Fréttir

Nánast allir í­búar Gasa reiða sig á okkur

Gréta Gunnarsdóttir, yfirmaður UNRWA í New York, segir starfsemi stofnunarinnar falla um sjálfa sig í lok mánaðarins ef þau ríki sem ætla sér að fresta framlögum til stofnunarinnar láta verða af því. Tvær milljónir manna á Gasa reiða sig á stofnunina en auk þess starfar hún á Vesturbakkanum í Palestínu og í Jórdaníu og Sýrlandi.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Reiknað er með að um þúsund manns vitji eigna sinna í Grindavík í dag, á fyrsta degi nýs fyrirkomulags við verðmætabjörgun. Íbúi sem vinnur að því að tæma húsið sitt segist ekki treysta sér til þess að búa lengur í Grindavík og kveður samfélagið með miklum trega. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Innlent

Neyðar­á­stand vegna skógar­elda í Síle

Í það minnsta 51 er látið í skógareldum í Valparaíso héraði í Síle. 45 fundust látin en sex létust vegna brunasára á spítala. Forseti landsins, Gabriel Boric, hefur lýst yfir neyðarástandi og sagðist ætla að nýta öll þau úrræði sem honum standa til boða til að takast á við ástandið.

Erlent

Reyndist vera ölvaður

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 64 mál voru skráð frá miðnætti til 05:20, að því er segir í dagbók lögreglu.

Innlent

Yfir þúsund manns til Grinda­víkur í dag

Þúsund manns munu fara inn til Grindavíkur í dag að vitja eigna sinna og/eða aðstoða við að pakka og/eða flytja búslóð. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum.

Innlent

Ráðast enn og aftur á Húta

Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum.

Erlent

Má ekki lengur leggja á eigin lóð

Nokkrir íbúar í miðbæ Reykjavíkur eru ósáttir við að fá ekki lengur að leggja í stæði á einkalóðum sínum. Borgin segir stæðin ólögleg. Þegar nágrannar kvarti svo yfir því að lagt sé í stæðin, sé ekkert annað í stöðunni en að sekta.

Innlent

Rúss­neskir hakkarar taldir bera á­byrgð á tölvuárás á HR

Netöryggissérfræðingar og starfsmenn Háskólans í Reykjavík hafa unnið frá því í gærmorgun við að koma kerfum háskólans af stað og endurheimta gögn í kjölfar tölvuárásar sem gerð var á skólann. Talið er að rússneski tölvuárásarhópurinn Akira beri ábyrgð á árásinni.

Innlent

Mis­lingar greindust á Land­spítalanum

Sóttvarnalæknir fékk tilkynningu frá Landspítala í dag vegna mislinga sem greindust hjá fullorðnum einstakling sem kom erlendis frá miðvikudaginn 31. janúar síðastliðinn. Viðkomandi einstaklingur er í einangrun á sjúkrahúsi.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Stjórnvöld hafa ekki tekið afstöðu til þess hvort dvalarleyfishafar á Gazasvæðinu fái aðstoð við að komast til landsins. Dómsmálaráðherra segist standa við fullyrðingar um að Ísland fari að fordæmi Norðurlandannna.

Innlent

Leita enn að manninum sem skvetti sýrunni

Breska lögreglan fór inn í og rannsakaði fimm byggingar í leit sinni að Abdul Ezedi, sem skvetti sýru á konu og tvær dætur hennar á miðvikudag. Ekki hefur sést til mannsins síðan á miðvikudagskvöld og liggur móðirin þungt haldin.

Erlent

Ráð­herrar stjórnist af til­finningum og ótta

Dómsmálaráðherra segir fullyrðingar í frétt Ríkisútvarpsins um að hún hafi farið með rangt mál hvað varðar fjölskyldusameiningar úr lausu lofti gripnar. Þingmaður Pírata segir stjórnvöld skorta allan vilja til þess að koma dvalarleyfishöfum af Gazasvæðinu. 

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Dómsmálaráðherra segir fullyrðingar í frétt Ríkisútvarpsins um að hún hafi farið með rangt mál hvað varðar fjölskyldusameiningar úr lausu lofti gripnar. Þingmaður Pírata segir stjórnvöld skorta allan vilja til þess að koma dvalarleyfishöfum af Gazasvæðinu. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

Innlent

Hafi þegar leið­rétt um­mæli sín

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir að fréttaflutningur Ríkisútvarpsins af því að hún hafi farið með ósannindi varðandi stefnu stjórnvalda á Norðurlöndunum í aðstoð þeirra við flóttafólk á Gasa vera rangan. Hún hafi þegar leiðrétt ummæli sem hún hafi látið falla um málið þann 29. desember síðastliðinn.

Innlent

Rak upp í grjót­garðinn í Hafnar­firði

Skúta slitnaði laus í Hafnarfjarðarhöfn í nótt og rak upp í grjótgarð hafnarinnar. Björgunarsveitir komu henni aftur á flot í morgun og er hún lítið skemmd, að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Innlent

Önnuðust krefjandi út­kall á hafi

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist krefjandi útkall á haf út í slæmu veðri í gærkvöldi. Óskað var eftir aðstoð þyrlusveitarinnar vegna veikinda sem upp komu í togara sem var á veiðum um 20 sjómílur út af Ísafjarðardjúpi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni sem birt var á Facebook-síðu þeirra í morgun.

Innlent

Fimm­tán alhvítir dagar og sól­skin undir meðal­lagi

Hiti var undir meðallagi í janúar um land allt. Þessi fyrsti mánuður ársins var tiltölulega kaldur og einkenndu hann miklar umhleypingar undir lokin. Samgöngur riðluðust og eitthvað var um rafmagnstruflanir vegna eldinga. Það kemur fram í nýrri samantekt Veðurstofunnar á tíðarfari í janúar.

Veður