstjórnarinnar í fyrramálið og að ráðherrar muni gefa kost á viðtölum um framhald stuðnings við Grindvíkinga á morgun. Hún fagnar því að ríkisstjórnin líti á verkefnið sem samstarfs bæjarins og ríkisstjórnar. „Við erum að bíða núna eftir áttunda eldgosinu. Það er mikil reynsla og vinna farið fram. Lífið heldur áfram og við verðum að halda áfram og vera ekki alltaf að bíða eftir gosi. Við verðum að stíga skrefin fram á við en sannarlega gefur það gott í hjartað að heyra sérfræðinga tala um það að innstreymi kviku er töluvert minna,“ segir Ásrún. „Og ég hef sagt það að með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina,“ segir hún.
Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Sjá meira